„Ég leigi íbúð, borga skatta og geri allt sem venjulegur maður gerir“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. júlí 2023 21:00 Isaac Kwateng hefur starfað hjá Þrótti í um eitt og hálft ár. Hann hefur þó búið hér á landi mun lengur en það. Vísir/Ívar Fannar Ganverskur maður sem búið hefur hér á landi um árabil segist ekki skilja hvers vegna vísa eigi honum úr landi. Hann borgi sína skatta og lifi hér eðlilegu lífi. Í Gana bíði hans hins vegar ekkert nema gatan. Hinn 28 ára gamli Isaac kom frá Gana og til Íslands árið 2017. Hann hefur starfað sem vallarstjóri Þróttar í rúmlega eitt ár, auk þess sem hann spilar með SR, varaliði Þróttar. Isaac hefur verið hér á landi á grundvelli tímabundinna dvalar- og atvinnuleyfa. Fyrir helgi fékkst tímabundna leyfið framlengt þar til í október, en Þróttur hefur fengið þau svör frá lögreglu að slíkt leyfi komi ekki í veg fyrir að áfram verði unnið að fyrirhugaðri brottvísun Isaacs til Gana. Hann segir óvissuna um framtíð sína óbærilega en frá því hann kom til landsins hafi iðulega staðið til að vísa honum úr landi. Fyrsta símtalið hafi komið árið 2019. „Eftir það heyrði ég ekkert. Svo hringja þeir á hverju ári í mig og segjast vilja flytja mig til heimalands míns. Síðan þá hef ég lifað svona. Þetta er það sem ég meina,“ segir Isaac í samtali við fréttastofu. Isaac segist hafa klárað grunnnámskeið í íslensku fljótlega eftir komuna til landins. Hann hafi hins vegar lagt íslenskunámið á hilluna eftir að hann fékk fyrsta símtalið um að til stæði að vísa honum úr landi. Hann hefði ekki getað einbeitt sér að tungumálanáminu með mögulega brottvísun hangandi yfir sér. Aðkomumaður í eigin landi Foreldrar Isaacs, sem er einkabarn, eru báðir látnir. „Ef þeir vilja flytja mig til Gana veit ég ekki hvert ég á að fara. Ég er aðkomumaður í eigin landi því ég hef engan þar. Þetta er mjög erfitt.“ Isaac segist eiga Þrótti mikið að þakka. „Ég byrjaði að æfa með SR 2018. Síðan þá hef ég verið hjá þeim. Ég hef ekki flutt mig svo ég á marga vini. Ég byrjaði að vinna hjá Þrótti fyrir einu og hálfu ári og hef eignast marga vini. Ísland er annað land mitt, ég get sagt það.“ Hann á erfitt með að skilja hvers vegna hann ætti ekki að fá að lifa eðlilegu lífi á Íslandi. „Ég leigi íbúð, borga skatta og geri allt sem venjulegur maður gerir. Svo ég veit ekki ástæðuna.“ Í Gana bíði hans allt annað og erfiðara líf. „Að vera á götunni í Gana er ekki öruggt,“ segir Isaac. Innflytjendamál Reykjavík Þróttur Reykjavík Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Fleiri fréttir Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Sjá meira
Hinn 28 ára gamli Isaac kom frá Gana og til Íslands árið 2017. Hann hefur starfað sem vallarstjóri Þróttar í rúmlega eitt ár, auk þess sem hann spilar með SR, varaliði Þróttar. Isaac hefur verið hér á landi á grundvelli tímabundinna dvalar- og atvinnuleyfa. Fyrir helgi fékkst tímabundna leyfið framlengt þar til í október, en Þróttur hefur fengið þau svör frá lögreglu að slíkt leyfi komi ekki í veg fyrir að áfram verði unnið að fyrirhugaðri brottvísun Isaacs til Gana. Hann segir óvissuna um framtíð sína óbærilega en frá því hann kom til landsins hafi iðulega staðið til að vísa honum úr landi. Fyrsta símtalið hafi komið árið 2019. „Eftir það heyrði ég ekkert. Svo hringja þeir á hverju ári í mig og segjast vilja flytja mig til heimalands míns. Síðan þá hef ég lifað svona. Þetta er það sem ég meina,“ segir Isaac í samtali við fréttastofu. Isaac segist hafa klárað grunnnámskeið í íslensku fljótlega eftir komuna til landins. Hann hafi hins vegar lagt íslenskunámið á hilluna eftir að hann fékk fyrsta símtalið um að til stæði að vísa honum úr landi. Hann hefði ekki getað einbeitt sér að tungumálanáminu með mögulega brottvísun hangandi yfir sér. Aðkomumaður í eigin landi Foreldrar Isaacs, sem er einkabarn, eru báðir látnir. „Ef þeir vilja flytja mig til Gana veit ég ekki hvert ég á að fara. Ég er aðkomumaður í eigin landi því ég hef engan þar. Þetta er mjög erfitt.“ Isaac segist eiga Þrótti mikið að þakka. „Ég byrjaði að æfa með SR 2018. Síðan þá hef ég verið hjá þeim. Ég hef ekki flutt mig svo ég á marga vini. Ég byrjaði að vinna hjá Þrótti fyrir einu og hálfu ári og hef eignast marga vini. Ísland er annað land mitt, ég get sagt það.“ Hann á erfitt með að skilja hvers vegna hann ætti ekki að fá að lifa eðlilegu lífi á Íslandi. „Ég leigi íbúð, borga skatta og geri allt sem venjulegur maður gerir. Svo ég veit ekki ástæðuna.“ Í Gana bíði hans allt annað og erfiðara líf. „Að vera á götunni í Gana er ekki öruggt,“ segir Isaac.
Innflytjendamál Reykjavík Þróttur Reykjavík Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Fleiri fréttir Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Sjá meira