Sakar Wagner-hópinn um að notfæra sér ástandið í Níger Kjartan Kjartansson skrifar 8. ágúst 2023 12:09 Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lýst ekki á blikuna í Níger þar sem Rússar virðast ætla að nýta sér upplausinina til þess að seilast til áhrifa. AP/Bebeto Matthews Utanríkisráðherra Bandaríkjanna telur að rússneski málaliðahópurinn Wagner notfæri sér nú óstöðugleikann í Níger í kjölfar valdaráns herforingja þar í síðasta mánuði. Vangaveltur eru uppi um að valdaræningjarnir hafi falast eftir aðstoð málaliðahersins. Wagner-hópurinn er umsvifamikill í fjölda Afríkulanda, þar á meðal Malí, nágrannaríki Nígers. Málaliðarnir eru sakaðir um aragrúa mannréttindabrota í álfunni. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir breska ríkisútvarpinu BBC að hann telji að hvorki Wagner né stjórnvöld í Kreml hafi átt þátt í valdaráni herforingjastjórnarinnar í Níger fyrir tveimur vikum en að þeir hafi reynt að hagnýta sér það. „Alls staðar sem þessi Wagner-hópur kemur hafa dauði, eyðilegging og arðrán fylgt í kjölfarið. Óöryggi hefur aukist en ekki minnkað,“ sagði Blinken. Victoria Nuland, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, varaði leiðtoga valdaránsins við því að leita á náðir Wagner þegar hún ræddi við þá í gær. Hún lýsti viðræðunum sem erfiðum og beinskeyttum. Þeir átti sig á hættunni sem fylgi því að vinna með Wagner-liðum. BBC segir ekki ljóst hvort að Wagner-liðar séu komnir til Nígers. Jevgeníj Prigozhin, leiðtogi hópsins, hvatti herforingjastjórnina til að hafa samband í skilaboðum á samfélagsmiðlinum Telegram í dag. „Við erum alltaf með þeim góðu í liði, með réttlætinu og með þeim sem berjast fyrir fullveldi sínu og réttindum þjóðar sinnar,“ sagði Prigozhin. Stuðningsmenn valdaránsins í Níger vesenast með rússneskan fána í Niamey í síðustu viku.AP/Sam Mednick Veifa rússneskum fána Til stendur að ræða ástandið í Níger á ráðstefnu Efnahagsbandalags Vestur-Afríkuríkja (ECOWAS) á fimmtudag. Bandalagið hafði skorað á herforingjastjórnina að gera Mohamed Bazoum aftur að forseta. Hann hefur verið í haldi valdaræningjanna frá því í síðasta mánuði. Ríkin hafa ekki útilokað hernaðaríhlutin í Níger. Blinken sagði í dag að samningaviðræður væru ákjósanlegri en hernaðarátök. Hann hefur ekki tjáð sig um hvað verður um fleiri en þúsund bandaríska hermenn sem eru í Níger. Níger er fyrrverandi frönsk nýlenda. Valdaráninu hefur fylgt vaxandi andúð á Frakklandi og aðdáun á Rússlandi. Reuters-fréttastofan segir að sumir stuðningsmenn valdaránsins veifi rússneska fánanum. Svipað gerðist eftir valdarán í nágrannaríkinu Malí árið 2021. Valdarræningjarnir þar vörpuðu frönskum hermönnum og alþjóðlegu friðargæsluliði á dyr og buðu Wagner-liðum í staðinn. Malíski herinn og Wanger-liðar eru sakaðir um að hafa tekið hundruð óbreytta borgara af lífi í hernaðaraðgerðum gegn aðskilnaðarsinnum í landinu. Níger Rússland Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir Loka lofthelginni í Níger og undirbúa sig undir árás Herforingjastjórnin sem rændi völdum í Níger hefur lokað lofthelgi landsins og sakar erlendar þjóðir um að undirbúa árás á landið. Þá segir stjórnin að öllum tilraunum til flugs yfir Níger verði mætt með „öflugu og tafarlausu svari“. 7. ágúst 2023 09:00 „Skelfilegar afleiðingar“ ef valdaræningjum tekst ætlunarverk sitt Mohamed Bazoum forseti Níger kallar eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins eftir að honum var steypt af valdastóli í landinu af herforingjastjórn. Í yfirlýsingu hans, sem Washington Post birti í dag, segist hann vera gísl valdaræningjanna og biður vestræn ríki um aðstoð við að koma lýðræðislega kjörnum stjórnvöldum til valda á ný. 4. ágúst 2023 06:58 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira
Wagner-hópurinn er umsvifamikill í fjölda Afríkulanda, þar á meðal Malí, nágrannaríki Nígers. Málaliðarnir eru sakaðir um aragrúa mannréttindabrota í álfunni. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir breska ríkisútvarpinu BBC að hann telji að hvorki Wagner né stjórnvöld í Kreml hafi átt þátt í valdaráni herforingjastjórnarinnar í Níger fyrir tveimur vikum en að þeir hafi reynt að hagnýta sér það. „Alls staðar sem þessi Wagner-hópur kemur hafa dauði, eyðilegging og arðrán fylgt í kjölfarið. Óöryggi hefur aukist en ekki minnkað,“ sagði Blinken. Victoria Nuland, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, varaði leiðtoga valdaránsins við því að leita á náðir Wagner þegar hún ræddi við þá í gær. Hún lýsti viðræðunum sem erfiðum og beinskeyttum. Þeir átti sig á hættunni sem fylgi því að vinna með Wagner-liðum. BBC segir ekki ljóst hvort að Wagner-liðar séu komnir til Nígers. Jevgeníj Prigozhin, leiðtogi hópsins, hvatti herforingjastjórnina til að hafa samband í skilaboðum á samfélagsmiðlinum Telegram í dag. „Við erum alltaf með þeim góðu í liði, með réttlætinu og með þeim sem berjast fyrir fullveldi sínu og réttindum þjóðar sinnar,“ sagði Prigozhin. Stuðningsmenn valdaránsins í Níger vesenast með rússneskan fána í Niamey í síðustu viku.AP/Sam Mednick Veifa rússneskum fána Til stendur að ræða ástandið í Níger á ráðstefnu Efnahagsbandalags Vestur-Afríkuríkja (ECOWAS) á fimmtudag. Bandalagið hafði skorað á herforingjastjórnina að gera Mohamed Bazoum aftur að forseta. Hann hefur verið í haldi valdaræningjanna frá því í síðasta mánuði. Ríkin hafa ekki útilokað hernaðaríhlutin í Níger. Blinken sagði í dag að samningaviðræður væru ákjósanlegri en hernaðarátök. Hann hefur ekki tjáð sig um hvað verður um fleiri en þúsund bandaríska hermenn sem eru í Níger. Níger er fyrrverandi frönsk nýlenda. Valdaráninu hefur fylgt vaxandi andúð á Frakklandi og aðdáun á Rússlandi. Reuters-fréttastofan segir að sumir stuðningsmenn valdaránsins veifi rússneska fánanum. Svipað gerðist eftir valdarán í nágrannaríkinu Malí árið 2021. Valdarræningjarnir þar vörpuðu frönskum hermönnum og alþjóðlegu friðargæsluliði á dyr og buðu Wagner-liðum í staðinn. Malíski herinn og Wanger-liðar eru sakaðir um að hafa tekið hundruð óbreytta borgara af lífi í hernaðaraðgerðum gegn aðskilnaðarsinnum í landinu.
Níger Rússland Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir Loka lofthelginni í Níger og undirbúa sig undir árás Herforingjastjórnin sem rændi völdum í Níger hefur lokað lofthelgi landsins og sakar erlendar þjóðir um að undirbúa árás á landið. Þá segir stjórnin að öllum tilraunum til flugs yfir Níger verði mætt með „öflugu og tafarlausu svari“. 7. ágúst 2023 09:00 „Skelfilegar afleiðingar“ ef valdaræningjum tekst ætlunarverk sitt Mohamed Bazoum forseti Níger kallar eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins eftir að honum var steypt af valdastóli í landinu af herforingjastjórn. Í yfirlýsingu hans, sem Washington Post birti í dag, segist hann vera gísl valdaræningjanna og biður vestræn ríki um aðstoð við að koma lýðræðislega kjörnum stjórnvöldum til valda á ný. 4. ágúst 2023 06:58 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira
Loka lofthelginni í Níger og undirbúa sig undir árás Herforingjastjórnin sem rændi völdum í Níger hefur lokað lofthelgi landsins og sakar erlendar þjóðir um að undirbúa árás á landið. Þá segir stjórnin að öllum tilraunum til flugs yfir Níger verði mætt með „öflugu og tafarlausu svari“. 7. ágúst 2023 09:00
„Skelfilegar afleiðingar“ ef valdaræningjum tekst ætlunarverk sitt Mohamed Bazoum forseti Níger kallar eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins eftir að honum var steypt af valdastóli í landinu af herforingjastjórn. Í yfirlýsingu hans, sem Washington Post birti í dag, segist hann vera gísl valdaræningjanna og biður vestræn ríki um aðstoð við að koma lýðræðislega kjörnum stjórnvöldum til valda á ný. 4. ágúst 2023 06:58