Hélt fram áratuga yfirhylmingu á fljúgandi furðuhlutum á þinginu Magnús Jochum Pálsson skrifar 27. júlí 2023 08:54 David Grusch sver eið þess að segja satt frammi fyrir undirnefnd fulltrúadeildarinnar um eftirlit og ábyrgð. Hann segir Bandaríkin hafa hylmt yfir rannsóknir á fljúgandi furðuhlutum í áratugi. Pentagon, höfuðstöðvar bandaríska varnarmálaráðuneytisins, hafa neitað yfirlýsingum Grusch. AP/Nathan Howard Fyrrverandi starfsmaður hjá leyniþjónustu bandaríska flughersins hélt því fram á þinginu í gær að Bandaríkin hefðu haldið leyndu áratugalöngu verkefni sem snerist um að hafa upp á fljúgandi furðuhlutum til að endurgera þá. Pentagon segir ekkert renna stoðum undir yfirlýsingar mannsins. David Grusch, fyrrverandi majór hjá flughernum, greindi frá þessu í vitnisburði sínum frammi fyrir undirnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Vitnisburður Grusch er hluti af frekari rannsóknum þingsins á svokölluðum „óþekktum fljúgandi fyrirbærum“ (e. UAP - Unidentified Aerial Phenomena) en það hugtak hefur komið í stað hins klassíska fljúgandi furðuhlutar (e. UFO - Unidentified Flying Object). Bæði demókratar og repúblikanar hafa þrýst á frekari rannsóknir á fyrirbærunum þar sem það varði þjóðaröryggi. Meðal þingmanna ríkir ótti um að þau óþekktu fyrirbæri sem flugmenn hersins hafa séð séu á vegum mótherja þjóðarinnar. Vitneskja um „ómennska“ virkni í áratugi Grusch greindi frá því að árið 2019 hefði hann verið beðinn af yfirmanni starfshóps um fljúgandi furðuhluti að staðfesta öll háleynileg verkefni sem sneru að verkefni hópsins. Á þeim tíma vann Grusch hjá National Reconnaissance Office, skrifstofu um þjóðarnjósnir sem sér um njósnagervihnetti Bandaríkjanna. David Grusch sagðist hafa gerst uppljóstrari í kjölfar uppgötvana sinna á háleynilegu verkefni Bandaríkjanna sem tengdist fljúgandi furðuhlutum.AP/Nathan Howard Grusch sagði að í störfum sínum hefði honum verið greint frá verkefni sem náði áratugi aftur í tímann og gengi út á að hafa uppi á fljúgandi furðuhlutum sem hefðu hrapað til jarðar og hermismíða þá. Hann hefði þó ekki fengið aðgang að verkefninu sjálfu, aðeins upplýsingar um tilveru þess. Aðspurður hvort bandaríska ríkisstjórnin hefði haft upplýsingar um líf utan jarðarinnar sagði Grusch að Bandaríkin hefðu líklega verið meðvituð um „ómennskar“ athafnir frá því á fjórða áratug síðustu aldar. Sjálfur sagðist Grusch aldrei hafa séð líkama geimvera né hefði hann séð fljúgandi furðuhluti með berum augum. Hann segir upplýsingar sínar koma frá „umfangsmiklum viðtölum við hátt setta njósnara“. Í viðtali við Le Parisien í júní sagði Grusch sömuleiðis að fljúgandi furðuhlutir gætu komið frá öðrum víddum og að bandaríska hernum hefði verið greint frá geimflaugum á stærð við fótboltavelli. Neita yfirlýsingum Grusch Sue Gough, talskona varnarmálaráðuneytisins, sagði í yfirlýsingu að rannsakendur hefðu ekki uppgötvað neinar upplýsingar sem renndu stoðum undir yfirlýsingar Grusch. Gestur á fundinum bar nælu sem á stóð „Ég vil enn trúa“ og tengist trú á líf utan jarðarinnar.AP/Nathan Howard Þar kom fram að ekkert benti til þess að það hefðu verið til verkefni nú eða fyrr sem gengu út á að hafa uppi á gögnum utan úr geimnum. Yfirlýsingin kom ekkert inn á fljúgandi furðuhluti sem væru ekki grunaðir um að koma utan úr geimnum. Grusch sagðist hafa ákveðið að gerast uppljóstrari í kjölfar uppgötvana sinna og hann hefði mátt þola mikið mótlæti og hefnd fyrir að stíga fram. Hann vildi ekki greina frekar hvað fælist í því. „Það var mjög grimmilegt og óheppilegt, sum þeirra bragða sem þau beittu til að skaða mig persónulega og í starfi,“ sagði hann. Hann sagðist ekki geta greint frá því sökum yfirstandandi rannsóknar á málinu. Bandaríkin Geimurinn Tengdar fréttir Ekki orðið vart við óþekkt loftför yfir Íslandi Ekki hefur orðið vart við óþekkt loftför á borð við þau sem grandað var í Bandaríkjunum á dögunum á loftrýmiseftirlitissvæði Atlantshafsbandalagsins sem Ísland ber ábyrgð á. Kæmu óþekkt loftför inn á svæðið yrðu mögulega sendar herþotur frá Keflavík til móts við þau. 16. febrúar 2023 06:53 Bein útsending: Leyniþjónustumálanefnd fundar um fljúgandi furðuhluti Undirnefnd Leyniþjónustumálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings heldur í dag fund um fljúgandi furðuhluti. Háttsettir embættismenn í leyniþjónustum og Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna muni sitja fyrir svörum en hluti fundarins verður í beinni útsendingu. 17. maí 2022 12:01 Ekkert sem bendir til gesta úr geimnum en geta ekki útilokað það Bandarísk yfirvöld hafa ekki fundið neinar vísbendingar um að óútskýrð fljúgandi fyrirbæri sem herflugmenn hafa orðið varir við séu gestir utan úr geimnum. Þeir hafa hins vegar ekki getað útskýrt hvað um ræðir. 4. júní 2021 07:55 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira
David Grusch, fyrrverandi majór hjá flughernum, greindi frá þessu í vitnisburði sínum frammi fyrir undirnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Vitnisburður Grusch er hluti af frekari rannsóknum þingsins á svokölluðum „óþekktum fljúgandi fyrirbærum“ (e. UAP - Unidentified Aerial Phenomena) en það hugtak hefur komið í stað hins klassíska fljúgandi furðuhlutar (e. UFO - Unidentified Flying Object). Bæði demókratar og repúblikanar hafa þrýst á frekari rannsóknir á fyrirbærunum þar sem það varði þjóðaröryggi. Meðal þingmanna ríkir ótti um að þau óþekktu fyrirbæri sem flugmenn hersins hafa séð séu á vegum mótherja þjóðarinnar. Vitneskja um „ómennska“ virkni í áratugi Grusch greindi frá því að árið 2019 hefði hann verið beðinn af yfirmanni starfshóps um fljúgandi furðuhluti að staðfesta öll háleynileg verkefni sem sneru að verkefni hópsins. Á þeim tíma vann Grusch hjá National Reconnaissance Office, skrifstofu um þjóðarnjósnir sem sér um njósnagervihnetti Bandaríkjanna. David Grusch sagðist hafa gerst uppljóstrari í kjölfar uppgötvana sinna á háleynilegu verkefni Bandaríkjanna sem tengdist fljúgandi furðuhlutum.AP/Nathan Howard Grusch sagði að í störfum sínum hefði honum verið greint frá verkefni sem náði áratugi aftur í tímann og gengi út á að hafa uppi á fljúgandi furðuhlutum sem hefðu hrapað til jarðar og hermismíða þá. Hann hefði þó ekki fengið aðgang að verkefninu sjálfu, aðeins upplýsingar um tilveru þess. Aðspurður hvort bandaríska ríkisstjórnin hefði haft upplýsingar um líf utan jarðarinnar sagði Grusch að Bandaríkin hefðu líklega verið meðvituð um „ómennskar“ athafnir frá því á fjórða áratug síðustu aldar. Sjálfur sagðist Grusch aldrei hafa séð líkama geimvera né hefði hann séð fljúgandi furðuhluti með berum augum. Hann segir upplýsingar sínar koma frá „umfangsmiklum viðtölum við hátt setta njósnara“. Í viðtali við Le Parisien í júní sagði Grusch sömuleiðis að fljúgandi furðuhlutir gætu komið frá öðrum víddum og að bandaríska hernum hefði verið greint frá geimflaugum á stærð við fótboltavelli. Neita yfirlýsingum Grusch Sue Gough, talskona varnarmálaráðuneytisins, sagði í yfirlýsingu að rannsakendur hefðu ekki uppgötvað neinar upplýsingar sem renndu stoðum undir yfirlýsingar Grusch. Gestur á fundinum bar nælu sem á stóð „Ég vil enn trúa“ og tengist trú á líf utan jarðarinnar.AP/Nathan Howard Þar kom fram að ekkert benti til þess að það hefðu verið til verkefni nú eða fyrr sem gengu út á að hafa uppi á gögnum utan úr geimnum. Yfirlýsingin kom ekkert inn á fljúgandi furðuhluti sem væru ekki grunaðir um að koma utan úr geimnum. Grusch sagðist hafa ákveðið að gerast uppljóstrari í kjölfar uppgötvana sinna og hann hefði mátt þola mikið mótlæti og hefnd fyrir að stíga fram. Hann vildi ekki greina frekar hvað fælist í því. „Það var mjög grimmilegt og óheppilegt, sum þeirra bragða sem þau beittu til að skaða mig persónulega og í starfi,“ sagði hann. Hann sagðist ekki geta greint frá því sökum yfirstandandi rannsóknar á málinu.
Bandaríkin Geimurinn Tengdar fréttir Ekki orðið vart við óþekkt loftför yfir Íslandi Ekki hefur orðið vart við óþekkt loftför á borð við þau sem grandað var í Bandaríkjunum á dögunum á loftrýmiseftirlitissvæði Atlantshafsbandalagsins sem Ísland ber ábyrgð á. Kæmu óþekkt loftför inn á svæðið yrðu mögulega sendar herþotur frá Keflavík til móts við þau. 16. febrúar 2023 06:53 Bein útsending: Leyniþjónustumálanefnd fundar um fljúgandi furðuhluti Undirnefnd Leyniþjónustumálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings heldur í dag fund um fljúgandi furðuhluti. Háttsettir embættismenn í leyniþjónustum og Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna muni sitja fyrir svörum en hluti fundarins verður í beinni útsendingu. 17. maí 2022 12:01 Ekkert sem bendir til gesta úr geimnum en geta ekki útilokað það Bandarísk yfirvöld hafa ekki fundið neinar vísbendingar um að óútskýrð fljúgandi fyrirbæri sem herflugmenn hafa orðið varir við séu gestir utan úr geimnum. Þeir hafa hins vegar ekki getað útskýrt hvað um ræðir. 4. júní 2021 07:55 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira
Ekki orðið vart við óþekkt loftför yfir Íslandi Ekki hefur orðið vart við óþekkt loftför á borð við þau sem grandað var í Bandaríkjunum á dögunum á loftrýmiseftirlitissvæði Atlantshafsbandalagsins sem Ísland ber ábyrgð á. Kæmu óþekkt loftför inn á svæðið yrðu mögulega sendar herþotur frá Keflavík til móts við þau. 16. febrúar 2023 06:53
Bein útsending: Leyniþjónustumálanefnd fundar um fljúgandi furðuhluti Undirnefnd Leyniþjónustumálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings heldur í dag fund um fljúgandi furðuhluti. Háttsettir embættismenn í leyniþjónustum og Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna muni sitja fyrir svörum en hluti fundarins verður í beinni útsendingu. 17. maí 2022 12:01
Ekkert sem bendir til gesta úr geimnum en geta ekki útilokað það Bandarísk yfirvöld hafa ekki fundið neinar vísbendingar um að óútskýrð fljúgandi fyrirbæri sem herflugmenn hafa orðið varir við séu gestir utan úr geimnum. Þeir hafa hins vegar ekki getað útskýrt hvað um ræðir. 4. júní 2021 07:55