Ásmundur Einar tjáir sig um Lambeyrardeiluna: Segist aldrei hafa verið ákærður eða yfirheyrður Kristinn Haukur Guðnason skrifar 22. júlí 2023 15:37 Ásmundur hefur loksins rofið þögnina. Vísir/Vilhelm Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur rofið þögnina varðandi Lambeyrardeiluna og hlaðvarpið Lömbin þagna ekki. Hann segir deiluna sér óviðkomandi. „Þær sorglegu fjölskyldudeilur sem verið hafa í opinberri umræðu á síðustu dögum vegna erfðadeilu innan systkinahóps föður míns eftir fráfall afa míns árið 2007 eru mér með öllu óviðkomandi og hafa verið um langt árabil,“ segir Ásmundur Einar í yfirlýsingu til fjölmiðla. Hann hefur ekki svarað spurningum um málið eða veitt viðtöl. En frænkur hans þrjár hafa stigið fram í hlaðvarpi og sakað Ásmund Einar, Daða föður hans og Valdimar föðurbróður um skemmdarverk og innbrot á bænum Lambeyrum í Dalasýslu. Tók upphaflega einarða afstöðu með föður sínum „Ég tók í upphafi deilnanna einarða afstöðu með föður mínum. Engu að síður er langt síðan mér var það ljóst að nærvera mín í þessum ágreiningi gerði hvorki mér, fjölskyldu minni, né öðrum nokkurt gagn. Þess vegna steig ég út úr þessum átökum í eitt skipti fyrir öll fyrir mörgum árum síðan og mun ekki tjá mig um málið á öðrum vettvangi en þeim sem þar til bærir opinberir aðilar kunna mögulega að leita eftir. Ég á mér fyrst og fremst þá einlægu von að þessum fjölskylduharmleik ljúki sem allra fyrst,“ segir Ásmundur Einar. „Enda þótt reynt sé að bendla mig við þetta mál, væntanlega til þess að beina að því sterkara kastljósi en ella, mun ég ekki glæða þá elda sem nú er reynt að kveikja með útskýringum né heldur með því að bera af mér endurteknar rangar sakargiftir. Ég vek athygli á þeirri einföldu staðreynd að ég hef aldrei verið ákærður fyrir ólögmætt athæfi vegna þessara deilna né heldur yfirheyrður vegna einhverra málsatvika,“ segir Ásmundur Einar að lokum. Dalabyggð Lögreglumál Deilur um jörðina Lambeyrar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Ásmundarfólk forðast símann: „Ég er alveg á kafi að gera við dráttarvél“ Vísir hefur undanfarna daga reynt margítrekað að ná tali af Ásmundi Einari Daðasyni mennta-og barnamálaráðherra vegna ásakana sem koma fram í hlaðvarpinu Lömbin þagna ekki. Lögreglan á Vesturlandi segist ekki mega svara fyrirspurnum Vísis efnislega. 22. júlí 2023 10:46 Hlaðvarp um ættardeilur Ásmundar Einars: „Þessu fólki fyrirgef ég aldrei“ Þrjár frænkur Ásmundar Einars Daðasonar mennta-og barnamálaráðherra hafa byrjað með nýtt hlaðvarp um fjölskylduerjurnar á Lambeyrum. Þær segja skemmdarverk framin í hverjum mánuði og vonast til að hlaðvarpið geti stöðvað þau. 17. júlí 2023 18:04 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
„Þær sorglegu fjölskyldudeilur sem verið hafa í opinberri umræðu á síðustu dögum vegna erfðadeilu innan systkinahóps föður míns eftir fráfall afa míns árið 2007 eru mér með öllu óviðkomandi og hafa verið um langt árabil,“ segir Ásmundur Einar í yfirlýsingu til fjölmiðla. Hann hefur ekki svarað spurningum um málið eða veitt viðtöl. En frænkur hans þrjár hafa stigið fram í hlaðvarpi og sakað Ásmund Einar, Daða föður hans og Valdimar föðurbróður um skemmdarverk og innbrot á bænum Lambeyrum í Dalasýslu. Tók upphaflega einarða afstöðu með föður sínum „Ég tók í upphafi deilnanna einarða afstöðu með föður mínum. Engu að síður er langt síðan mér var það ljóst að nærvera mín í þessum ágreiningi gerði hvorki mér, fjölskyldu minni, né öðrum nokkurt gagn. Þess vegna steig ég út úr þessum átökum í eitt skipti fyrir öll fyrir mörgum árum síðan og mun ekki tjá mig um málið á öðrum vettvangi en þeim sem þar til bærir opinberir aðilar kunna mögulega að leita eftir. Ég á mér fyrst og fremst þá einlægu von að þessum fjölskylduharmleik ljúki sem allra fyrst,“ segir Ásmundur Einar. „Enda þótt reynt sé að bendla mig við þetta mál, væntanlega til þess að beina að því sterkara kastljósi en ella, mun ég ekki glæða þá elda sem nú er reynt að kveikja með útskýringum né heldur með því að bera af mér endurteknar rangar sakargiftir. Ég vek athygli á þeirri einföldu staðreynd að ég hef aldrei verið ákærður fyrir ólögmætt athæfi vegna þessara deilna né heldur yfirheyrður vegna einhverra málsatvika,“ segir Ásmundur Einar að lokum.
Dalabyggð Lögreglumál Deilur um jörðina Lambeyrar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Ásmundarfólk forðast símann: „Ég er alveg á kafi að gera við dráttarvél“ Vísir hefur undanfarna daga reynt margítrekað að ná tali af Ásmundi Einari Daðasyni mennta-og barnamálaráðherra vegna ásakana sem koma fram í hlaðvarpinu Lömbin þagna ekki. Lögreglan á Vesturlandi segist ekki mega svara fyrirspurnum Vísis efnislega. 22. júlí 2023 10:46 Hlaðvarp um ættardeilur Ásmundar Einars: „Þessu fólki fyrirgef ég aldrei“ Þrjár frænkur Ásmundar Einars Daðasonar mennta-og barnamálaráðherra hafa byrjað með nýtt hlaðvarp um fjölskylduerjurnar á Lambeyrum. Þær segja skemmdarverk framin í hverjum mánuði og vonast til að hlaðvarpið geti stöðvað þau. 17. júlí 2023 18:04 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Ásmundarfólk forðast símann: „Ég er alveg á kafi að gera við dráttarvél“ Vísir hefur undanfarna daga reynt margítrekað að ná tali af Ásmundi Einari Daðasyni mennta-og barnamálaráðherra vegna ásakana sem koma fram í hlaðvarpinu Lömbin þagna ekki. Lögreglan á Vesturlandi segist ekki mega svara fyrirspurnum Vísis efnislega. 22. júlí 2023 10:46
Hlaðvarp um ættardeilur Ásmundar Einars: „Þessu fólki fyrirgef ég aldrei“ Þrjár frænkur Ásmundar Einars Daðasonar mennta-og barnamálaráðherra hafa byrjað með nýtt hlaðvarp um fjölskylduerjurnar á Lambeyrum. Þær segja skemmdarverk framin í hverjum mánuði og vonast til að hlaðvarpið geti stöðvað þau. 17. júlí 2023 18:04
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent