Eldgosin verða kröftugri og hraun mun fara til byggða Kristján Már Unnarsson skrifar 20. júlí 2023 21:17 Ármann Höskuldsson er eldfjallafræðingur og rannsóknaprófessor við Háskóla Íslands. Arnar Halldórsson Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir að búast megi við sífellt kröftugri eldgosum í þeirri hrinu Reykjaneselda sem nú sé hafin. Eldgos verði nær þéttbýli og með hraunrennsli til byggða. Tíu dagar eru frá því eldgosið hófst við Litla-Hrút, það þriðja í röðinni á sömu gossprungu á þremur árum. „Þetta er öflugra gos, búið að vera kröftugt frá byrjun,“ segir Ármann í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Eldgosið í gærkvöldi. Horft til Keilis. Fjær er Reykjavíkursvæðið, langfjölmennasta byggð Íslands.Björn Steinbekk Það að þetta gos sé kröfugra en þau fyrri telur eldfjallafræðingurinn ákveðinn forboða. „Framleiðslan er farin af stað og nesið er orðið lekt. Og þá megum við búast við að gosin verði svona stærri og stærri. Sem sagt; næsta gos, ef það verður aftur hér, þá verður það stærra en þetta gos og þar fram efir götunum,“ segir Ármann. Eldgosið við Litla-Hrút þurfi þó ekki að verða langvinnt. „Miðað við hin tvö gosin þá ætti þetta bara að verða styttra. Það er meiri framleiðsla hér. Sem sagt; það kemur meira af kviku upp, sem myndi þýða það að geymirinn, sem er hér undir, hann tæmist fyrr.“ Mikil hrauntjörn myndaðist norðan gígsins í gær. Til hægri er fjallið Litli-Hrútur.Arnar Halldórsson Menn þurfi samt að vera viðbúnir stærri eldgosum og því sé mikilvægt að safna sem mestum gögnum um hvert þeirra. „En þau verða kröftugri og kröftugri. Þetta er náttúrlega í fyrsta skipti sem við erum að sjá svona Reykjaneshrinu með nútímatækni. Þannig að það má eiginlega segja að hvert gosið á fætur öðru kemur með sömu einkenni en samt eitthvað frábrugðið,“ segir Ármann. Horft til norðurs. Þar tekur við Vatnsleysuströnd.Arnar Halldórsson Ekki þarf annað en að virða fyrir sér tiltölulega nýleg hraun nálægt þéttbýli til að átta sig á því að byggð stafar sannarlega ógn af eldgosahrinu á Reykjanesskaga. „Því að við vitum það náttúrlega, því að þetta er byrjað, að það kemur að því að þetta kemur upp á þeim stöðum sem hraunið fer til byggða. Og þá þurfum við bara að geta brugðist við,“ segir Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Reykjanesbær Vogar Hafnarfjörður Garðabær Almannavarnir Tengdar fréttir Lítið vantar upp á að hraun nái yfir vatnaskil til Faxaflóa Lítið virðist vanta upp á að hraun frá gosstöðvunum við Litla-Hrút geti farið að renna yfir vatnaskil til norðurs í átt að Faxaflóa og Reykjanesbraut, miðað við myndir sem teknar voru í gær af eldgígnum og hrauntjörninni norðan hans. 20. júlí 2023 10:40 „Ef gosið stendur nógu lengi þá mun Suðurstrandarvegurinn gefa sig“ Lífsháski skapaðist á gosstöðvunum við Litla-Hrút í nótt þegar gígbarmurinn hrundi skyndilega og glóandi hraunið flæddi niður á miklum hraða. Nokkru áður höfðu ferðamenn, sem stóðu við gíginn, verið reknir burt frá staðnum. Kristján Már Unnarsson var á vettvangi í dag. 19. júlí 2023 21:42 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Tíu dagar eru frá því eldgosið hófst við Litla-Hrút, það þriðja í röðinni á sömu gossprungu á þremur árum. „Þetta er öflugra gos, búið að vera kröftugt frá byrjun,“ segir Ármann í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Eldgosið í gærkvöldi. Horft til Keilis. Fjær er Reykjavíkursvæðið, langfjölmennasta byggð Íslands.Björn Steinbekk Það að þetta gos sé kröfugra en þau fyrri telur eldfjallafræðingurinn ákveðinn forboða. „Framleiðslan er farin af stað og nesið er orðið lekt. Og þá megum við búast við að gosin verði svona stærri og stærri. Sem sagt; næsta gos, ef það verður aftur hér, þá verður það stærra en þetta gos og þar fram efir götunum,“ segir Ármann. Eldgosið við Litla-Hrút þurfi þó ekki að verða langvinnt. „Miðað við hin tvö gosin þá ætti þetta bara að verða styttra. Það er meiri framleiðsla hér. Sem sagt; það kemur meira af kviku upp, sem myndi þýða það að geymirinn, sem er hér undir, hann tæmist fyrr.“ Mikil hrauntjörn myndaðist norðan gígsins í gær. Til hægri er fjallið Litli-Hrútur.Arnar Halldórsson Menn þurfi samt að vera viðbúnir stærri eldgosum og því sé mikilvægt að safna sem mestum gögnum um hvert þeirra. „En þau verða kröftugri og kröftugri. Þetta er náttúrlega í fyrsta skipti sem við erum að sjá svona Reykjaneshrinu með nútímatækni. Þannig að það má eiginlega segja að hvert gosið á fætur öðru kemur með sömu einkenni en samt eitthvað frábrugðið,“ segir Ármann. Horft til norðurs. Þar tekur við Vatnsleysuströnd.Arnar Halldórsson Ekki þarf annað en að virða fyrir sér tiltölulega nýleg hraun nálægt þéttbýli til að átta sig á því að byggð stafar sannarlega ógn af eldgosahrinu á Reykjanesskaga. „Því að við vitum það náttúrlega, því að þetta er byrjað, að það kemur að því að þetta kemur upp á þeim stöðum sem hraunið fer til byggða. Og þá þurfum við bara að geta brugðist við,“ segir Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Reykjanesbær Vogar Hafnarfjörður Garðabær Almannavarnir Tengdar fréttir Lítið vantar upp á að hraun nái yfir vatnaskil til Faxaflóa Lítið virðist vanta upp á að hraun frá gosstöðvunum við Litla-Hrút geti farið að renna yfir vatnaskil til norðurs í átt að Faxaflóa og Reykjanesbraut, miðað við myndir sem teknar voru í gær af eldgígnum og hrauntjörninni norðan hans. 20. júlí 2023 10:40 „Ef gosið stendur nógu lengi þá mun Suðurstrandarvegurinn gefa sig“ Lífsháski skapaðist á gosstöðvunum við Litla-Hrút í nótt þegar gígbarmurinn hrundi skyndilega og glóandi hraunið flæddi niður á miklum hraða. Nokkru áður höfðu ferðamenn, sem stóðu við gíginn, verið reknir burt frá staðnum. Kristján Már Unnarsson var á vettvangi í dag. 19. júlí 2023 21:42 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Lítið vantar upp á að hraun nái yfir vatnaskil til Faxaflóa Lítið virðist vanta upp á að hraun frá gosstöðvunum við Litla-Hrút geti farið að renna yfir vatnaskil til norðurs í átt að Faxaflóa og Reykjanesbraut, miðað við myndir sem teknar voru í gær af eldgígnum og hrauntjörninni norðan hans. 20. júlí 2023 10:40
„Ef gosið stendur nógu lengi þá mun Suðurstrandarvegurinn gefa sig“ Lífsháski skapaðist á gosstöðvunum við Litla-Hrút í nótt þegar gígbarmurinn hrundi skyndilega og glóandi hraunið flæddi niður á miklum hraða. Nokkru áður höfðu ferðamenn, sem stóðu við gíginn, verið reknir burt frá staðnum. Kristján Már Unnarsson var á vettvangi í dag. 19. júlí 2023 21:42