33 konur af erlendum uppruna á ljósmyndum á Hvammstanga Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 31. júlí 2023 21:05 Sýningin er um konur af erlendum uppruna sem búa í Húnaþingi vestra og miðlar hún sögum 33 kvenna, sem búa í sveitarfélaginu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Konur frá löndunum eins og Taílandi, Litháen, Ungverjalandi, Danmörku, Grikklandi og Makedóníu eru í aðalhlutverki á ljósmyndasýningu á Hvammstanga en þær búa allar í Húnaþingi vestra. Alls er um 33 konur að ræða, sem hafa verið myndaðar. Sýningin heitir Fl(j)óðog er um konur af erlendum uppruna sem búa í Húnaþingi vestra og miðlar hún sögum 33 kvenna, sem búa í sveitarfélaginu. Sveitarstjórinn þekkir vel til sýningarinnar í íþróttamiðstöðinni. „Þar er í gangi mjög skemmtileg ljósmyndasýning á ljósmyndum eftir Juanjo Ivaldi Zaldívar. Hann heimsótti ásamt Gretu Clough, sem er hérna eigandi Handbendis brúðuleikhúss og var sýningarstjórinn að þessar sýningu og hélt utan um verkefnið. Þau heimsóttu fjölda kvenna, sem eru af erlendu bergi brotnar hérna í sveitarfélaginu. Og það er svo skemmtilegt þegar maður skoðar hlutfall þessara kvenna af íbúum sveitarfélagsins þá eru þær ríflega tíu prósent, eða ríflega 120 konur. Og það er óskaplega gaman að fanga þeirra líf og þeirra sögu með þessum ljósmyndum,” segir Unnur Valborg Hilmarsdóttir. Viðtöl voru líka tekin við allar konurnar og er hugmyndin að setja myndirnar og viðtölin saman í eina bók. Gestir, sem skoða ljósmyndasýninguna eru yfir sig hrifnir. „Mér finnst hún bara glæsileg, þetta er bara mjög flott. Við erum með flott fólk hérna,” segir María Sigurðardóttir íbúi á Hvammstanga. Mikil ánægja er með sýninguna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Konurnar á ljósmyndunum koma víða að úr heiminum. „Já, þær eru bara út um allt, þær koma frá öllum hornum heimsins. Og við vorum auðvitað svo heppin fyrir nokkrum árum að fá til okkar nokkrar fjölskyldur frá Sýrlandi og þær eru auðvitað áberandi í samfélaginu. Svo eru hérna fjölmargar konur frá Þýskalandi, nokkrar frá Svíþjóð, það eru hér konur frá Grikklandi, Póllandi og svo mætti áfram halda,” segir Unnur Valborg, sveitarstjóri. Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri Húnaþings vestra, sem er mjög stolt af sýningunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Um sýninguna Húnaþing vestra Menning Ljósmyndun Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Sjá meira
Sýningin heitir Fl(j)óðog er um konur af erlendum uppruna sem búa í Húnaþingi vestra og miðlar hún sögum 33 kvenna, sem búa í sveitarfélaginu. Sveitarstjórinn þekkir vel til sýningarinnar í íþróttamiðstöðinni. „Þar er í gangi mjög skemmtileg ljósmyndasýning á ljósmyndum eftir Juanjo Ivaldi Zaldívar. Hann heimsótti ásamt Gretu Clough, sem er hérna eigandi Handbendis brúðuleikhúss og var sýningarstjórinn að þessar sýningu og hélt utan um verkefnið. Þau heimsóttu fjölda kvenna, sem eru af erlendu bergi brotnar hérna í sveitarfélaginu. Og það er svo skemmtilegt þegar maður skoðar hlutfall þessara kvenna af íbúum sveitarfélagsins þá eru þær ríflega tíu prósent, eða ríflega 120 konur. Og það er óskaplega gaman að fanga þeirra líf og þeirra sögu með þessum ljósmyndum,” segir Unnur Valborg Hilmarsdóttir. Viðtöl voru líka tekin við allar konurnar og er hugmyndin að setja myndirnar og viðtölin saman í eina bók. Gestir, sem skoða ljósmyndasýninguna eru yfir sig hrifnir. „Mér finnst hún bara glæsileg, þetta er bara mjög flott. Við erum með flott fólk hérna,” segir María Sigurðardóttir íbúi á Hvammstanga. Mikil ánægja er með sýninguna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Konurnar á ljósmyndunum koma víða að úr heiminum. „Já, þær eru bara út um allt, þær koma frá öllum hornum heimsins. Og við vorum auðvitað svo heppin fyrir nokkrum árum að fá til okkar nokkrar fjölskyldur frá Sýrlandi og þær eru auðvitað áberandi í samfélaginu. Svo eru hérna fjölmargar konur frá Þýskalandi, nokkrar frá Svíþjóð, það eru hér konur frá Grikklandi, Póllandi og svo mætti áfram halda,” segir Unnur Valborg, sveitarstjóri. Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri Húnaþings vestra, sem er mjög stolt af sýningunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Um sýninguna
Húnaþing vestra Menning Ljósmyndun Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Sjá meira