Augljóst að eitthvað sé að þegar veikindadagar eru 39 á ári Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 3. ágúst 2023 13:06 Andri Steinn Hilmarsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi segist skilja að fólk hafi skoðanir á málinu en á móti komi að margir fagni breytingunum og sjái í þeim tækifæri. Vísir/Arnar Bæjarfulltrúi í Kópavogi segir að ef ekkert hefði verið aðhafst varðandi leikskólamál bæjarins hefði þjónusta ekki staðið undir kröfum foreldra. Breytingar á gjaldskrá leiða af sér miklar hækkanir hjá þeim sem ekki hafa tök á því að hafa barnið sitt skemur en sex tíma á dag í leikskóla. Líkt og greint hefur verið frá á Vísi munu gjaldskrár leikskóla í Kópavogi taka umtalsverðum breytingum í haust. Í breytingunni felst að dvalargjald er fellt niður ef barn er í sex tíma eða skemur í leikskóla á dag en fyrir aðra hækkar gjaldskráin verulega. Talsverðar ólgu hefur gætt á meðal foreldra sem ekki hafa tök á því að stytta vistunartíma barna sinna í Kópavogi. Á Vísi var í morgun rætt við móður sem segir Kópavog láta foreldra borga brúsann fyrir vandamál bæjarins. Andri Steinn Hilmarsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi segist skilja að fólk hafi skoðanir á málinu en á móti komi að margir fagni breytingunum og sjái í þeim tækifæri. Hann hafi rætt við marga foreldra sem eftir samtal sýni aðstæðunum skilning. „Það má ekki gleyma því að það að standa með hendur í skauti og gera ekki neitt hefði leitt af sér, að mínu mati, mjög erfiðan leikskólavetur þar sem þjónustan hefði ekki verið á pari við þær væntingar sem foreldrar gera til menntunar barna sinna og þeirrar þjónustu sem snýr að dagvistunarúrræðum.“ Starfsfólk taki breytingum fagnandi Andri segir mikið álag hafa verið á starfsfólki leikskólanna sem taki breytingunum fagnandi. „Þegar þú ert með þrjátíu og níu veikindadaga á ári, á hvert stöðugildi í skammtímaveikindum, þá er augljóslega eitthvað að. Álagið í kerfinu of mikið, og eðlilegt að við lítum aðeins í eigin barm. Hvað þurfum við að gera til þess að hafa hjá okkur ánægðara starfsfólk?“ Þá bendir Andri á að yfir hundrað leikskólapláss séu ekki nýtt í Kópavogi þar sem ekki hefur tekist að manna stöðugildi. „Þegar við spyrjum okkur af hverju fólk vill ekki ráða sig til starfa á leikskóla hjá okkur, af hverju eru veikindadagar svona margir, þá þurfum við að fara í einhverjar breytingar á starfsumhverfinu. Það að draga úr álagi hjá þeim foreldrum sem hafa tök á því að stytta aðeins vinnudaginn sinn, mun leiða til betri þjónustu, líka fyrir þau börn sem verða áfram átta tímana. Það er það sem skiptir mestu máli.“ Ekki sé verið að reyna að ýta foreldrum í sex tíma vinnudag en staðreyndin sé sú að margir hafi meiri sveigjanleika. „Aðrir geta byrjað á því að stytta um hálftíma á dag eða klukkutíma á dag og það er vel. Það verður bara gaman að sjá hversu margir sjá sér kleift að gera breytingar og styttingar á leikskóladvöl barnsins síns,“ segir Andri Steinn Hilmarsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Börn og uppeldi Kópavogur Leikskólar Vinnumarkaður Skóla - og menntamál Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Fleiri fréttir Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Sjá meira
Líkt og greint hefur verið frá á Vísi munu gjaldskrár leikskóla í Kópavogi taka umtalsverðum breytingum í haust. Í breytingunni felst að dvalargjald er fellt niður ef barn er í sex tíma eða skemur í leikskóla á dag en fyrir aðra hækkar gjaldskráin verulega. Talsverðar ólgu hefur gætt á meðal foreldra sem ekki hafa tök á því að stytta vistunartíma barna sinna í Kópavogi. Á Vísi var í morgun rætt við móður sem segir Kópavog láta foreldra borga brúsann fyrir vandamál bæjarins. Andri Steinn Hilmarsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi segist skilja að fólk hafi skoðanir á málinu en á móti komi að margir fagni breytingunum og sjái í þeim tækifæri. Hann hafi rætt við marga foreldra sem eftir samtal sýni aðstæðunum skilning. „Það má ekki gleyma því að það að standa með hendur í skauti og gera ekki neitt hefði leitt af sér, að mínu mati, mjög erfiðan leikskólavetur þar sem þjónustan hefði ekki verið á pari við þær væntingar sem foreldrar gera til menntunar barna sinna og þeirrar þjónustu sem snýr að dagvistunarúrræðum.“ Starfsfólk taki breytingum fagnandi Andri segir mikið álag hafa verið á starfsfólki leikskólanna sem taki breytingunum fagnandi. „Þegar þú ert með þrjátíu og níu veikindadaga á ári, á hvert stöðugildi í skammtímaveikindum, þá er augljóslega eitthvað að. Álagið í kerfinu of mikið, og eðlilegt að við lítum aðeins í eigin barm. Hvað þurfum við að gera til þess að hafa hjá okkur ánægðara starfsfólk?“ Þá bendir Andri á að yfir hundrað leikskólapláss séu ekki nýtt í Kópavogi þar sem ekki hefur tekist að manna stöðugildi. „Þegar við spyrjum okkur af hverju fólk vill ekki ráða sig til starfa á leikskóla hjá okkur, af hverju eru veikindadagar svona margir, þá þurfum við að fara í einhverjar breytingar á starfsumhverfinu. Það að draga úr álagi hjá þeim foreldrum sem hafa tök á því að stytta aðeins vinnudaginn sinn, mun leiða til betri þjónustu, líka fyrir þau börn sem verða áfram átta tímana. Það er það sem skiptir mestu máli.“ Ekki sé verið að reyna að ýta foreldrum í sex tíma vinnudag en staðreyndin sé sú að margir hafi meiri sveigjanleika. „Aðrir geta byrjað á því að stytta um hálftíma á dag eða klukkutíma á dag og það er vel. Það verður bara gaman að sjá hversu margir sjá sér kleift að gera breytingar og styttingar á leikskóladvöl barnsins síns,“ segir Andri Steinn Hilmarsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi.
Börn og uppeldi Kópavogur Leikskólar Vinnumarkaður Skóla - og menntamál Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Fleiri fréttir Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Sjá meira