Stríðsfangarnir í Olenivka ekki felldir í HIMARS-árás Samúel Karl Ólason skrifar 26. júlí 2023 10:27 Frá minningarathöfn í Lviv í fyrra, þar sem þeirra sem dóu í sprengingunni í Olenivka var minnst. Getty/Mykola Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna kallaði í gær eftir því að þeir sem bæru ábyrgð á dauða minnst fimmtíu úkraínskra stríðsfanga í Olenivka í Dónetsk í fyrra yrðu dregnir til ábyrgðar. Volker Türk segir að rannsókn Sameinuðu þjóðanna gefi til kynna að Rússar hafi logið um það af hverju mennirnir dóu í stórri sprengingu í fangabúðum þeirra. Umræddum föngum var haldið í Olenivka þegar stór sprenging varð í fangelsinu í lok júlí í fyrra. Varnarmálaráðuneyti Rússlands sendi út yfirlýsingar og myndefni og var því haldið fram að HIMARS-eldflaug frá Úkraínumönnum hefði lent í fangelsinu. Úkraínumenn segja hins vegar að Rússar hafi sprengt upp fangelsið til að hylma yfir misþyrmingu á stríðsföngum. WARNING: GRAPHIC CONTENT - Dozens of Ukrainian prisoners of war appeared to have been killed when a prison building in Olenivka was destroyed in a missile strike, with both Russia and Ukraine accusing each other of responsibility for the attack https://t.co/7bVWoBj0d2 pic.twitter.com/fOuvyId4Mk— Reuters (@Reuters) July 29, 2022 Rússar meinuðu Rauða krossinum og starfsmönnum Sameinuðu þjóðanna aðgang að svæðinu eftir sprenginguna eða föngum sem særðust. Sjá einnig: Rauða krossinum meinaður aðgangur að særðum stríðsföngum Skömmu eftir að sprengingin varð hafði leikarinn umdeildi Steven Seagal fengið aðgang að svæðinu vegna heimildarmyndar sem hann sagði að myndi varpa ljósi á sannleikann varðandi innrás Rússa í Úkraínu. Þar tók hann meðal annars viðtöl við stríðsfanga, sem er brot á Genfarsáttmálanum og ákvæðum hans um meðferð stríðsfanga. Í yfirlýsingu sem Türk sendi út í gærkvöldi sagði hann að þeir sem lifðu sprenginguna af og fjölskyldur þeirra sem dóu ættu rétt á því að sannleikurinn líti dagsins ljós. Þau eigi einnig rétt á því að þeir sem beri ábyrgð á sprengingunni verði dregnir til ábyrgðar. Sjá einnig: Borgarar pyntaðir í haldi Rússa og neyddir til þrælkunarvinnu Türk ítrekar einnig að Rússar hafi ekki orðið við beiðnum Sameinuðu þjóðanna eða annarra um aðgang að svæðinu en sérfræðingar Mannréttindastofnunnar Sameinuðu þjóðanna hafi getað rætt við vitni og fanga sem lifðu af, auk þess sem ítarleg rannsókn hafi verið gerð á myndefni og öðrum gögnum frá Olenivka. Niðurstaðan er sú að sprengingin varð ekki vegna HIMARS-árásar, eins og Rússar hafa haldið fram. Ekki liggur fyrir hvað olli sprengingunni en Sameinuðu þjóðirnar munu halda áfram að rannsaka málið. Türk segir stríðsfanga eiga að njóta verndar samkvæmt alþjóðalögum og að ríkið sem haldi þeim eigi að gera rannsókn á dauðsföllum þeirra. Það hafa Rússar ekki gert. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Úkraínuforseti heitir að svara hryðjuverkum Rússa af hörku Forseti Úkraínu boðar kröftug viðbrögð við því sem hann kallar hryðjuverkaárásir Rússa á borgir í Úkraínu undanfarnar vikur. Hann vonar einnig að Evrópusambandið aflétti banni á innflutningi á úkraínskum landbúnaðarvörum. 25. júlí 2023 19:40 Mynduðu aftöku óvopnaðs stríðsfanga Yfirvöld í Úkraínu rannsaka nú myndband sem birt var á samfélagsmiðlum í gær sem sýnir rússneska hermenn skjóta úkraínskan stríðsfanga til bana. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, heitir því að hermennirnir muni finnast. 7. mars 2023 23:02 Stjaksettu höfuð úkraínsks hermanns Myndefni af afskræmdu líki úkraínsks hermanns sem fangaður var af Rússum hefur verið í dreifingu um helgina og vakið mikla reiði. Hermaðurinn virðist hafa verið afhöfðaður og höfði hans og höndum komið fyrir á skafti í borginni Popasna í Úkraínu. 8. ágúst 2022 16:21 Segir aftökumyndband sýna hið raunverulega Rússland Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að myndband sem sýnir rússneskan hermann skera höfuðið af úkraínskum hermanni í haldi Rússa, sé til marks um hvernig Rússland sé. Ódæðið muni aldrei gleymast og að Úkraínumenn þurfi aðstoð til að reka Rússa á brott. 12. apríl 2023 10:37 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira
Umræddum föngum var haldið í Olenivka þegar stór sprenging varð í fangelsinu í lok júlí í fyrra. Varnarmálaráðuneyti Rússlands sendi út yfirlýsingar og myndefni og var því haldið fram að HIMARS-eldflaug frá Úkraínumönnum hefði lent í fangelsinu. Úkraínumenn segja hins vegar að Rússar hafi sprengt upp fangelsið til að hylma yfir misþyrmingu á stríðsföngum. WARNING: GRAPHIC CONTENT - Dozens of Ukrainian prisoners of war appeared to have been killed when a prison building in Olenivka was destroyed in a missile strike, with both Russia and Ukraine accusing each other of responsibility for the attack https://t.co/7bVWoBj0d2 pic.twitter.com/fOuvyId4Mk— Reuters (@Reuters) July 29, 2022 Rússar meinuðu Rauða krossinum og starfsmönnum Sameinuðu þjóðanna aðgang að svæðinu eftir sprenginguna eða föngum sem særðust. Sjá einnig: Rauða krossinum meinaður aðgangur að særðum stríðsföngum Skömmu eftir að sprengingin varð hafði leikarinn umdeildi Steven Seagal fengið aðgang að svæðinu vegna heimildarmyndar sem hann sagði að myndi varpa ljósi á sannleikann varðandi innrás Rússa í Úkraínu. Þar tók hann meðal annars viðtöl við stríðsfanga, sem er brot á Genfarsáttmálanum og ákvæðum hans um meðferð stríðsfanga. Í yfirlýsingu sem Türk sendi út í gærkvöldi sagði hann að þeir sem lifðu sprenginguna af og fjölskyldur þeirra sem dóu ættu rétt á því að sannleikurinn líti dagsins ljós. Þau eigi einnig rétt á því að þeir sem beri ábyrgð á sprengingunni verði dregnir til ábyrgðar. Sjá einnig: Borgarar pyntaðir í haldi Rússa og neyddir til þrælkunarvinnu Türk ítrekar einnig að Rússar hafi ekki orðið við beiðnum Sameinuðu þjóðanna eða annarra um aðgang að svæðinu en sérfræðingar Mannréttindastofnunnar Sameinuðu þjóðanna hafi getað rætt við vitni og fanga sem lifðu af, auk þess sem ítarleg rannsókn hafi verið gerð á myndefni og öðrum gögnum frá Olenivka. Niðurstaðan er sú að sprengingin varð ekki vegna HIMARS-árásar, eins og Rússar hafa haldið fram. Ekki liggur fyrir hvað olli sprengingunni en Sameinuðu þjóðirnar munu halda áfram að rannsaka málið. Türk segir stríðsfanga eiga að njóta verndar samkvæmt alþjóðalögum og að ríkið sem haldi þeim eigi að gera rannsókn á dauðsföllum þeirra. Það hafa Rússar ekki gert.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Úkraínuforseti heitir að svara hryðjuverkum Rússa af hörku Forseti Úkraínu boðar kröftug viðbrögð við því sem hann kallar hryðjuverkaárásir Rússa á borgir í Úkraínu undanfarnar vikur. Hann vonar einnig að Evrópusambandið aflétti banni á innflutningi á úkraínskum landbúnaðarvörum. 25. júlí 2023 19:40 Mynduðu aftöku óvopnaðs stríðsfanga Yfirvöld í Úkraínu rannsaka nú myndband sem birt var á samfélagsmiðlum í gær sem sýnir rússneska hermenn skjóta úkraínskan stríðsfanga til bana. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, heitir því að hermennirnir muni finnast. 7. mars 2023 23:02 Stjaksettu höfuð úkraínsks hermanns Myndefni af afskræmdu líki úkraínsks hermanns sem fangaður var af Rússum hefur verið í dreifingu um helgina og vakið mikla reiði. Hermaðurinn virðist hafa verið afhöfðaður og höfði hans og höndum komið fyrir á skafti í borginni Popasna í Úkraínu. 8. ágúst 2022 16:21 Segir aftökumyndband sýna hið raunverulega Rússland Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að myndband sem sýnir rússneskan hermann skera höfuðið af úkraínskum hermanni í haldi Rússa, sé til marks um hvernig Rússland sé. Ódæðið muni aldrei gleymast og að Úkraínumenn þurfi aðstoð til að reka Rússa á brott. 12. apríl 2023 10:37 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira
Úkraínuforseti heitir að svara hryðjuverkum Rússa af hörku Forseti Úkraínu boðar kröftug viðbrögð við því sem hann kallar hryðjuverkaárásir Rússa á borgir í Úkraínu undanfarnar vikur. Hann vonar einnig að Evrópusambandið aflétti banni á innflutningi á úkraínskum landbúnaðarvörum. 25. júlí 2023 19:40
Mynduðu aftöku óvopnaðs stríðsfanga Yfirvöld í Úkraínu rannsaka nú myndband sem birt var á samfélagsmiðlum í gær sem sýnir rússneska hermenn skjóta úkraínskan stríðsfanga til bana. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, heitir því að hermennirnir muni finnast. 7. mars 2023 23:02
Stjaksettu höfuð úkraínsks hermanns Myndefni af afskræmdu líki úkraínsks hermanns sem fangaður var af Rússum hefur verið í dreifingu um helgina og vakið mikla reiði. Hermaðurinn virðist hafa verið afhöfðaður og höfði hans og höndum komið fyrir á skafti í borginni Popasna í Úkraínu. 8. ágúst 2022 16:21
Segir aftökumyndband sýna hið raunverulega Rússland Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að myndband sem sýnir rússneskan hermann skera höfuðið af úkraínskum hermanni í haldi Rússa, sé til marks um hvernig Rússland sé. Ódæðið muni aldrei gleymast og að Úkraínumenn þurfi aðstoð til að reka Rússa á brott. 12. apríl 2023 10:37