Varar fólk við að vera of nærri virkum gígum Lovísa Arnardóttir skrifar 19. júlí 2023 11:57 Þorvaldur er prófessor í eldfjallafræði og bergfræði. Hann segir að ekki megi gleyma því hversu hættulegt það geti verið að vera í kringum virkt eldgos. Vísir/Vilhelm Breytingar urðu við eldgosið í gær þegar hraunbarmur gígsins brast. Þorvaldur Þórðarson, jarðfræðingur, segir það hafa verið mikið sjónarspil þegar gígbarmurinn brast en að það megi ekki gleyma því að um hættusvæði sé að ræða. Hraunbarmum gígsins brast í nótt. Þorvaldur segir að hann hafi brostið vegna þess að þyngsli kvikunnar hafi verið orðin of mikil og að veggir gígsins hafi ekki getað haldið henni lengur. „Upp úr hálf ellefu fór að hækka í gígnum í gær,“ segir Þorvaldur og að hraunframleiðslan hafi í raun ekki breyst, heldur hraunflæðið. „Það safnaðist þá saman meira magn af kviku inn í gígskálinni sjálfri og þetta endaði svo með því að hann fylltist alveg upp að rima. Hann var stútfullur af kviku og það hefur leitt til þess að þyngdin á þessum massa sem kvikan er fór að ýta norðurhluta gígrimans út. Hægt og rólega, og það er þessi órói sem hófst í gærkvöldi,“ segir Þorvaldur og að þyngslin hafi orðið svo mikil að veggir gígrimans hafi brostið að enda og hraunið lekið út og nærri tæmt gíginn. Veggirnir ekki nægilega sterkir Spurður hvort þetta sé eðlileg hegðun eldgosa segir Þorvaldur að það megi ekki gleyma því að gígrimar séu óstöðug fyrirbæri og að ekki sé óalgengt að sjá hluta gígrima falla saman eða ýtast út, eða jafnvel falla ofan í gíginn og færast til. „Þetta er mjög algengt og ekkert óvenjulegt við þetta. Þessar breytingar eru einfaldlega því það var of mikil kvika í gígskálinni og veggirnir voru ekki nægilega sterkir til að halda þessum vökva inn í.“ Þorvaldur segir þetta ferli hafa verið mikið sjónarspil en að það megi ekki gleyma því að svæðið sé hættulegt og óstöðugt. „Fólk var ansi nærri gígnum í gærkvöldi. Beint undir þeim hluta sem skreið fram og ef það hefði verið þar á þeim tíma sem þetta gerðist þá hefði ekki verið spurt að leikslokum. Þetta er góð vísbending um að fólk eigi ekki að vera nærri virkum gígum. Þeir geta brostið hvenær sem er og ef fólk lendir í því að fá svona gusu yfir sig þá hleypurðu ekki undan henni, hún fer það hratt. Það hleypur enginn frá þessu,“ segir Þorvaldur. Hann segir að ekki sé hægt að sjá þessa atburði fyrir, þeir gerist það hratt og að það geti verið stórhættulegt að vera of nærri. Þá bendir hann á að mengun sé töluverð við gosið, bæði úr gígnum og frá gróðureldum sem enn geisa við svæðið. Mælingar þeirra hafi sýnt mikið magn rykkorna í lofti. Erlendur ferðamaður hné niður á gönguleið að gosstöðvum í gær og lést í kjölfarið á sjúkrahúsi. Þá varð tólf ára stúlka örmagna og kona viðskila við gönguhóp sinn. Lögreglan á Suðurnesjum ítrekaði í tilkynningu í morgun að aðstæður séu erfiðar við gosstöðvar og að fólk eigi að huga vel að því að kynna sér aðstæður á vefsíðunni safetravel.is áður en það leggur af stað í göngu upp að gosi. Gossvæðið lokar klukkan fimm í dag vegna lélegs skyggnis. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Umhugað um málefni barna í borginni en framboð ekki á stefnuskránni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ Sjá meira
Hraunbarmum gígsins brast í nótt. Þorvaldur segir að hann hafi brostið vegna þess að þyngsli kvikunnar hafi verið orðin of mikil og að veggir gígsins hafi ekki getað haldið henni lengur. „Upp úr hálf ellefu fór að hækka í gígnum í gær,“ segir Þorvaldur og að hraunframleiðslan hafi í raun ekki breyst, heldur hraunflæðið. „Það safnaðist þá saman meira magn af kviku inn í gígskálinni sjálfri og þetta endaði svo með því að hann fylltist alveg upp að rima. Hann var stútfullur af kviku og það hefur leitt til þess að þyngdin á þessum massa sem kvikan er fór að ýta norðurhluta gígrimans út. Hægt og rólega, og það er þessi órói sem hófst í gærkvöldi,“ segir Þorvaldur og að þyngslin hafi orðið svo mikil að veggir gígrimans hafi brostið að enda og hraunið lekið út og nærri tæmt gíginn. Veggirnir ekki nægilega sterkir Spurður hvort þetta sé eðlileg hegðun eldgosa segir Þorvaldur að það megi ekki gleyma því að gígrimar séu óstöðug fyrirbæri og að ekki sé óalgengt að sjá hluta gígrima falla saman eða ýtast út, eða jafnvel falla ofan í gíginn og færast til. „Þetta er mjög algengt og ekkert óvenjulegt við þetta. Þessar breytingar eru einfaldlega því það var of mikil kvika í gígskálinni og veggirnir voru ekki nægilega sterkir til að halda þessum vökva inn í.“ Þorvaldur segir þetta ferli hafa verið mikið sjónarspil en að það megi ekki gleyma því að svæðið sé hættulegt og óstöðugt. „Fólk var ansi nærri gígnum í gærkvöldi. Beint undir þeim hluta sem skreið fram og ef það hefði verið þar á þeim tíma sem þetta gerðist þá hefði ekki verið spurt að leikslokum. Þetta er góð vísbending um að fólk eigi ekki að vera nærri virkum gígum. Þeir geta brostið hvenær sem er og ef fólk lendir í því að fá svona gusu yfir sig þá hleypurðu ekki undan henni, hún fer það hratt. Það hleypur enginn frá þessu,“ segir Þorvaldur. Hann segir að ekki sé hægt að sjá þessa atburði fyrir, þeir gerist það hratt og að það geti verið stórhættulegt að vera of nærri. Þá bendir hann á að mengun sé töluverð við gosið, bæði úr gígnum og frá gróðureldum sem enn geisa við svæðið. Mælingar þeirra hafi sýnt mikið magn rykkorna í lofti. Erlendur ferðamaður hné niður á gönguleið að gosstöðvum í gær og lést í kjölfarið á sjúkrahúsi. Þá varð tólf ára stúlka örmagna og kona viðskila við gönguhóp sinn. Lögreglan á Suðurnesjum ítrekaði í tilkynningu í morgun að aðstæður séu erfiðar við gosstöðvar og að fólk eigi að huga vel að því að kynna sér aðstæður á vefsíðunni safetravel.is áður en það leggur af stað í göngu upp að gosi. Gossvæðið lokar klukkan fimm í dag vegna lélegs skyggnis.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Umhugað um málefni barna í borginni en framboð ekki á stefnuskránni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ Sjá meira