Ætlar að verða fyrsta sádi-arabíska konan sem hjólar hringveginn um Ísland Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 15. júlí 2023 08:00 Yasmine vonast til að ferðalagið hennar muni veita öðrum innblástur til að elta drauma sína. Instagram „Ef það væri ekkert sem stoppaði mig, hvað myndi ég þá gera? Það er það sem kom upp í hugann á mér. Ég vildi upplifa alvöru ævintýri – krefjandi ævintýri. Eitthvað sem myndi ögra mér og þvinga mig til að þroskast,“ segir Yasmine Adriss sem hyggst hjóla hringveginn um Ísland á næstu vikum. Hjólaferð hennar hófst þann 4. júlí síðastliðinn en ef hún kemst á leiðarenda mun hún verða fyrsta sádi-arabíska konan sem afrekar það. Yasmine hefur undanfarna daga deilt myndum og sögum úr Íslandsferð sinni á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Yasmine Idriss (@yasidriss) Í samtali við Arab Times segir Yasmine að fyrir mörgum mánuðum hafi hana dreymt draum þar sem hún var umkringd fossum og fjöllum. Hún var handviss um að það var Ísland sem birtist henni í draumnum. Það var síðan í síðustu viku að Yasmine hélt af stað á hjólinu, klyfjuð útileigugræjum, vatni og öðrum nauðsynjum. Hún gerir ráð fyrir að gista á tjaldstæðum og stoppa við á hótelum til að fríska upp á sig á ferðalaginu. Hún gerir ráð fyrir ferðalagið muni taka þrjár vikur, þar sem fjórir dagar fara í hvíld, og hún ætlar að hjóla að meðaltali 80 kílómetra á dag. Hún hefur undirbúið sig vel undir að takast á við flatlendið og kröftuga vindana á Íslandi. „Þetta er svo ósnortið land. Ég hlakka til að gefa mig á vald náttúruöflunum og uppgötva landið á þennan frumstæða hátt.“ Hún segist sækja í tækifæri sem feli í sér ævintýri; þar sem reynt er á þolmörk líkamans og komist er í snertingu við náttúruna. Hún bendir á þeir sem harka af sér í gegnum krefjandi og óþægilegar aðstæður uppskeri þroska. „Það er þannig sem við höfum lifað af sem manneskjur, í milljónir ára. Þannig þróumst við og þenjum hugi okkar og hjörtu. Það er það sem ég sækist eftir.“ Með ferðalaginu fetar Yasmine í fótspor annarra sádi-arabískra kvenna sem hafa lagt upp í krefjandi ævintýri. Árið 2018 kleif Mona Shabab Mount Everest og safnaði um leið fé til styrtkar bágstöddum börnum í Egyptalandi. Árið 2016 fór Mariam Saleh Binladen þvert yfir Ermasundið. „Það er eins og það sé ekkert sem stoppi Saudi konur í dag. Allt frá stjórnmálum og viðskiptum yfir í þjónustugeirann, konurnar eru alls staðar í framlínunni og ég held að það hafi aldrei verið betri tími fyrir Arabakonur til að láta ljós sitt skína.“ Hún vonast til að ferðalagið hennar muni veita öðrum innblástur til að elta drauma sína. „Ég er spennt að sjá hvað bíður mín þarna úti. Ég veit að mér er ætlað að læra eitthvað og þroskast á vissan hátt og ég mun komast að því eftir þessa ferð.“ Hjólreiðar Ferðamennska á Íslandi Sádi-Arabía Íslandsvinir Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Fleiri fréttir Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og bíður eftir fundi Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Sjá meira
Yasmine hefur undanfarna daga deilt myndum og sögum úr Íslandsferð sinni á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Yasmine Idriss (@yasidriss) Í samtali við Arab Times segir Yasmine að fyrir mörgum mánuðum hafi hana dreymt draum þar sem hún var umkringd fossum og fjöllum. Hún var handviss um að það var Ísland sem birtist henni í draumnum. Það var síðan í síðustu viku að Yasmine hélt af stað á hjólinu, klyfjuð útileigugræjum, vatni og öðrum nauðsynjum. Hún gerir ráð fyrir að gista á tjaldstæðum og stoppa við á hótelum til að fríska upp á sig á ferðalaginu. Hún gerir ráð fyrir ferðalagið muni taka þrjár vikur, þar sem fjórir dagar fara í hvíld, og hún ætlar að hjóla að meðaltali 80 kílómetra á dag. Hún hefur undirbúið sig vel undir að takast á við flatlendið og kröftuga vindana á Íslandi. „Þetta er svo ósnortið land. Ég hlakka til að gefa mig á vald náttúruöflunum og uppgötva landið á þennan frumstæða hátt.“ Hún segist sækja í tækifæri sem feli í sér ævintýri; þar sem reynt er á þolmörk líkamans og komist er í snertingu við náttúruna. Hún bendir á þeir sem harka af sér í gegnum krefjandi og óþægilegar aðstæður uppskeri þroska. „Það er þannig sem við höfum lifað af sem manneskjur, í milljónir ára. Þannig þróumst við og þenjum hugi okkar og hjörtu. Það er það sem ég sækist eftir.“ Með ferðalaginu fetar Yasmine í fótspor annarra sádi-arabískra kvenna sem hafa lagt upp í krefjandi ævintýri. Árið 2018 kleif Mona Shabab Mount Everest og safnaði um leið fé til styrtkar bágstöddum börnum í Egyptalandi. Árið 2016 fór Mariam Saleh Binladen þvert yfir Ermasundið. „Það er eins og það sé ekkert sem stoppi Saudi konur í dag. Allt frá stjórnmálum og viðskiptum yfir í þjónustugeirann, konurnar eru alls staðar í framlínunni og ég held að það hafi aldrei verið betri tími fyrir Arabakonur til að láta ljós sitt skína.“ Hún vonast til að ferðalagið hennar muni veita öðrum innblástur til að elta drauma sína. „Ég er spennt að sjá hvað bíður mín þarna úti. Ég veit að mér er ætlað að læra eitthvað og þroskast á vissan hátt og ég mun komast að því eftir þessa ferð.“
Hjólreiðar Ferðamennska á Íslandi Sádi-Arabía Íslandsvinir Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Fleiri fréttir Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og bíður eftir fundi Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Sjá meira