„Ég stakk hann þrisvar!“ Árni Sæberg skrifar 23. júlí 2023 15:38 Myndskeiðið er átakanlegt áhorfs. Vísir Upptaka úr síma stúlku sýnir slagsmál ungs manns og tveggja pilta við pólskan karlmann, sem lést af sárum sínum í kjölfarið. Í myndskeiðinu sést ungi maðurinn stinga manninn ítrekað. Myndskeiðið virðist hafa farið í nokkra dreifingu manna á milli á netinu frá því að það var tekið upp að kvöldi fimmtudagsins 20. apríl. Það barst til að mynda ritstjórn Vísis. Stúlkan sem heldur á símanum sætir ákæru fyrir að hafa ekki sinnt hjálparskyldu. Hún hafi ekki beðið ungu mennina um að hætta eða vakið athygli viðbragðsaðila sem óku hjá. Þá hafi hún ekki hringt eftir aðstoð lögreglu heldur staðið hjá og myndað atlöguna. Svo hafi hún hlaupið á brott með þeim uns lögregla hafði uppi á þeim skömmu síðar. Verjandi hennar sagði í samtali við fréttastofu í apríl að foreldrar hennar hefðu brýnt fyrir henni að taka upp myndbönd ef hún lenti í erfiðum aðstæðum. Hún væri lykilvitni í málinu en ekki sakborningur. Grimmilegar aðferðir Ungi maðurinn og piltarnir tveir sæta ákæru fyrir að hafa ráðið pólska manninum bana með því að beita hann grófu ofbeldi. Í myndskeiðinu sést hvernig sá elsti í hópnum fellir manninn í jörðina og virðist lemja hann nokkrum sinnum í búkinn. Þegar maðurinn nær honum af sér segir hann „ég stakk hann þrisvar!“ Piltarnir tveir hvöttu félaga sinn áfram og spörkuðu í manninn þar sem hann lá. Þegar maðurinn nær að standa upp spyr annar piltanna hann hvernig hann sé í hálsinum. Í ákæru er honum gefið að sök að hafa hótað að stinga hann í hálsinn. Var alveg ofan í átökunum Maðurinn sem lést virðist hafa reynt hvað hann gat að slást gegn unga manninum og piltunum og úr hafi orðið nokkuð hörð slagsmál. Stúlkan sem tók myndskeiðið upp er um tíma í miðri þvögunni en segir svo „ég þarf að færa mig“ og kemur sér í var. Þegar hún beinir símanum aftur að átökunum hafa ungi maðurinn og piltarnir fellt manninn í jörðina og láta spörk dynja á honum þar sem hann liggur varnarlaus. Því næst sést hvernig ungi maðurinn beygir sig niður og stingur manninn ítrekað. Þá sprettur hann á fætur og gengur frá hópnum. Lengra nær myndbandið ekki en afleiðingar árásarinnar voru þær að maðurinn lést af sárum sínum skömmu eftir hana. Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Lögreglumál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Drengirnir ákærðir fyrir manndráp og stúlkan brot á hjálparskyldu Þrír drengir á aldrinum 17 til 19 ára hafa verið ákærðir fyrir að hafa orðið pólskum karlmanni að bana á bílastæðinu við Fjarðarkaup í apríl. Sautján ára stúlka hefur verið ákærð fyrir brot á hjálparskyldu. Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson saksóknari hjá héraðssaksóknara við fréttastofu. 12. júlí 2023 16:42 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Myndskeiðið virðist hafa farið í nokkra dreifingu manna á milli á netinu frá því að það var tekið upp að kvöldi fimmtudagsins 20. apríl. Það barst til að mynda ritstjórn Vísis. Stúlkan sem heldur á símanum sætir ákæru fyrir að hafa ekki sinnt hjálparskyldu. Hún hafi ekki beðið ungu mennina um að hætta eða vakið athygli viðbragðsaðila sem óku hjá. Þá hafi hún ekki hringt eftir aðstoð lögreglu heldur staðið hjá og myndað atlöguna. Svo hafi hún hlaupið á brott með þeim uns lögregla hafði uppi á þeim skömmu síðar. Verjandi hennar sagði í samtali við fréttastofu í apríl að foreldrar hennar hefðu brýnt fyrir henni að taka upp myndbönd ef hún lenti í erfiðum aðstæðum. Hún væri lykilvitni í málinu en ekki sakborningur. Grimmilegar aðferðir Ungi maðurinn og piltarnir tveir sæta ákæru fyrir að hafa ráðið pólska manninum bana með því að beita hann grófu ofbeldi. Í myndskeiðinu sést hvernig sá elsti í hópnum fellir manninn í jörðina og virðist lemja hann nokkrum sinnum í búkinn. Þegar maðurinn nær honum af sér segir hann „ég stakk hann þrisvar!“ Piltarnir tveir hvöttu félaga sinn áfram og spörkuðu í manninn þar sem hann lá. Þegar maðurinn nær að standa upp spyr annar piltanna hann hvernig hann sé í hálsinum. Í ákæru er honum gefið að sök að hafa hótað að stinga hann í hálsinn. Var alveg ofan í átökunum Maðurinn sem lést virðist hafa reynt hvað hann gat að slást gegn unga manninum og piltunum og úr hafi orðið nokkuð hörð slagsmál. Stúlkan sem tók myndskeiðið upp er um tíma í miðri þvögunni en segir svo „ég þarf að færa mig“ og kemur sér í var. Þegar hún beinir símanum aftur að átökunum hafa ungi maðurinn og piltarnir fellt manninn í jörðina og láta spörk dynja á honum þar sem hann liggur varnarlaus. Því næst sést hvernig ungi maðurinn beygir sig niður og stingur manninn ítrekað. Þá sprettur hann á fætur og gengur frá hópnum. Lengra nær myndbandið ekki en afleiðingar árásarinnar voru þær að maðurinn lést af sárum sínum skömmu eftir hana.
Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Lögreglumál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Drengirnir ákærðir fyrir manndráp og stúlkan brot á hjálparskyldu Þrír drengir á aldrinum 17 til 19 ára hafa verið ákærðir fyrir að hafa orðið pólskum karlmanni að bana á bílastæðinu við Fjarðarkaup í apríl. Sautján ára stúlka hefur verið ákærð fyrir brot á hjálparskyldu. Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson saksóknari hjá héraðssaksóknara við fréttastofu. 12. júlí 2023 16:42 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Drengirnir ákærðir fyrir manndráp og stúlkan brot á hjálparskyldu Þrír drengir á aldrinum 17 til 19 ára hafa verið ákærðir fyrir að hafa orðið pólskum karlmanni að bana á bílastæðinu við Fjarðarkaup í apríl. Sautján ára stúlka hefur verið ákærð fyrir brot á hjálparskyldu. Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson saksóknari hjá héraðssaksóknara við fréttastofu. 12. júlí 2023 16:42