Auka viðveru íslenskra stjórnarerindreka í Kænugarði Eiður Þór Árnason skrifar 2. ágúst 2023 08:25 Sendiráð Litáa í Kænugarði þar sem fulltrúar Íslands munu hafa aðstöðu. Stjórnarráðið Íslensk stjórnvöld stefna að því að auka viðveru sína í Úkraínu og hafa gert samkomulag við utanríkisráðuneyti Litáens um að íslenskir stjórnarerindrekar fái vinnuaðstöðu í sendiráði Litáens í Kænugarði. Þetta er sagt liður í þeirri stefnu íslenskra stjórnvalda að sýna úkraínsku þjóðinni samstöðu eftir innrás Rússa. Starfsemi í sendiráði Íslands í Rússlandi var lögð niður í gær. Sem hluti af samkomulaginu fá fulltrúar íslenska ríkisins tryggan aðgang að aðstöðu í höfuðborg Úkraínu til að sinna störfum í landinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórnarráðinu en engar fjárhagslegar skuldbindingar eru sagðar fylgja samkomulaginu. Hannes Heimisson sendiherra Íslands gagnvart Úkraínu afhenti Volodymyr Zelensky, forseta landsins, nýverið trúnaðarbréf sitt. Stefna ekki að opnun sendiráðs í Úkraínu „Litáen er ein nánasta vinaþjóð Íslands og samvinna landanna hefur dýpkað jafnt og þétt. Um leið gerum við ráð fyrir að samskipti okkar við Úkraínu eigi eftir að aukast enn frekar,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. Ekki standi til að opna sendiskrifstofu í Kænugarði eins og sakir standa en vonast ráðherrann með þessu að hægt verði að styrkja sambandið við úkraínsk stjórnvöld og sýna þjóðinni samstöðu. Á sama tíma geti fulltrúar Íslands sótt í þá þekkingu og reynslu sem Litáar og aðrar vinaþjóðir Íslands hafi varðandi svæðið. Úkraína er eitt af umdæmisríkjum sendiráðs Íslands í Varsjá í Póllandi þar sem Hannes Heimisson er sendiherra. Gabrielius Landsbergis, utanríkisráðherra Litáens, segir í tilkynningu að samstarf Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna hafi eflst á undanförnum árum. „Á sameiginlegum fundi í Kænugarði kölluðum við, ásamt utanríkisráðherra Íslands og annarra norrænna þjóða, eftir auknum aðgerðum bandalagsþjóða við Atlantshafið, til að flýta fyrir sigri Úkraínumanna. Eins og staðan er núna er þétt samstaða Íslands og Litáen ekki aðeins táknræn heldur raunveruleg.“ Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Litháen Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Starfsemi sendiráðsins lögð niður í dag Starfsemi sendiráðs Íslands í Moskvu verður lögð niður í dag. Verkefni ráðuneytisins, sem hefur einnig verið með fyrirsvar gagnvart Armeníu, Belarús, Kasakstan, Kirgistan, Moldóvu, Tadsíkistan, Túrkmenistan og Úsbekistan færast yfir á utanríkisráðuneytið. 1. ágúst 2023 11:32 Sendiherrann pakkar saman og kveður Moskvu Árni Þór Sigurðsson, sem gegnt hefur embætti sendiherra Íslands í Moskvu síðustu misserin, hefur tekið saman föggur sínar og kvatt rússnesku höfuðborgina. 28. júní 2023 13:58 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Sjá meira
Þetta er sagt liður í þeirri stefnu íslenskra stjórnvalda að sýna úkraínsku þjóðinni samstöðu eftir innrás Rússa. Starfsemi í sendiráði Íslands í Rússlandi var lögð niður í gær. Sem hluti af samkomulaginu fá fulltrúar íslenska ríkisins tryggan aðgang að aðstöðu í höfuðborg Úkraínu til að sinna störfum í landinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórnarráðinu en engar fjárhagslegar skuldbindingar eru sagðar fylgja samkomulaginu. Hannes Heimisson sendiherra Íslands gagnvart Úkraínu afhenti Volodymyr Zelensky, forseta landsins, nýverið trúnaðarbréf sitt. Stefna ekki að opnun sendiráðs í Úkraínu „Litáen er ein nánasta vinaþjóð Íslands og samvinna landanna hefur dýpkað jafnt og þétt. Um leið gerum við ráð fyrir að samskipti okkar við Úkraínu eigi eftir að aukast enn frekar,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. Ekki standi til að opna sendiskrifstofu í Kænugarði eins og sakir standa en vonast ráðherrann með þessu að hægt verði að styrkja sambandið við úkraínsk stjórnvöld og sýna þjóðinni samstöðu. Á sama tíma geti fulltrúar Íslands sótt í þá þekkingu og reynslu sem Litáar og aðrar vinaþjóðir Íslands hafi varðandi svæðið. Úkraína er eitt af umdæmisríkjum sendiráðs Íslands í Varsjá í Póllandi þar sem Hannes Heimisson er sendiherra. Gabrielius Landsbergis, utanríkisráðherra Litáens, segir í tilkynningu að samstarf Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna hafi eflst á undanförnum árum. „Á sameiginlegum fundi í Kænugarði kölluðum við, ásamt utanríkisráðherra Íslands og annarra norrænna þjóða, eftir auknum aðgerðum bandalagsþjóða við Atlantshafið, til að flýta fyrir sigri Úkraínumanna. Eins og staðan er núna er þétt samstaða Íslands og Litáen ekki aðeins táknræn heldur raunveruleg.“
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Litháen Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Starfsemi sendiráðsins lögð niður í dag Starfsemi sendiráðs Íslands í Moskvu verður lögð niður í dag. Verkefni ráðuneytisins, sem hefur einnig verið með fyrirsvar gagnvart Armeníu, Belarús, Kasakstan, Kirgistan, Moldóvu, Tadsíkistan, Túrkmenistan og Úsbekistan færast yfir á utanríkisráðuneytið. 1. ágúst 2023 11:32 Sendiherrann pakkar saman og kveður Moskvu Árni Þór Sigurðsson, sem gegnt hefur embætti sendiherra Íslands í Moskvu síðustu misserin, hefur tekið saman föggur sínar og kvatt rússnesku höfuðborgina. 28. júní 2023 13:58 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Sjá meira
Starfsemi sendiráðsins lögð niður í dag Starfsemi sendiráðs Íslands í Moskvu verður lögð niður í dag. Verkefni ráðuneytisins, sem hefur einnig verið með fyrirsvar gagnvart Armeníu, Belarús, Kasakstan, Kirgistan, Moldóvu, Tadsíkistan, Túrkmenistan og Úsbekistan færast yfir á utanríkisráðuneytið. 1. ágúst 2023 11:32
Sendiherrann pakkar saman og kveður Moskvu Árni Þór Sigurðsson, sem gegnt hefur embætti sendiherra Íslands í Moskvu síðustu misserin, hefur tekið saman föggur sínar og kvatt rússnesku höfuðborgina. 28. júní 2023 13:58