Birna með 56,6 milljónir króna í starfslokasamning Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. júlí 2023 18:12 Birna Einarsdóttir, fyrrverandi bankastjóri Íslandsbanka. VÍSIR/VILHELM Ráðningarsamningur Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, kvað á um tólf mánaða uppsagnarfrest og er gjaldfærsla vegna launa og hlunninda 56,6 milljónir króna. Þetta kemur fram í svörum stjórnar bankans til hluthafa vegna fyrirhugaðs hluthafafundar sem fer fram þann 28. júlí næstkomandi. Í svörunum sem birt eru á vef bankans segir að samningur sem gerður var við Birnu um starfslok sé í fullu samræmi við ráðningarsamning hennar. Hann rúmist innan starfskjarastefnu bankans sem samþykkt var á síðasta aðalfundi og gildandi lög um fjármálafyrirtæki. Háværar kröfur voru um að starfslokasamningur Birnu yrði birtur strax og hún sagði upp störfum, í upphafi júlímánaðar. Við tilefnið sagði stjórnarformaður bankans að stjórnin hefði ekki tekið afstöðu til málsins en Birna sagði upp störfum sem bankastjóri þann 28. júní síðastliðinn. „Ráðningarsamningurinn kvað á um tólf mánaða uppsagnarfrest og er gjaldfærsla vegna launa og hlunninda 56,6 milljónir króna. Fara þær greiðslur fram mánaðarlega yfir tólf mánaða tímabil í formi launagreiðslna,“ segir í svörum stjórnar bankans. Til samanburðar fékk Höskuldur Ólafsson, þáverandi bankastjóri Arion banka 150 milljónir króna þegar hann sagði upp störfum í apríl árið 2019. Í svörum stjórnar Íslandsbanka til hluthafa er jafnframt tekið fram að Birna haldi auk þess réttindum varðandi orlof og lífeyrissjóðsgreiðslur á tólf mánaða tímabili. Önnur ákvæði eru jafnframt stöðluð og í samræmi við ráðningarsamning og viðeigandi kjarasamninga, að því er segir á vef bankans. Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Íslenskir bankar Kjaramál Tengdar fréttir Birna lætur af störfum hjá Íslandsbanka Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, hefur ákveðið að stíga til hliðar „með hagsmuni bankans að leiðarljósi“. Segist hún gera það til að „ró geti myndast vegna sáttar Íslandsbanka við fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands“. 28. júní 2023 06:07 Fékk 11 milljónir aukalega vegna undirbúnings sölunnar Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, fékk 10,9 milljónir greiddar aukalega árið 2021 vegna yfirvinnu í tengslum við undirbúning hlutafjárútboðs og skráningar bankans á markað. 27. júní 2023 18:10 Stjórn hefur ekki tekið afstöðu til birtingar starfslokasamnings Nefndarmenn fjárlaganefndar Alþingis krefjast þess að starfslokasamningur Birnu Einarsdóttur, fyrrverandi bankastjóra Íslandsbanka, verði birtur strax. Stjórnarformaður bankans segir stjórn bankans ekki hafa tekið afstöðu til málsins. 2. júlí 2023 12:27 Mest lesið Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Sjá meira
Í svörunum sem birt eru á vef bankans segir að samningur sem gerður var við Birnu um starfslok sé í fullu samræmi við ráðningarsamning hennar. Hann rúmist innan starfskjarastefnu bankans sem samþykkt var á síðasta aðalfundi og gildandi lög um fjármálafyrirtæki. Háværar kröfur voru um að starfslokasamningur Birnu yrði birtur strax og hún sagði upp störfum, í upphafi júlímánaðar. Við tilefnið sagði stjórnarformaður bankans að stjórnin hefði ekki tekið afstöðu til málsins en Birna sagði upp störfum sem bankastjóri þann 28. júní síðastliðinn. „Ráðningarsamningurinn kvað á um tólf mánaða uppsagnarfrest og er gjaldfærsla vegna launa og hlunninda 56,6 milljónir króna. Fara þær greiðslur fram mánaðarlega yfir tólf mánaða tímabil í formi launagreiðslna,“ segir í svörum stjórnar bankans. Til samanburðar fékk Höskuldur Ólafsson, þáverandi bankastjóri Arion banka 150 milljónir króna þegar hann sagði upp störfum í apríl árið 2019. Í svörum stjórnar Íslandsbanka til hluthafa er jafnframt tekið fram að Birna haldi auk þess réttindum varðandi orlof og lífeyrissjóðsgreiðslur á tólf mánaða tímabili. Önnur ákvæði eru jafnframt stöðluð og í samræmi við ráðningarsamning og viðeigandi kjarasamninga, að því er segir á vef bankans.
Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Íslenskir bankar Kjaramál Tengdar fréttir Birna lætur af störfum hjá Íslandsbanka Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, hefur ákveðið að stíga til hliðar „með hagsmuni bankans að leiðarljósi“. Segist hún gera það til að „ró geti myndast vegna sáttar Íslandsbanka við fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands“. 28. júní 2023 06:07 Fékk 11 milljónir aukalega vegna undirbúnings sölunnar Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, fékk 10,9 milljónir greiddar aukalega árið 2021 vegna yfirvinnu í tengslum við undirbúning hlutafjárútboðs og skráningar bankans á markað. 27. júní 2023 18:10 Stjórn hefur ekki tekið afstöðu til birtingar starfslokasamnings Nefndarmenn fjárlaganefndar Alþingis krefjast þess að starfslokasamningur Birnu Einarsdóttur, fyrrverandi bankastjóra Íslandsbanka, verði birtur strax. Stjórnarformaður bankans segir stjórn bankans ekki hafa tekið afstöðu til málsins. 2. júlí 2023 12:27 Mest lesið Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Sjá meira
Birna lætur af störfum hjá Íslandsbanka Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, hefur ákveðið að stíga til hliðar „með hagsmuni bankans að leiðarljósi“. Segist hún gera það til að „ró geti myndast vegna sáttar Íslandsbanka við fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands“. 28. júní 2023 06:07
Fékk 11 milljónir aukalega vegna undirbúnings sölunnar Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, fékk 10,9 milljónir greiddar aukalega árið 2021 vegna yfirvinnu í tengslum við undirbúning hlutafjárútboðs og skráningar bankans á markað. 27. júní 2023 18:10
Stjórn hefur ekki tekið afstöðu til birtingar starfslokasamnings Nefndarmenn fjárlaganefndar Alþingis krefjast þess að starfslokasamningur Birnu Einarsdóttur, fyrrverandi bankastjóra Íslandsbanka, verði birtur strax. Stjórnarformaður bankans segir stjórn bankans ekki hafa tekið afstöðu til málsins. 2. júlí 2023 12:27