Leigan mun tvöfaldast eftir viðgerðir Kristinn Haukur Guðnason skrifar 12. júlí 2023 07:46 Grófin er í Hafnarstræti 95 til vinstri á myndinni. Tryggvi Páll Geðræktarstöðin Grófin á Akureyri er í erfiðri stöðu í húsnæðismálum. Gera þarf framkvæmdir á húsnæðinu sem verða þó ekki gerðar nema með 110 prósenta hækkun leiguverðs. „Þangað kemur fólk sem er ekki aðeins með andlegar áskoranir heldur einnig til dæmis ýmis konar sjálfsofnæmissjúkdóma, viðkvæmt fólk. Við eigum að hlúa að þessu fólki,“ segir Pálína Sigrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Grófarinnar. Stór hluti húsnæðisins að Hafnarstræti 95 er hvorki með loftræstingu né gluggum. Þá er loftræstingin sem til er allt of lítil, mikið af gömlum efnum í lofti og ljós orðin ónýt. Pálína gerir ráð fyrir að það þurfi nálægt fjórum milljónum króna til að bæta húsnæðið til þess að geta nýtt það almennilega. Kippur eftir covid Grófin er opin, ókeypis og notendamiðuð geðræktarstöð. Hún er rekin af félagasamtökum sem stofnuð voru árið 2013. Þar starfa sjö manns við að sinna á bilinu 70 til 90 skjólstæðingum á hverjum tíma, árlega um 5.500 komur en þær eru ekki skráðar jafn formlega og í heilbrigðiskerfinu heldur með gestabók. Að sögn Pálínu jukust komurnar mikið í og eftir covid faraldurinn, árin 2021 og 2022. Fólkið sem þangað kemur er komið mislangt á leið í sinni endurhæfingu. Sumt fólk er komið stutt á veg, er að auka sína virkni og vantar félagslegan stuðning. Annað er komið lengra í sínu endurhæfingarferli og er komið á vinnusamninga. Allir vilja mjög háa leigu Húsnæðið voru áður geymslur kaupfélagsins sem skýrir hvers vegna loftgæðin eru eins og þau eru. Rýmið er býsna mikið, 360 fermetrar, en leigan er lág. Pálína segir mikinn velvilja í garð Grófarinnar og hún trúir ekki öðru en að það takist að leysa vandann.Grófin Fasteignafélagið Reitir hyggst ekki gera framkvæmdir á húsinu nema leigan hækki verulega, um 110 prósent. „Ég er einnig búin að leita að öðru hentugu húsnæði en það er ekki um auðugan garð að gresja. Alls staðar vilja allir mjög háa leigu,“ segir Pálína. Hún segir loftgæðin í húsinu víða mjög slök og þeir sem eru þarna allan vinnudaginn finni fyrir því, þar með talið hún sjálf. Hún tekur það þó skýrt fram að það sé enginn greindur myglusveppur í húsinu eða neitt slíkt. Í ljósi þess að komunum hefur fjölgað þurfi Grófin á öllu plássinu að halda, en sum eru aðeins notuð tímabundið. Á meðan staðan er svona getur Grófin ekki aukið við þjónustuna. Fyrsti styrkurinn í fyrra Grófin nýtur stuðnings frá ríkinu en hefur ekki notið sams konar stuðnings frá Akureyrarbæ og Hugarafl fær frá Reykjavíkurborg. Fyrsti styrkurinn kom í fyrra, ein milljón króna frá velferðarráði. Pálína segir að óskað hafi verið eftir húsnæðisaðstoð frá Akureyrarbæ á síðasta ári. Nú sé verið að skoða þann möguleika að gera þjónustusamning en ekkert er meitlað í stein. „Það er rosalegur velvilji í samfélaginu fyrir Grófinni og allir sem vinna í þessum geira sammála um að svona staður þurfi að vera til,“ segir Pálína. Það hljóti að vera hægt að útvega fjórar milljónir króna til að tryggja viðkvæmum hópi viðunandi húsnæðisaðstæður. Hvort sem það komi úr einni átt eða fleirum. Akureyri Geðheilbrigði Húsnæðismál Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
„Þangað kemur fólk sem er ekki aðeins með andlegar áskoranir heldur einnig til dæmis ýmis konar sjálfsofnæmissjúkdóma, viðkvæmt fólk. Við eigum að hlúa að þessu fólki,“ segir Pálína Sigrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Grófarinnar. Stór hluti húsnæðisins að Hafnarstræti 95 er hvorki með loftræstingu né gluggum. Þá er loftræstingin sem til er allt of lítil, mikið af gömlum efnum í lofti og ljós orðin ónýt. Pálína gerir ráð fyrir að það þurfi nálægt fjórum milljónum króna til að bæta húsnæðið til þess að geta nýtt það almennilega. Kippur eftir covid Grófin er opin, ókeypis og notendamiðuð geðræktarstöð. Hún er rekin af félagasamtökum sem stofnuð voru árið 2013. Þar starfa sjö manns við að sinna á bilinu 70 til 90 skjólstæðingum á hverjum tíma, árlega um 5.500 komur en þær eru ekki skráðar jafn formlega og í heilbrigðiskerfinu heldur með gestabók. Að sögn Pálínu jukust komurnar mikið í og eftir covid faraldurinn, árin 2021 og 2022. Fólkið sem þangað kemur er komið mislangt á leið í sinni endurhæfingu. Sumt fólk er komið stutt á veg, er að auka sína virkni og vantar félagslegan stuðning. Annað er komið lengra í sínu endurhæfingarferli og er komið á vinnusamninga. Allir vilja mjög háa leigu Húsnæðið voru áður geymslur kaupfélagsins sem skýrir hvers vegna loftgæðin eru eins og þau eru. Rýmið er býsna mikið, 360 fermetrar, en leigan er lág. Pálína segir mikinn velvilja í garð Grófarinnar og hún trúir ekki öðru en að það takist að leysa vandann.Grófin Fasteignafélagið Reitir hyggst ekki gera framkvæmdir á húsinu nema leigan hækki verulega, um 110 prósent. „Ég er einnig búin að leita að öðru hentugu húsnæði en það er ekki um auðugan garð að gresja. Alls staðar vilja allir mjög háa leigu,“ segir Pálína. Hún segir loftgæðin í húsinu víða mjög slök og þeir sem eru þarna allan vinnudaginn finni fyrir því, þar með talið hún sjálf. Hún tekur það þó skýrt fram að það sé enginn greindur myglusveppur í húsinu eða neitt slíkt. Í ljósi þess að komunum hefur fjölgað þurfi Grófin á öllu plássinu að halda, en sum eru aðeins notuð tímabundið. Á meðan staðan er svona getur Grófin ekki aukið við þjónustuna. Fyrsti styrkurinn í fyrra Grófin nýtur stuðnings frá ríkinu en hefur ekki notið sams konar stuðnings frá Akureyrarbæ og Hugarafl fær frá Reykjavíkurborg. Fyrsti styrkurinn kom í fyrra, ein milljón króna frá velferðarráði. Pálína segir að óskað hafi verið eftir húsnæðisaðstoð frá Akureyrarbæ á síðasta ári. Nú sé verið að skoða þann möguleika að gera þjónustusamning en ekkert er meitlað í stein. „Það er rosalegur velvilji í samfélaginu fyrir Grófinni og allir sem vinna í þessum geira sammála um að svona staður þurfi að vera til,“ segir Pálína. Það hljóti að vera hægt að útvega fjórar milljónir króna til að tryggja viðkvæmum hópi viðunandi húsnæðisaðstæður. Hvort sem það komi úr einni átt eða fleirum.
Akureyri Geðheilbrigði Húsnæðismál Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira