Lítið vantar upp á að hraun nái yfir vatnaskil til Faxaflóa Kristján Már Unnarsson skrifar 20. júlí 2023 10:40 Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur á gosstöðvunum í gær. Arnar Halldórsson Lítið virðist vanta upp á að hraun frá gosstöðvunum við Litla-Hrút geti farið að renna yfir vatnaskil til norðurs í átt að Faxaflóa og Reykjanesbraut, miðað við myndir sem teknar voru í gær af eldgígnum og hrauntjörninni norðan hans. „Nei, það vantar ekkert mikið upp á. En hraunið þarf náttúrlega að hækka sig svolítið,“ sagði Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur í viðtali við Stöð 2 á gosstöðvunum. „Miðað við þetta hraunflæði, sem er núna í kringum 10-15 rúmmetrar á sekúndu, þá myndi það nú taka svona tvær þrjár vikur áður en það nær yfir vatnaskil.“ Á vef Vísindavefsins er fjallað um vatnaskil. Þar segir: Efst eftir fjallshrygg milli tveggja dala mætti draga markalínu þannig að öðrum megin hennar rynni vatn niður í annan dalinn en hinum megin niður í hinn. Það heita vatnaskil. Horft til norðurs í gær yfir gíginn og hrauntjörnina. Fjær sér yfir til Faxaflóa.Arnar Halldórsson Ármann segir litlar líkur að hraunið geti náð Grindavíkurvegi frá þessum eldgíg. „Ef það kemst yfir vatnaskilin hér þá fer það væntanlega í átt að Afstapahrauni og kemur þar niður á Reykjanesbraut.“ Mestar líkur, að mati Ármanns, eru þó á að hraunið streymi áfram suður. „Staðan hefur ekki breyst; að mestar líkur eru á því að hraunið renni til suðurs. Og ef gosið stendur nógu lengi þá mun náttúrlega Suðurstrandarvegurinn gefa sig,“ sagði eldfjallafræðingurinn. Hér má sjá þetta myndrænt: Sjá einnig hér: Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir „Ef gosið stendur nógu lengi þá mun Suðurstrandarvegurinn gefa sig“ Lífsháski skapaðist á gosstöðvunum við Litla-Hrút í nótt þegar gígbarmurinn hrundi skyndilega og glóandi hraunið flæddi niður á miklum hraða. Nokkru áður höfðu ferðamenn, sem stóðu við gíginn, verið reknir burt frá staðnum. Kristján Már Unnarsson var á vettvangi í dag. 19. júlí 2023 21:42 Vogamenn búa sig undir eldgos í sínu sveitarfélagi Ráðamenn Voga á Vatnsleysuströnd eru viðbúnir því að eldgos gæti brotist upp í þeirra sveitarfélagi. Miðað við mat jarðvísindamanna á kvikuganginum, sem veldur jarðskjálftunum á Reykjanesi, gæti hann náð yfirborði þar sem landi hallar í átt að Faxaflóa. 7. júlí 2023 10:10 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Fleiri fréttir Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Sjá meira
„Nei, það vantar ekkert mikið upp á. En hraunið þarf náttúrlega að hækka sig svolítið,“ sagði Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur í viðtali við Stöð 2 á gosstöðvunum. „Miðað við þetta hraunflæði, sem er núna í kringum 10-15 rúmmetrar á sekúndu, þá myndi það nú taka svona tvær þrjár vikur áður en það nær yfir vatnaskil.“ Á vef Vísindavefsins er fjallað um vatnaskil. Þar segir: Efst eftir fjallshrygg milli tveggja dala mætti draga markalínu þannig að öðrum megin hennar rynni vatn niður í annan dalinn en hinum megin niður í hinn. Það heita vatnaskil. Horft til norðurs í gær yfir gíginn og hrauntjörnina. Fjær sér yfir til Faxaflóa.Arnar Halldórsson Ármann segir litlar líkur að hraunið geti náð Grindavíkurvegi frá þessum eldgíg. „Ef það kemst yfir vatnaskilin hér þá fer það væntanlega í átt að Afstapahrauni og kemur þar niður á Reykjanesbraut.“ Mestar líkur, að mati Ármanns, eru þó á að hraunið streymi áfram suður. „Staðan hefur ekki breyst; að mestar líkur eru á því að hraunið renni til suðurs. Og ef gosið stendur nógu lengi þá mun náttúrlega Suðurstrandarvegurinn gefa sig,“ sagði eldfjallafræðingurinn. Hér má sjá þetta myndrænt: Sjá einnig hér:
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir „Ef gosið stendur nógu lengi þá mun Suðurstrandarvegurinn gefa sig“ Lífsháski skapaðist á gosstöðvunum við Litla-Hrút í nótt þegar gígbarmurinn hrundi skyndilega og glóandi hraunið flæddi niður á miklum hraða. Nokkru áður höfðu ferðamenn, sem stóðu við gíginn, verið reknir burt frá staðnum. Kristján Már Unnarsson var á vettvangi í dag. 19. júlí 2023 21:42 Vogamenn búa sig undir eldgos í sínu sveitarfélagi Ráðamenn Voga á Vatnsleysuströnd eru viðbúnir því að eldgos gæti brotist upp í þeirra sveitarfélagi. Miðað við mat jarðvísindamanna á kvikuganginum, sem veldur jarðskjálftunum á Reykjanesi, gæti hann náð yfirborði þar sem landi hallar í átt að Faxaflóa. 7. júlí 2023 10:10 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Fleiri fréttir Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Sjá meira
„Ef gosið stendur nógu lengi þá mun Suðurstrandarvegurinn gefa sig“ Lífsháski skapaðist á gosstöðvunum við Litla-Hrút í nótt þegar gígbarmurinn hrundi skyndilega og glóandi hraunið flæddi niður á miklum hraða. Nokkru áður höfðu ferðamenn, sem stóðu við gíginn, verið reknir burt frá staðnum. Kristján Már Unnarsson var á vettvangi í dag. 19. júlí 2023 21:42
Vogamenn búa sig undir eldgos í sínu sveitarfélagi Ráðamenn Voga á Vatnsleysuströnd eru viðbúnir því að eldgos gæti brotist upp í þeirra sveitarfélagi. Miðað við mat jarðvísindamanna á kvikuganginum, sem veldur jarðskjálftunum á Reykjanesi, gæti hann náð yfirborði þar sem landi hallar í átt að Faxaflóa. 7. júlí 2023 10:10