Óheppilegt að fyrrverandi og núverandi ríkisendurskoðandi deili um Lindarhvolsmálið opinberlega Helena Rós Sturludóttir skrifar 15. júlí 2023 12:01 Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, segist þurfa svör við spurningum um Lindarhvolsmálið. Vísir/Ívar Fannar Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis segir umfjöllun um Lindarhvolsmálið ekki lokið af hálfu nefndarinnar og að báðar skýrslur málsins liggi á borðinu. Hún telur óheppilegt að fyrrverandi og núverandi ríkisendurskoðandi deili um málið opinberlega. Settur ríkisendurskoðandi, Sigurður Þórðarson, vegna Lindarhvols sagði í kvöldfréttum okkar í gær að dómstólar þyrftu að skera út um Lindarhvolsmálið. Alþingi virtist ekki geta leyst málið og komist að niðurstöðu. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, segir hins vegar málinu ekki lokið innan þingsins. „Skýrslan Ríkisendurskoðunar frá 2020 um Lindarhvol er enn á borði stjórnskipunar og eftirlitsnefndar og hefur ekki verið afgreidd þaðan. Hitt er að Alþingi vísar málum ekki til dómstóla það gerir þrígreining ríkisvaldsins og er ekki á okkar borði. Málinu eða umfjöllun um þetta mál er ekki lokið af hálfu nefndarinnar,“ segir Þórunn sem á von á því að nefndin geti fjallað um málið áfram. „Eins og allir vita þá hefur leyndarhyggjan í kringum greinargerðina sem ekki var birt í fimm ár eða svo náttúrulega stýrt miklu í umfjöllun um þetta mál. Nú hefur hún verið birt af fulltrúa í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og liggur á borðinu og þá er kannski hægt að taka efnislega umfjöllun um þetta mál. Eða allavega gera tilraun til þess að ræða málið aftur,“ segir hún. Greinargerð Sigurðar Þórðarsonar, setts ríkisendurskoðanda vegna Lindarhvols, hafi legið á borði þingnefndarinnar allan tímann. „En verið bundin trúnaði og margir fulltrúar í nefndinni hafa kosið að kynna sér hana ekki vegna þess að hún var bundin trúnaði en birtingin breytir að einhverju leyti vænti ég afstöðu þeirra til málsins,“ segir Þórunn og bætir við að málið þurfi að skoða frá öllum hliðum. „Það er að mínu dómi mjög óheppilegt fyrrverandi og núverandi ríkisendurskoðandi séu að deila um þessi mál opinberlega í fjölmiðlum. Skýrslan er á borði nefndarinnar og við verðum að taka afstöðu til framhaldsins.“ Aðspurð hvenær hún væntir þess að nefndin klári umfjöllun um málið segir Þórunn ekki strax en að hún eigi von á að nefndin hefji störf eftir verslunarmannahelgi. Þá hafi hún lesið bæði skýrslu Ríkisendurskoðunar frá 2020 auk greinargerðar Sigurðar. „Ég hef ekki myndað mér endanlega skoðun á þessu fyrirkomulagi en ég er hins vegar búin að mynda mér spurningar sem ég þarf að fá svör við,“ segir Þórunn. Starfsemi Lindarhvols Stjórnsýsla Alþingi Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir „Stórglæsileg niðurstaða fyrir ríkissjóð“ Fjármálaráðherra segir uppgjör Lindarhvols stórglæsilega niðurstöðu fyrir ríkissjóð. Píratar hafi ekki sett gott fordæmi fyrir þingið með birtingu greinargerðarinnar. Þingflokksformaður Miðflokksins segir svör ráðherra óboðleg. 7. júlí 2023 20:02 Lindarhvolsskýrslan komin á borð héraðssaksóknara Ríkissaksóknari hefur sent bréf Sigurðar Þórðarsonar, fyrrverandi setts ríkisendurskoðanda, ásamt fylgigögnum á borð við skýrslu hans frá 2018, til embættis héraðssaksóknara til viðeigandi meðferðar. Þetta kemur fram í skriflegu svari Sigríðar J. Friðjónsdóttur ríkissaksóknara við fyrirspurn fréttastofu. 10. júlí 2023 16:26 Mál málanna á mannamáli Lindarhvoll og leyndarhyggjan í kringum greinargerð setts ríkisendurskoðanda um starfsemi félagins hafa verið milli tannanna á fólki undanfarið. En hvað er Lindarhvoll og hvers vegna vildi forseti Alþingis alls ekki að greinargerðin yrði birt? 7. júlí 2023 13:09 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Sjá meira
Settur ríkisendurskoðandi, Sigurður Þórðarson, vegna Lindarhvols sagði í kvöldfréttum okkar í gær að dómstólar þyrftu að skera út um Lindarhvolsmálið. Alþingi virtist ekki geta leyst málið og komist að niðurstöðu. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, segir hins vegar málinu ekki lokið innan þingsins. „Skýrslan Ríkisendurskoðunar frá 2020 um Lindarhvol er enn á borði stjórnskipunar og eftirlitsnefndar og hefur ekki verið afgreidd þaðan. Hitt er að Alþingi vísar málum ekki til dómstóla það gerir þrígreining ríkisvaldsins og er ekki á okkar borði. Málinu eða umfjöllun um þetta mál er ekki lokið af hálfu nefndarinnar,“ segir Þórunn sem á von á því að nefndin geti fjallað um málið áfram. „Eins og allir vita þá hefur leyndarhyggjan í kringum greinargerðina sem ekki var birt í fimm ár eða svo náttúrulega stýrt miklu í umfjöllun um þetta mál. Nú hefur hún verið birt af fulltrúa í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og liggur á borðinu og þá er kannski hægt að taka efnislega umfjöllun um þetta mál. Eða allavega gera tilraun til þess að ræða málið aftur,“ segir hún. Greinargerð Sigurðar Þórðarsonar, setts ríkisendurskoðanda vegna Lindarhvols, hafi legið á borði þingnefndarinnar allan tímann. „En verið bundin trúnaði og margir fulltrúar í nefndinni hafa kosið að kynna sér hana ekki vegna þess að hún var bundin trúnaði en birtingin breytir að einhverju leyti vænti ég afstöðu þeirra til málsins,“ segir Þórunn og bætir við að málið þurfi að skoða frá öllum hliðum. „Það er að mínu dómi mjög óheppilegt fyrrverandi og núverandi ríkisendurskoðandi séu að deila um þessi mál opinberlega í fjölmiðlum. Skýrslan er á borði nefndarinnar og við verðum að taka afstöðu til framhaldsins.“ Aðspurð hvenær hún væntir þess að nefndin klári umfjöllun um málið segir Þórunn ekki strax en að hún eigi von á að nefndin hefji störf eftir verslunarmannahelgi. Þá hafi hún lesið bæði skýrslu Ríkisendurskoðunar frá 2020 auk greinargerðar Sigurðar. „Ég hef ekki myndað mér endanlega skoðun á þessu fyrirkomulagi en ég er hins vegar búin að mynda mér spurningar sem ég þarf að fá svör við,“ segir Þórunn.
Starfsemi Lindarhvols Stjórnsýsla Alþingi Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir „Stórglæsileg niðurstaða fyrir ríkissjóð“ Fjármálaráðherra segir uppgjör Lindarhvols stórglæsilega niðurstöðu fyrir ríkissjóð. Píratar hafi ekki sett gott fordæmi fyrir þingið með birtingu greinargerðarinnar. Þingflokksformaður Miðflokksins segir svör ráðherra óboðleg. 7. júlí 2023 20:02 Lindarhvolsskýrslan komin á borð héraðssaksóknara Ríkissaksóknari hefur sent bréf Sigurðar Þórðarsonar, fyrrverandi setts ríkisendurskoðanda, ásamt fylgigögnum á borð við skýrslu hans frá 2018, til embættis héraðssaksóknara til viðeigandi meðferðar. Þetta kemur fram í skriflegu svari Sigríðar J. Friðjónsdóttur ríkissaksóknara við fyrirspurn fréttastofu. 10. júlí 2023 16:26 Mál málanna á mannamáli Lindarhvoll og leyndarhyggjan í kringum greinargerð setts ríkisendurskoðanda um starfsemi félagins hafa verið milli tannanna á fólki undanfarið. En hvað er Lindarhvoll og hvers vegna vildi forseti Alþingis alls ekki að greinargerðin yrði birt? 7. júlí 2023 13:09 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Sjá meira
„Stórglæsileg niðurstaða fyrir ríkissjóð“ Fjármálaráðherra segir uppgjör Lindarhvols stórglæsilega niðurstöðu fyrir ríkissjóð. Píratar hafi ekki sett gott fordæmi fyrir þingið með birtingu greinargerðarinnar. Þingflokksformaður Miðflokksins segir svör ráðherra óboðleg. 7. júlí 2023 20:02
Lindarhvolsskýrslan komin á borð héraðssaksóknara Ríkissaksóknari hefur sent bréf Sigurðar Þórðarsonar, fyrrverandi setts ríkisendurskoðanda, ásamt fylgigögnum á borð við skýrslu hans frá 2018, til embættis héraðssaksóknara til viðeigandi meðferðar. Þetta kemur fram í skriflegu svari Sigríðar J. Friðjónsdóttur ríkissaksóknara við fyrirspurn fréttastofu. 10. júlí 2023 16:26
Mál málanna á mannamáli Lindarhvoll og leyndarhyggjan í kringum greinargerð setts ríkisendurskoðanda um starfsemi félagins hafa verið milli tannanna á fólki undanfarið. En hvað er Lindarhvoll og hvers vegna vildi forseti Alþingis alls ekki að greinargerðin yrði birt? 7. júlí 2023 13:09