Dramatísk fækkun ungs fólks á Íslandi sem fer í meðferð Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. ágúst 2023 23:31 Valgerður Rúnarsdóttir forstjóri og framkvæmdastjóri lækninga á Vogi, segir jákvætt að færri í hópi ungs fólks leiti til Vogs þó að kanna þurfi ástæðurnar til hlýtar. Ungt fólk hefur mun síður leitað í meðferð á Vogi síðustu þrjú ár og er um að ræða gríðarlega fækkun frá því á fyrri árum. Forstjóri og framkvæmdastjóri lækninga á Vogi segir að skoða þurfi betur hvers vegna svo sé en ljóst sé að þarna séu á ferðinni jákvæðar fréttir. Ungt fólk í neyslu sé hinsvegar gjarnan í alvarlegri neyslu. Greint var frá því í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að innflutningur á kókaíni hefur aukist og neyslan þar með. Sex sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna þriggja ólíkra mála sem tengjast innflutningi. Valgerður Rúnarsdóttir forstjóri og framkvæmdastjóri lækninga á Vogi, ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hún segir að stofnunin merki sömu aukningu í störfum sínum og lögregla. Verðkannanir á Vogi á fíkniefnum hér á landi bendi til þess að litlar sveiflur séu á verði. Kókaínneysla hafi aukist að undanförnu eftir að hafa fallið í heimsfaraldrinum. Margar ástæður fyrir breytingum „Það merkilegasta sem við sjáum í okkar tölum síðustu ár er þessi minni eftirspurn ungs fólks eftir meðferð, en það er dramatísk fækkun síðustu þrjú ár.“ Hvað segir það okkur? „Það þarf auðvitað að skoða það. Það eru margar ástæður fyrir því. Þetta er mjög gott, þetta eru mjög jákvæðar upplýsingar.“ Valgerður segir að aðgengi að meðferð fyrir 25 ára og yngri sé gríðarlega gott á Vogi, sem sinni öllum í hópnum sem óski eftir því. Það þýði að færri séu að neyta efnanna. Neyslan alvarlegri „Hinsvegar ef við tökum fólkið sem kemur til okkar á þessum aldri, að þá eru einstaklingarnir þar í mjög blandaðri og oft alvarlegri neyslu. Um það bil helmingur einstaklinga sem kemur er að nota kókaín og eins og hefur verið margumtalað, ópíóðana. Þeir eru í hæsta hlutfalli í þessum yngsta neytendahópi.“ Neytendahópurinn sé minni en áður og segir Valgerður að Covid hafi þar haft mikil áhrif. Þróunin sé hafi hinsvegar verið í þessa átt frá því um aldamótin. Áfengið stærsta vandamálið Þú talar um minna aðgengi í heimsfaraldrinum. Kom eitthvað í staðinn? „Já. Ásókn í áfengi hefur aukist og þá er það öðruvísi að ásókn í róandi lyf og þessi löglegu vímuefni líkt og áfengi og ópíóða, hún jókst á þessum tíma.“ Hefur hlutfall þeirra sem leita aðstoðar vegna áfengisneyslu minnkað á meðan hinn fjöldinn fer upp? „Nei, það hefur það ekki. Það er ennþá stærsta og alvarlegasta vandamálið, það er áfengið. Langflestir fá greiningu á áfengisfíkn þó þeir noti oft mikið önnur vímuefni. Talandi um kókaín, langflestir sem koma til okkar og eru með kókaínfíkn eru líka með áfengisfíkn. Sú neysla fer nú oft saman, áfengi og kókaín, eins og örvandi efni önnur.“ Hún segir blandaða neyslu mjög algenga, sérstaklega hjá yngri hópum. Þar séu neysla kókaíns, kannabis og áfengis mjög algeng. Miklu máli skipti að ná unga fólkinu með áfengisfíkn áður en það leiðist út í önnur efni. „Já ég held að það sé fyrst og fremst lærdómurinn. Að grípa snemma inn í af því að það er þess virði að vera með snemminngrip í meðferð eða einhverskonar inngrip og aðgerðir strax og skoða áhættuhegðun hjá ungu fólki. Það skilar mestum árangri.“ Fíkn Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Sjá meira
Greint var frá því í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að innflutningur á kókaíni hefur aukist og neyslan þar með. Sex sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna þriggja ólíkra mála sem tengjast innflutningi. Valgerður Rúnarsdóttir forstjóri og framkvæmdastjóri lækninga á Vogi, ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hún segir að stofnunin merki sömu aukningu í störfum sínum og lögregla. Verðkannanir á Vogi á fíkniefnum hér á landi bendi til þess að litlar sveiflur séu á verði. Kókaínneysla hafi aukist að undanförnu eftir að hafa fallið í heimsfaraldrinum. Margar ástæður fyrir breytingum „Það merkilegasta sem við sjáum í okkar tölum síðustu ár er þessi minni eftirspurn ungs fólks eftir meðferð, en það er dramatísk fækkun síðustu þrjú ár.“ Hvað segir það okkur? „Það þarf auðvitað að skoða það. Það eru margar ástæður fyrir því. Þetta er mjög gott, þetta eru mjög jákvæðar upplýsingar.“ Valgerður segir að aðgengi að meðferð fyrir 25 ára og yngri sé gríðarlega gott á Vogi, sem sinni öllum í hópnum sem óski eftir því. Það þýði að færri séu að neyta efnanna. Neyslan alvarlegri „Hinsvegar ef við tökum fólkið sem kemur til okkar á þessum aldri, að þá eru einstaklingarnir þar í mjög blandaðri og oft alvarlegri neyslu. Um það bil helmingur einstaklinga sem kemur er að nota kókaín og eins og hefur verið margumtalað, ópíóðana. Þeir eru í hæsta hlutfalli í þessum yngsta neytendahópi.“ Neytendahópurinn sé minni en áður og segir Valgerður að Covid hafi þar haft mikil áhrif. Þróunin sé hafi hinsvegar verið í þessa átt frá því um aldamótin. Áfengið stærsta vandamálið Þú talar um minna aðgengi í heimsfaraldrinum. Kom eitthvað í staðinn? „Já. Ásókn í áfengi hefur aukist og þá er það öðruvísi að ásókn í róandi lyf og þessi löglegu vímuefni líkt og áfengi og ópíóða, hún jókst á þessum tíma.“ Hefur hlutfall þeirra sem leita aðstoðar vegna áfengisneyslu minnkað á meðan hinn fjöldinn fer upp? „Nei, það hefur það ekki. Það er ennþá stærsta og alvarlegasta vandamálið, það er áfengið. Langflestir fá greiningu á áfengisfíkn þó þeir noti oft mikið önnur vímuefni. Talandi um kókaín, langflestir sem koma til okkar og eru með kókaínfíkn eru líka með áfengisfíkn. Sú neysla fer nú oft saman, áfengi og kókaín, eins og örvandi efni önnur.“ Hún segir blandaða neyslu mjög algenga, sérstaklega hjá yngri hópum. Þar séu neysla kókaíns, kannabis og áfengis mjög algeng. Miklu máli skipti að ná unga fólkinu með áfengisfíkn áður en það leiðist út í önnur efni. „Já ég held að það sé fyrst og fremst lærdómurinn. Að grípa snemma inn í af því að það er þess virði að vera með snemminngrip í meðferð eða einhverskonar inngrip og aðgerðir strax og skoða áhættuhegðun hjá ungu fólki. Það skilar mestum árangri.“
Fíkn Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Sjá meira