Viðræður við Norður-Kóreu hafnar Samúel Karl Ólason skrifar 24. júlí 2023 13:38 Travis King var handsamaður þegar hann hljóp yfir landamærin til Norður-Kóreu á þriðjudaginn í síðustu viku og hefur ekkert frést af honum síðan þá. AP/Ahn Young-joon Embættismenn Sameinuðu þjóðanna sem stýra einu landamærastöð Norður- og Suður-Kóreu segjast í samskiptum við yfirvöld í norðri vegna bandarísks hermanns sem hljóp yfir landamærin í síðustu viku. Hingað til höfðu ráðamenn í Pyongyang neitað að taka upp tólið. Travis King hljóp yfir landamærin á þriðjudaginn í síðustu viku. Þá átti að flytja hann til Bandaríkjanna til að ávíta hann, eftir að hann lenti í áflogum við lögregluþjóna í Suður-Kóreu. Honum tókst að flýja á flugvellinum og kom sér í skoðunarferð um þorpið Panmunjom á sameiginlega öryggissvæðinu svokallaða við landamærin. Þar hljóp hann viljandi yfir landamærin og var handsamaður af hermönnum. Síðan þá hefur ekkert frést af honum og yfirvöld í Norður-Kóreu hafa neitað að svara fyrirspurnum Sameinuðu þjóðanna, sem fara með stjórn öryggissvæðisins. Þá hafa ríkismiðlar einræðisríkisins ekkert sagt um hermanninn. AP fréttaveitan hefur eftir breska herforingjanum Andrew Harrison, sem er næstráðandi á öryggissvæðinu, að sambandi hafi náðst við Norður-Kóreumenn og að áhersla á lögð á að fá upplýsingar um King. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig fyrir utan það að segja að hann væri vongóður fyrir viðræðurnar. Afar sjaldgæft er að fólk laumi sér frá Suður-Kóreu til Norður-Kóreu. Mun algengara er að fólk flýi til suðurs. Um hundrað þúsund manns sækja Panmunjon heim á ári hverju og fara þar í kynningarferðir en þær hafa verið stöðvaðar í bili. Mikil spenna er á Kóreuskaga, eins og hefur verið lengi. Undanfarna daga hefur tveimur bandarískum kafbátum verið siglt til hafnar í Suður-Kóreu og nokkrum eldflaugum hefur verið skotið frá Norður-Kóreu, en það er í trássi við samþykktir Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Bandaríkin Suður-Kórea Norður-Kórea Tengdar fréttir Virða að vettugi allar tilraunir til samskipta Norður-kóresk yfirvöld hafa virt að vettugi allar tilraunir þeirra bandarísku til þess að eiga í samskiptum vegna bandaríska hermannsins sem nú er í haldi Norður-Kóreu. Spennan á Kóreuskaga er gríðarleg og samskiptin lítil sem engin. 20. júlí 2023 23:31 Bandarískur hermaður handsamaður í Norður-Kóreu Bandarískur hermaður var handsamaður í morgun er hann fór frá Suður- inn í Norður-Kóreu. Hermaðurinn er sagður hafa verið í kynningarferð á hinu svokallaða sameiginlega öryggissvæði í þorpinu Panmunjom við landamærin. 18. júlí 2023 13:51 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Travis King hljóp yfir landamærin á þriðjudaginn í síðustu viku. Þá átti að flytja hann til Bandaríkjanna til að ávíta hann, eftir að hann lenti í áflogum við lögregluþjóna í Suður-Kóreu. Honum tókst að flýja á flugvellinum og kom sér í skoðunarferð um þorpið Panmunjom á sameiginlega öryggissvæðinu svokallaða við landamærin. Þar hljóp hann viljandi yfir landamærin og var handsamaður af hermönnum. Síðan þá hefur ekkert frést af honum og yfirvöld í Norður-Kóreu hafa neitað að svara fyrirspurnum Sameinuðu þjóðanna, sem fara með stjórn öryggissvæðisins. Þá hafa ríkismiðlar einræðisríkisins ekkert sagt um hermanninn. AP fréttaveitan hefur eftir breska herforingjanum Andrew Harrison, sem er næstráðandi á öryggissvæðinu, að sambandi hafi náðst við Norður-Kóreumenn og að áhersla á lögð á að fá upplýsingar um King. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig fyrir utan það að segja að hann væri vongóður fyrir viðræðurnar. Afar sjaldgæft er að fólk laumi sér frá Suður-Kóreu til Norður-Kóreu. Mun algengara er að fólk flýi til suðurs. Um hundrað þúsund manns sækja Panmunjon heim á ári hverju og fara þar í kynningarferðir en þær hafa verið stöðvaðar í bili. Mikil spenna er á Kóreuskaga, eins og hefur verið lengi. Undanfarna daga hefur tveimur bandarískum kafbátum verið siglt til hafnar í Suður-Kóreu og nokkrum eldflaugum hefur verið skotið frá Norður-Kóreu, en það er í trássi við samþykktir Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.
Bandaríkin Suður-Kórea Norður-Kórea Tengdar fréttir Virða að vettugi allar tilraunir til samskipta Norður-kóresk yfirvöld hafa virt að vettugi allar tilraunir þeirra bandarísku til þess að eiga í samskiptum vegna bandaríska hermannsins sem nú er í haldi Norður-Kóreu. Spennan á Kóreuskaga er gríðarleg og samskiptin lítil sem engin. 20. júlí 2023 23:31 Bandarískur hermaður handsamaður í Norður-Kóreu Bandarískur hermaður var handsamaður í morgun er hann fór frá Suður- inn í Norður-Kóreu. Hermaðurinn er sagður hafa verið í kynningarferð á hinu svokallaða sameiginlega öryggissvæði í þorpinu Panmunjom við landamærin. 18. júlí 2023 13:51 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Virða að vettugi allar tilraunir til samskipta Norður-kóresk yfirvöld hafa virt að vettugi allar tilraunir þeirra bandarísku til þess að eiga í samskiptum vegna bandaríska hermannsins sem nú er í haldi Norður-Kóreu. Spennan á Kóreuskaga er gríðarleg og samskiptin lítil sem engin. 20. júlí 2023 23:31
Bandarískur hermaður handsamaður í Norður-Kóreu Bandarískur hermaður var handsamaður í morgun er hann fór frá Suður- inn í Norður-Kóreu. Hermaðurinn er sagður hafa verið í kynningarferð á hinu svokallaða sameiginlega öryggissvæði í þorpinu Panmunjom við landamærin. 18. júlí 2023 13:51