Magnaður ævintýragarður á Akureyri þar sem er ókeypis inn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. ágúst 2023 20:07 Hreinn við listaverkið sitt með gömlu tannburstunum hans sjálfs. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er mikið ævintýri að skoða Ævintýragarðinn við Oddeyrargötu á Akureyri því þar hefur eigandinn smíðað ýmsar skemmtilegar persónur úr þekktum ævintýrum og dreift um garðinn. Gamlir tannburstar eigandans eru í aðalhlutverki á einu verkanna. Sjón er sögu ríkari. Garðurinn er við Oddeyrargötu 17 og þar eru allir velkomnir og það, sem meira er, það kostar ekkert inn í garðinn, sem er í einkaeigu. Hreinn Halldórsson, sem býr í húsinu segir garðinn vera einkagalleríið sitt, lifandi undir berum himni. Þar er lofthæðin endalaus og lýsingin síbreytileg. „Þetta er ævintýragarður því hér eru fyrst og fremst ævintýri og ég segi stundum að þetta er uppfullt af prinsum, prinsessum og drottningum en það er hins vegar bara einn kóngur og það er ég sjálfur, þetta er sem sagt mitt kóngsríki,” segir Hreinn hlægjandi. Ævintýragarðurinn við Oddeyrargötu 17 er allur hinn glæsilegasti. Við flest verkin er texti bæði á íslensku og ensku með nafni verksins og úr hvaða ævintýri það er tekið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hreinn segist eiga hvert einasta handtak í garðinum, öll verkin og umhirðu garðsins. „Þetta er opið frá tíu á morgnana og til átta á kvöldin og allt ókeypis. Fólk getur labbað hér um og sést niður og myndað og skoðað. Það má alveg snerta og koma við,” bætir Hreinn við. Það má svo sannarlega taka hattinn ofan fyrir dugnaði Hreins og fyrir að opna garðinn sinn fyrir alla áhugasama. Upplýsingaskilti um garðinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég hef bara svo gaman af því að sýna verkin mín því að þetta er bara mín aðstaða, þetta er bara eins og mitt einkagallerí þannig séð,” segir Hreinn. Og hver eru viðbrögð fólks þegar það kemur til þín? „Það er bara mjög ánægt, virkilega ánægt og það er svo gaman að segja frá því að þetta er alveg frá því að vera börn og yfir í mjög aldrað fólk, sem á erfitt með að ganga og þess vegna setti ég handrið á tröppur og svona, því að það er að koma hérna allur aldur.” Mikil aðsókn er í garðinn, ekki síst hjá erlendum ferðamönnum, sem hafa virkilega gaman af því að skoða garðinn og spjalla við Hrein.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hreinn er mjög nýtin með alla hluti því í garðinum eru til dæmis gömlu tannburstarnir hans á einu verkinu. „Já, þetta er það sem ég var búin að nota í fjögur eða fimm ár staðráðinn í að nýta þá. Það byrjaði með því að ég var að henda tannburstanum mínum og held á honum svona, er að láta hann detta í ruslið en þá allt í einu sé ég bara, þetta er svo fallegur litur, ég man enn þá hvaða litur þetta var og þá fór ég að safna þeim og ákvað að nýta þá,” segir Hreinn alsæll með garðinn sinn og hvað fólk hefur gaman af því að skoða hann. Hreinn við nokkur af verkunum, sem hann hefur smíðað og eru í garðinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hreinn og garðurinn eru á Facebook Akureyri Garðyrkja Menning Föndur Styttur og útilistaverk Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Garðurinn er við Oddeyrargötu 17 og þar eru allir velkomnir og það, sem meira er, það kostar ekkert inn í garðinn, sem er í einkaeigu. Hreinn Halldórsson, sem býr í húsinu segir garðinn vera einkagalleríið sitt, lifandi undir berum himni. Þar er lofthæðin endalaus og lýsingin síbreytileg. „Þetta er ævintýragarður því hér eru fyrst og fremst ævintýri og ég segi stundum að þetta er uppfullt af prinsum, prinsessum og drottningum en það er hins vegar bara einn kóngur og það er ég sjálfur, þetta er sem sagt mitt kóngsríki,” segir Hreinn hlægjandi. Ævintýragarðurinn við Oddeyrargötu 17 er allur hinn glæsilegasti. Við flest verkin er texti bæði á íslensku og ensku með nafni verksins og úr hvaða ævintýri það er tekið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hreinn segist eiga hvert einasta handtak í garðinum, öll verkin og umhirðu garðsins. „Þetta er opið frá tíu á morgnana og til átta á kvöldin og allt ókeypis. Fólk getur labbað hér um og sést niður og myndað og skoðað. Það má alveg snerta og koma við,” bætir Hreinn við. Það má svo sannarlega taka hattinn ofan fyrir dugnaði Hreins og fyrir að opna garðinn sinn fyrir alla áhugasama. Upplýsingaskilti um garðinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég hef bara svo gaman af því að sýna verkin mín því að þetta er bara mín aðstaða, þetta er bara eins og mitt einkagallerí þannig séð,” segir Hreinn. Og hver eru viðbrögð fólks þegar það kemur til þín? „Það er bara mjög ánægt, virkilega ánægt og það er svo gaman að segja frá því að þetta er alveg frá því að vera börn og yfir í mjög aldrað fólk, sem á erfitt með að ganga og þess vegna setti ég handrið á tröppur og svona, því að það er að koma hérna allur aldur.” Mikil aðsókn er í garðinn, ekki síst hjá erlendum ferðamönnum, sem hafa virkilega gaman af því að skoða garðinn og spjalla við Hrein.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hreinn er mjög nýtin með alla hluti því í garðinum eru til dæmis gömlu tannburstarnir hans á einu verkinu. „Já, þetta er það sem ég var búin að nota í fjögur eða fimm ár staðráðinn í að nýta þá. Það byrjaði með því að ég var að henda tannburstanum mínum og held á honum svona, er að láta hann detta í ruslið en þá allt í einu sé ég bara, þetta er svo fallegur litur, ég man enn þá hvaða litur þetta var og þá fór ég að safna þeim og ákvað að nýta þá,” segir Hreinn alsæll með garðinn sinn og hvað fólk hefur gaman af því að skoða hann. Hreinn við nokkur af verkunum, sem hann hefur smíðað og eru í garðinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hreinn og garðurinn eru á Facebook
Akureyri Garðyrkja Menning Föndur Styttur og útilistaverk Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira