Hafðu þökk fyrir að svelta strandveiðarnar Svandís Hallgerður Hauksdóttir skrifar 24. júlí 2023 17:00 Við nánari umhugsun tel ég að ákvörðun ráðherra um að auka ekki í ár heimildir við okkur strandveiðifólkið reynist gott mál. 1. Ákvörðun ráðherra fær viðbrögð og víðtæka umræðu. Almenningur er bæði orðinn betur meðvitaður um okkur strandveiðifólkið og um ónýta tilhögun við stjórn fiskveiða. Takk fyrir það Svandís. 2. Réttlætisvitund okkar strandveiðifólks er klárlega að fá sameiningarkraft við þessa ákvörðun ráðherra. Svo aftur, takk Svandís fyrir þitt sameinandi framlag. Ég tel að framtíð strandveiða eigi að leiða utan kvótakerfisins, enda ógna þær ekki fiskistofnum. Strandveiðin er þannig einn þáttur sem bæði getur og á að tálga jafnóðum ofan af núverandi fiskveiðikerfi og inn í réttlátari kerfi með tímanum. Með strandveiði sem veiðiaðferð liggja svo margar góðar ástæður. Stóra samhengið er almenn mannréttindi og atvinnufrelsi. Byggðamál, bæði með efnahagslegri grósku inn í sveita- og bæjarsamfélög landsins og út frá almennum möguleikum fólks til að lifa þar sem það kýs og hafa þar vinnu. Sterkari og heilbrigðari fjölskyldur þar með betra mannlíf um allt land. Strandveiðar skapa mýmörg önnur störf við umsjón, flutning, sölu, markaðsmál, vinnslu, o.fl., sem koma öllum til góða. Minni ég hér á fréttir af fregnum af lokunum fiskbúða eftir stöðvun strandveiða í ár. Að ekki fæst nægilegur fiskur – hér á Íslandi – til að hafa þær opnar? Hvað finnst ykkur um það? Nei, strandveiðin tryggir stöðugra aðgengi kaupenda að ferskum fiski, raunar bæði hér á landi og víða erlendis. Umhverfismál: veiðiaðferðin veldur ekki skemmdum á sjávarbotni og þar með skaða á lífríki. Auðvitað er óþarfi að drepa tonnin af lífverum til að veiða nokkur tonn af öðrum eins og dæmi eru um við aðrar veiðiaðferðir. Strandveiðin tekur aðeins til sín þá fiska sem hún miðar að. Strandveiðin er einnig hagstæðari loftslagsmálum enda fara færri lítrar af olíu á hver hundrað veidd kíló við þær veiðar en við aðrar veiðar á sama fisk. Önnur mengun, nefni stórdrasl sem verður eftir óvart eða viljandi úti í hafinu, ónýt net og annað álíka, þetta fylgir ekki strandveiðum. Meðferð á fiski við veiðar, hann er skorinn mjög fljótt sem er mannúðlegast. Miklu minni hvati er til brottkasts á fiski við strandveiðar og þær eru ekki heldur ógn við fiskistofna en fiskistofnum er einfaldlega ekki hægt að eyða með krókaveiðum. Mjög gott eftirlit er með þessum veiðum og slys þekkjast varla. Stjórnmál og efnahagsmál: strandveiðin skilar betri og gegnsærri skilum til samfélagsins, færri leiðum til svindls eða bókhaldsbrellna, meira velsæmi og minni mögulegri spillingu inn í stjórnmál. Þetta þýðir minna gap á milli fólks á Íslandi vegna óeðlilegrar auðsöfnunar fárra og sterkara samfélag. Eru þetta ekki nægar ástæður? Hver styður þetta ekki? Að lokum: það er engin ógn í því ef það ólíklega gerðist að fjölgun verði á þeim sem kaupi sér bát - sem einhverjir virðast óttast mjög - og fari á strandveiðar. Líkurnar á því eru hins vegar ekki miklar. Strandveiðar eru ekki fyrir alla, þetta er erfið vinna. En það á fortakslaust á að virða atvinnufrelsi þeirra okkar sem vilja stunda strandveiðar. Og það á strax, að lágmarki, að standa við það 48 daga viðmið sem var gert samkomulag um á grundvelli mannréttinda og voru sett í lög hér. Það á ekki að drepa því viðmiði á dreif með tæknilegum lagabrellum og undirróðri eða með tilraunum til að spilla á milli fólks eftir því hvar það býr. Horfum saman til heilbrigðara og réttlátara samfélags. Höfundur er strandveiðikona sem vinnur annars sem starfsmaður á heimili fyrir fatlað fólk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Hallgerður Hauksdóttir Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Við nánari umhugsun tel ég að ákvörðun ráðherra um að auka ekki í ár heimildir við okkur strandveiðifólkið reynist gott mál. 1. Ákvörðun ráðherra fær viðbrögð og víðtæka umræðu. Almenningur er bæði orðinn betur meðvitaður um okkur strandveiðifólkið og um ónýta tilhögun við stjórn fiskveiða. Takk fyrir það Svandís. 2. Réttlætisvitund okkar strandveiðifólks er klárlega að fá sameiningarkraft við þessa ákvörðun ráðherra. Svo aftur, takk Svandís fyrir þitt sameinandi framlag. Ég tel að framtíð strandveiða eigi að leiða utan kvótakerfisins, enda ógna þær ekki fiskistofnum. Strandveiðin er þannig einn þáttur sem bæði getur og á að tálga jafnóðum ofan af núverandi fiskveiðikerfi og inn í réttlátari kerfi með tímanum. Með strandveiði sem veiðiaðferð liggja svo margar góðar ástæður. Stóra samhengið er almenn mannréttindi og atvinnufrelsi. Byggðamál, bæði með efnahagslegri grósku inn í sveita- og bæjarsamfélög landsins og út frá almennum möguleikum fólks til að lifa þar sem það kýs og hafa þar vinnu. Sterkari og heilbrigðari fjölskyldur þar með betra mannlíf um allt land. Strandveiðar skapa mýmörg önnur störf við umsjón, flutning, sölu, markaðsmál, vinnslu, o.fl., sem koma öllum til góða. Minni ég hér á fréttir af fregnum af lokunum fiskbúða eftir stöðvun strandveiða í ár. Að ekki fæst nægilegur fiskur – hér á Íslandi – til að hafa þær opnar? Hvað finnst ykkur um það? Nei, strandveiðin tryggir stöðugra aðgengi kaupenda að ferskum fiski, raunar bæði hér á landi og víða erlendis. Umhverfismál: veiðiaðferðin veldur ekki skemmdum á sjávarbotni og þar með skaða á lífríki. Auðvitað er óþarfi að drepa tonnin af lífverum til að veiða nokkur tonn af öðrum eins og dæmi eru um við aðrar veiðiaðferðir. Strandveiðin tekur aðeins til sín þá fiska sem hún miðar að. Strandveiðin er einnig hagstæðari loftslagsmálum enda fara færri lítrar af olíu á hver hundrað veidd kíló við þær veiðar en við aðrar veiðar á sama fisk. Önnur mengun, nefni stórdrasl sem verður eftir óvart eða viljandi úti í hafinu, ónýt net og annað álíka, þetta fylgir ekki strandveiðum. Meðferð á fiski við veiðar, hann er skorinn mjög fljótt sem er mannúðlegast. Miklu minni hvati er til brottkasts á fiski við strandveiðar og þær eru ekki heldur ógn við fiskistofna en fiskistofnum er einfaldlega ekki hægt að eyða með krókaveiðum. Mjög gott eftirlit er með þessum veiðum og slys þekkjast varla. Stjórnmál og efnahagsmál: strandveiðin skilar betri og gegnsærri skilum til samfélagsins, færri leiðum til svindls eða bókhaldsbrellna, meira velsæmi og minni mögulegri spillingu inn í stjórnmál. Þetta þýðir minna gap á milli fólks á Íslandi vegna óeðlilegrar auðsöfnunar fárra og sterkara samfélag. Eru þetta ekki nægar ástæður? Hver styður þetta ekki? Að lokum: það er engin ógn í því ef það ólíklega gerðist að fjölgun verði á þeim sem kaupi sér bát - sem einhverjir virðast óttast mjög - og fari á strandveiðar. Líkurnar á því eru hins vegar ekki miklar. Strandveiðar eru ekki fyrir alla, þetta er erfið vinna. En það á fortakslaust á að virða atvinnufrelsi þeirra okkar sem vilja stunda strandveiðar. Og það á strax, að lágmarki, að standa við það 48 daga viðmið sem var gert samkomulag um á grundvelli mannréttinda og voru sett í lög hér. Það á ekki að drepa því viðmiði á dreif með tæknilegum lagabrellum og undirróðri eða með tilraunum til að spilla á milli fólks eftir því hvar það býr. Horfum saman til heilbrigðara og réttlátara samfélags. Höfundur er strandveiðikona sem vinnur annars sem starfsmaður á heimili fyrir fatlað fólk.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar