Tíminn á flugvöllum orðinn jafn langur og ferðalagið Ólafur Björn Sverrisson skrifar 8. ágúst 2023 17:59 Eva Rún og Ásta systir hennar brosa í gegnum tárin eftir vægast sagt hvimleitt ferðalag heim sem er enn ekki lokið. aðsend Flugi Evu Rúnar Guðmundsdóttir frá Amsterdam til Íslands, sem átti að vera komin til Íslands með flugi Icelandair á sunnudag, hefur verið aflýst. Hún vissi ekki hvort hún ætti að hlæja eða gráta þegar ástæða aflýsingarinnar var gefin upp. Greint var frá máli þriggja íslenskra kvenna, systra og móður þeirra, fyrr í dag. Kom þá fram að þær hafi átt að koma heim frá Osló á sunnudagskvöld en höfðu síðan beðið í fjórtán klukkustundir á flugvelli. Tíu farþegar, Eva Rún þar á meðal, voru settir í flug frá Osló til Amsterdam með SAS í dag. Þaðan áttu þeir að fljúga til Keflavíkur síðdegis en því flugi var aflýst á fimmta tímanum. „Nú er ég bara að bíða eftir rútu til að komast á hótel í þriðja sinn,“ segir Eva. „Ég var úti í Noregi í þrjár nætur. Ég er búin að vera í þessu ævintýri í jafn langan tíma.“ Eva fékk tilkynningu um að fluginu hafi verið aflýst síðdegis. „Mér var gefin sú ástæða að það hefði fugl flogið inn í annan hreyfilinn á leiðinni hingað. Svo heyrði ég annars staðar að þetta væri vélarbilun. Ég vissi ekki hvort ég ætti að hlægja eða brjálast þegar ég heyrði þetta með fuglinn.“ Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi Icelandair staðfestir við fréttastofu að fugl hafi flogið á hreyfilinn við lendingu í Amsterdam og því hafi fluginu verið aflýst. Hann biður farþega afsökunar vegna upplýsingagjafar. „Þetta er mjög óheppilegt og auðvitað erfiðar aðstæður fyrir farþega,“ segir Guðni. Meiriháttar tap Eva Rún viðurkennir að heilsan hafi verið betri. „Ég var búin að gera plön, ég á þrjú börn og maðurinn minn þarf að komast í vinnuna. Ég hef eiginlega ekki fengið neinn svefn, þetta var svo stuttur tími á hinum hótelunum. Ég er fullkomlega á síðustu dropunum.“ Evu var úthlutað annað flug í eftirmiðdaginn á morgun frá Amsterdam. Fulltrúi Icelandair hafði samband við Evu hálftíma áður en fluginu var aflýst. „Hún sagði að við ættum rétt á einhverjum bótum, ég veit ekki hvort það séu þessar 400 evrur sem fólk talar um. En ég sagði líka að þetta er meiriháttar tap, vinnutap, andlegt og líkamlegt tap.“ Guðni upplýsingafulltrúi flugfélagsins segir að ástæðan fyrir því hve illa hafi gengið að koma farþegunum frá Osló til Íslands, sé röð óheppilegra atvika. Þá harmar hann að farþegar upplifi að upplýsingagjöf hafi verið bágborin. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair.Mynd/Isavia „Við ætlum að skoða það og biðjumst afsökunar ef farþegar hafa ekki fengið nægar og góðar upplýsingar,“ segir Guðni. Ferðalög Fréttir af flugi Icelandair Íslendingar erlendis Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Greint var frá máli þriggja íslenskra kvenna, systra og móður þeirra, fyrr í dag. Kom þá fram að þær hafi átt að koma heim frá Osló á sunnudagskvöld en höfðu síðan beðið í fjórtán klukkustundir á flugvelli. Tíu farþegar, Eva Rún þar á meðal, voru settir í flug frá Osló til Amsterdam með SAS í dag. Þaðan áttu þeir að fljúga til Keflavíkur síðdegis en því flugi var aflýst á fimmta tímanum. „Nú er ég bara að bíða eftir rútu til að komast á hótel í þriðja sinn,“ segir Eva. „Ég var úti í Noregi í þrjár nætur. Ég er búin að vera í þessu ævintýri í jafn langan tíma.“ Eva fékk tilkynningu um að fluginu hafi verið aflýst síðdegis. „Mér var gefin sú ástæða að það hefði fugl flogið inn í annan hreyfilinn á leiðinni hingað. Svo heyrði ég annars staðar að þetta væri vélarbilun. Ég vissi ekki hvort ég ætti að hlægja eða brjálast þegar ég heyrði þetta með fuglinn.“ Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi Icelandair staðfestir við fréttastofu að fugl hafi flogið á hreyfilinn við lendingu í Amsterdam og því hafi fluginu verið aflýst. Hann biður farþega afsökunar vegna upplýsingagjafar. „Þetta er mjög óheppilegt og auðvitað erfiðar aðstæður fyrir farþega,“ segir Guðni. Meiriháttar tap Eva Rún viðurkennir að heilsan hafi verið betri. „Ég var búin að gera plön, ég á þrjú börn og maðurinn minn þarf að komast í vinnuna. Ég hef eiginlega ekki fengið neinn svefn, þetta var svo stuttur tími á hinum hótelunum. Ég er fullkomlega á síðustu dropunum.“ Evu var úthlutað annað flug í eftirmiðdaginn á morgun frá Amsterdam. Fulltrúi Icelandair hafði samband við Evu hálftíma áður en fluginu var aflýst. „Hún sagði að við ættum rétt á einhverjum bótum, ég veit ekki hvort það séu þessar 400 evrur sem fólk talar um. En ég sagði líka að þetta er meiriháttar tap, vinnutap, andlegt og líkamlegt tap.“ Guðni upplýsingafulltrúi flugfélagsins segir að ástæðan fyrir því hve illa hafi gengið að koma farþegunum frá Osló til Íslands, sé röð óheppilegra atvika. Þá harmar hann að farþegar upplifi að upplýsingagjöf hafi verið bágborin. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair.Mynd/Isavia „Við ætlum að skoða það og biðjumst afsökunar ef farþegar hafa ekki fengið nægar og góðar upplýsingar,“ segir Guðni.
Ferðalög Fréttir af flugi Icelandair Íslendingar erlendis Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira