Spotify hækkar verðið Samúel Karl Ólason skrifar 24. júlí 2023 14:26 Premium áskrift fyrir einn aðila hækkar um evru og kostar nú 10,99 evrur eða um 1.600 krónur á mánuði. Getty/Nikos Pekiaridis Nýir notendur tónlistarveitunnar Spotify munu frá deginum í dag greiða eina evru aukalega fyrir það að hlusta ekki á auglýsingar. Verð núverandi notenda hækkar eftir mánuð en forsvarsmenn Spotify tilkynntu í dag að verið væri að hækka verðið á öllum áskriftarleiðum fyrirtækisins. Í tilkynningu frá sænska fyrirtækinu segir að markaðurinn hafi þróast mikið frá því rekstur þess hófst árið 2008. Fleiri en tvö hundruð milljón manna eru áskrifendur að þjónustu Spotify og er það stærsta tónlistar- og hlaðvarpaveita heimsins. Premium áskrift fyrir einn aðila hækkar um evru og kostar nú 10,99 evrur eða um 1.600 krónur á mánuði. Aðrar áskriftarleiðir, að nemendaáskriftinni undanskilinni, hækka um tvær evrur. Premium fyrir tvo kostar 14,99 evrur eða um 2.200 krónur og fjölskyldu áskrift kostar 16,99 evrur eða um 2.500 krónur. Nemendaáskrift kostar 5,99 evrur eða um 880 krónur. Í frétt CNN segir að virði hlutabréfa Spotify hafi hækkað um rúmt prósent í aðdraganda opnunar markaða í dag. Notendum Spotify fjölgaði um fimmtán prósent í fyrra á síðasta ári en þrátt fyrir það tapaði fyrirtækið 183 milljónum dala. Það samsvarar um 22,9 milljörðum króna. Spotify Fjármál heimilisins Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Innflytjendur krefjast skýrari íslenskustefnu Kynningar Alhliða lausnir í upplýsingatækni Kynningar Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vísindamenn í fiskvinnslu þróa heilsuvörur úr roði og beinum Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Í tilkynningu frá sænska fyrirtækinu segir að markaðurinn hafi þróast mikið frá því rekstur þess hófst árið 2008. Fleiri en tvö hundruð milljón manna eru áskrifendur að þjónustu Spotify og er það stærsta tónlistar- og hlaðvarpaveita heimsins. Premium áskrift fyrir einn aðila hækkar um evru og kostar nú 10,99 evrur eða um 1.600 krónur á mánuði. Aðrar áskriftarleiðir, að nemendaáskriftinni undanskilinni, hækka um tvær evrur. Premium fyrir tvo kostar 14,99 evrur eða um 2.200 krónur og fjölskyldu áskrift kostar 16,99 evrur eða um 2.500 krónur. Nemendaáskrift kostar 5,99 evrur eða um 880 krónur. Í frétt CNN segir að virði hlutabréfa Spotify hafi hækkað um rúmt prósent í aðdraganda opnunar markaða í dag. Notendum Spotify fjölgaði um fimmtán prósent í fyrra á síðasta ári en þrátt fyrir það tapaði fyrirtækið 183 milljónum dala. Það samsvarar um 22,9 milljörðum króna.
Spotify Fjármál heimilisins Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Innflytjendur krefjast skýrari íslenskustefnu Kynningar Alhliða lausnir í upplýsingatækni Kynningar Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vísindamenn í fiskvinnslu þróa heilsuvörur úr roði og beinum Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira