„Ég var með einhverja Súperman-stæla“ Valur Páll Eiríksson skrifar 26. júlí 2023 08:00 Martin er á batavegi en flýtir sér hægt í langþráðu landsliðsverkefni. Getty Körfuboltamaðurinn Martin Hermannsson sleit krossband í hné í fyrra og hefur eytt síðasta árinu í endurhæfingu. Hann segir allt vera á réttri leið, hefur lagt blóð, svita, tár og eigin peninga í endurhæfinguna og vonast til að taka þátt í komandi landsliðsverkefni Íslands. „Hnéð er að bregðast hrikalega vel við, það er mjög jákvætt. Ég var í Belgíu í viku í stífum æfingum, tvisvar á dag og að reyna að púsla þessu öllu rétt saman. Ég er mjög sáttur við hnéð eins og það er akkúrat núna,“ segir Martin um stöðuna á sér. Valencia brást snarlega við eftir að Martin meiddist þar sem einkalæknir tennisstjörnunar Rafaels Nadal var fenginn að borðinu. Hann er þakklátur traustinu frá liðinu og verður fyrirliði þess á komandi leiktíð. „Þeir eru búnir að sjá hrikalega vel um mig. Ég reyndar borgaði sjálfur þessa Belgíuferð, en þeir eru búnir að vera eins og klettar við bakið á mér og það kannski sýnir sig í því að þeir halda mér fyrir næsta tímabil þegar allt liðið er að hverfa og búið að gera mig að fyrirliða og svona, þannig að þetta eru spennandi tímar.“ Fór aðeins fram úr sér Belgíuferðin sé hins vegar afleiðing þess að hann hafi farið heldur geyst af stað í vor. „Þetta eru þannig meiðsli að það þarf að sinna þessu svolítið. Ég var kannski með einhverja Súperman-stæla þarna í vetur og ætlaði að koma þvílíkt hratt til baka. Ég fór kannski aðeins og snemma af stað og er að gjalda fyrir það núna. Ég þarf bara að taka afleiðingunum og sinna þessu eins vel og ég get,“ segir Martin. Vegna þessa fari varlega í sakirnar í komandi landsliðsverkefni þar sem Ísland mun taka þátt í forkeppni Ólympíuleikanna í águst. „Núna er ég bara svolítið að sjá hvernig skrokkurinn bregst við. Ef það er allt í góðu þá verð ég með en ef þetta fer að verða eitthvað vesen þá ætla ég ekki að taka neina sénsa þar sem að Valencia borgar reikningana,“ segir Martin. Varla komist í landsliðsverkefni síðustu ár Martin langar hins vegar eindregið til að spila þar sem hann hefur lítið komist í landsliðsverkefni undanfarin ár. Síðustu tólf mánuðina hefur það verið vegna meiðsla en þar á undan vegna leikja í Euroleague með félagsliðum hans sem hafa skarast á við landsliðsverkefnin. „Mig langar svo hrikalega að spila. Síðustu fimm ár eru búin að vera erfið með landsliðinu, fyrir mig persónulega. Ég get einhvern veginn aldrei tekið þátt svo hungrið er rosalega mikið að spila með þessum strákum og vera í kringum þá,“ „Ég ætla að gera allt sem ég get til þess að vera með en svo þarf maður auðvitað að vera skynsamur,“ segir Martin. Þú ferð varlega í sakirnar? „Ég fer alltaf varlega í allt saman, þú þekkir það,“ segir Martin að lokum og hlær. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Spænski körfuboltinn Landslið karla í körfubolta Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Fleiri fréttir „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Sjá meira
„Hnéð er að bregðast hrikalega vel við, það er mjög jákvætt. Ég var í Belgíu í viku í stífum æfingum, tvisvar á dag og að reyna að púsla þessu öllu rétt saman. Ég er mjög sáttur við hnéð eins og það er akkúrat núna,“ segir Martin um stöðuna á sér. Valencia brást snarlega við eftir að Martin meiddist þar sem einkalæknir tennisstjörnunar Rafaels Nadal var fenginn að borðinu. Hann er þakklátur traustinu frá liðinu og verður fyrirliði þess á komandi leiktíð. „Þeir eru búnir að sjá hrikalega vel um mig. Ég reyndar borgaði sjálfur þessa Belgíuferð, en þeir eru búnir að vera eins og klettar við bakið á mér og það kannski sýnir sig í því að þeir halda mér fyrir næsta tímabil þegar allt liðið er að hverfa og búið að gera mig að fyrirliða og svona, þannig að þetta eru spennandi tímar.“ Fór aðeins fram úr sér Belgíuferðin sé hins vegar afleiðing þess að hann hafi farið heldur geyst af stað í vor. „Þetta eru þannig meiðsli að það þarf að sinna þessu svolítið. Ég var kannski með einhverja Súperman-stæla þarna í vetur og ætlaði að koma þvílíkt hratt til baka. Ég fór kannski aðeins og snemma af stað og er að gjalda fyrir það núna. Ég þarf bara að taka afleiðingunum og sinna þessu eins vel og ég get,“ segir Martin. Vegna þessa fari varlega í sakirnar í komandi landsliðsverkefni þar sem Ísland mun taka þátt í forkeppni Ólympíuleikanna í águst. „Núna er ég bara svolítið að sjá hvernig skrokkurinn bregst við. Ef það er allt í góðu þá verð ég með en ef þetta fer að verða eitthvað vesen þá ætla ég ekki að taka neina sénsa þar sem að Valencia borgar reikningana,“ segir Martin. Varla komist í landsliðsverkefni síðustu ár Martin langar hins vegar eindregið til að spila þar sem hann hefur lítið komist í landsliðsverkefni undanfarin ár. Síðustu tólf mánuðina hefur það verið vegna meiðsla en þar á undan vegna leikja í Euroleague með félagsliðum hans sem hafa skarast á við landsliðsverkefnin. „Mig langar svo hrikalega að spila. Síðustu fimm ár eru búin að vera erfið með landsliðinu, fyrir mig persónulega. Ég get einhvern veginn aldrei tekið þátt svo hungrið er rosalega mikið að spila með þessum strákum og vera í kringum þá,“ „Ég ætla að gera allt sem ég get til þess að vera með en svo þarf maður auðvitað að vera skynsamur,“ segir Martin. Þú ferð varlega í sakirnar? „Ég fer alltaf varlega í allt saman, þú þekkir það,“ segir Martin að lokum og hlær. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Spænski körfuboltinn Landslið karla í körfubolta Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Fleiri fréttir „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Sjá meira