Bankarnir liggi vel við höggi „einhverra hluta vegna“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 9. ágúst 2023 17:15 Bjarni Benediktsson er ekki hrifinn af frekari skattlagningu á íslensk fjármálafyrirtæki. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra efast um að svokallaður hvalrekaskattur myndi bæta kjör heimilanna eða fyrirtækja. Nóg sé um sérsaka íslenska skatta og frekari skattlagning myndi minnka áhuga fjárfesta á bankakerfinu íslenska. Þetta sagði Bjarni meðal annars í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Til umræðu voru hugmyndir um sérstaka skattlagningu á hagnað banka sem er tilkominn vegna vaxtatekna í því vaxtaumhverfi sem nú er. Íslensku bankarnir högnuðust á fyrri helmingi þessa árs um tugi milljarða sem skýrist einkum af hærri vöxtum. Ítölsk stjórnvöld ákváðu í gær að leggja slíkan hvalrekaskatt á bankana þar í landi og sagði Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2 að til greina komi að leggja á sambærilegan skatt hér á landi. Bjarni hóf viðtalið á að telja upp þá sérstöku skatta sem fyrri eru og leggjast á fjármálafyrirtæki hér á landi. Þar á meðal viðbótarskatt á fjármálafyrirtæki sem hagnast um meira en milljarð, bankaskatt sem og sérstakan fjársýsluskatt. „Þegar við skoðum þessa skatta og berum saman við þá skatta sem er verið að ræða um á Ítalíu, sem leggjast á hluta starfsemi bankanna þar, eins og þetta hefur verið kynnt, þá sýnist mér skattarnir hér heima líklega hærri. Nú erum við að tala um skatta sem eru sérstakir á íslensk fjármálafyrirtæki og eru þegar í gildi,“ sagði Bjarni í viðtalinu sem má hlusta á í heild sinni hér að neðan. Bankarnir liggi vel við höggi Þá nefnir Bjarni ýmsar reglur um íslenska fjármálakerfið sem settar hafi verið í varúðarskyni eftir bankahrun, reglur um há eiginfjárhlutföll bankanna og áhættumat. „Þegar þetta tvennt er lagt saman þá verð ég að segja að við erum þegar með töluvert miklar kvaðir á íslenska bankakerfið. Ég leyfi mér að efast um það að ef við myndum koma með viðbótarskattlagningu á íslenska fjármálakerfið, að það væri til þess fallið að bæta hag heimilanna eða fyrirtækja í landinu í viðskiptakjörum. Ég sé ekki hvernig það ætti að vera,“ sagði Bjarni og hélt áfram: „Hins vegar eru menn iðulega með hugmyndir um ný útgjaldamál og þá er í sömu andrá komið með hugmyndir að nýjum sköttum. Einhverra hluta vegna liggja bankarnir oft vel við höggi í því sambandi.“ Spurður hvort að heimilin blæði fyrir vaxtamun, á meðan bankarnir hagnist gríðarlega segir Bjarni: „Það er rétt að vaxtamunur hefur verið að aukast á Íslandi. Hann hefur samt ekki hækkað jafn mikið og víðast annars staðar.“ Skattkerfið sé fyrirsjáanlegt til að auka áhuga fjárfesta Sama staða sé ekki uppi hér á Íslandi og Ítalíu, sem dæmi. Þegar hagnaður bankanna sé skoðaður verði að gera það í samhengi við það eigið fé sem sé búið að binda í bankakerfinu. „Þegar við skoðum það í því ljósi er arðsemin af því fjármagni sem er bundið í íslenska fjármálakerfinu ekki umfram það sem gildir annar staðar,“ segir Bjarni. Það skipti máli að skattkerfið sé fyrirsjáanlegt til þess að auka áhuga á því að fjárfesta í íslenska bankakerfinu. „Nú höfum við verið sammála um að losa um hlut ríkisins í Íslandsbanka og klára þá sölu þegar fram í sækir. Hugmyndir um að breyta skattaumhverfinu eru held ég ekki góðar til að auka áhuga manna. Sérstaklega þegar þær hugmyndir bætast ofan á aðra sérstaka skatta. Ég sé ekki þörfina eða að tilgangurinn sé nægur með þessum hugmyndum.“ Frekar skuli stjórnvöld einbeita sér að því að missa ekki stjórn á útgjöldum og standa með heimilunum þegar „þess gerist þörf.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skattar og tollar Alþingi Íslenskir bankar Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Þetta sagði Bjarni meðal annars í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Til umræðu voru hugmyndir um sérstaka skattlagningu á hagnað banka sem er tilkominn vegna vaxtatekna í því vaxtaumhverfi sem nú er. Íslensku bankarnir högnuðust á fyrri helmingi þessa árs um tugi milljarða sem skýrist einkum af hærri vöxtum. Ítölsk stjórnvöld ákváðu í gær að leggja slíkan hvalrekaskatt á bankana þar í landi og sagði Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2 að til greina komi að leggja á sambærilegan skatt hér á landi. Bjarni hóf viðtalið á að telja upp þá sérstöku skatta sem fyrri eru og leggjast á fjármálafyrirtæki hér á landi. Þar á meðal viðbótarskatt á fjármálafyrirtæki sem hagnast um meira en milljarð, bankaskatt sem og sérstakan fjársýsluskatt. „Þegar við skoðum þessa skatta og berum saman við þá skatta sem er verið að ræða um á Ítalíu, sem leggjast á hluta starfsemi bankanna þar, eins og þetta hefur verið kynnt, þá sýnist mér skattarnir hér heima líklega hærri. Nú erum við að tala um skatta sem eru sérstakir á íslensk fjármálafyrirtæki og eru þegar í gildi,“ sagði Bjarni í viðtalinu sem má hlusta á í heild sinni hér að neðan. Bankarnir liggi vel við höggi Þá nefnir Bjarni ýmsar reglur um íslenska fjármálakerfið sem settar hafi verið í varúðarskyni eftir bankahrun, reglur um há eiginfjárhlutföll bankanna og áhættumat. „Þegar þetta tvennt er lagt saman þá verð ég að segja að við erum þegar með töluvert miklar kvaðir á íslenska bankakerfið. Ég leyfi mér að efast um það að ef við myndum koma með viðbótarskattlagningu á íslenska fjármálakerfið, að það væri til þess fallið að bæta hag heimilanna eða fyrirtækja í landinu í viðskiptakjörum. Ég sé ekki hvernig það ætti að vera,“ sagði Bjarni og hélt áfram: „Hins vegar eru menn iðulega með hugmyndir um ný útgjaldamál og þá er í sömu andrá komið með hugmyndir að nýjum sköttum. Einhverra hluta vegna liggja bankarnir oft vel við höggi í því sambandi.“ Spurður hvort að heimilin blæði fyrir vaxtamun, á meðan bankarnir hagnist gríðarlega segir Bjarni: „Það er rétt að vaxtamunur hefur verið að aukast á Íslandi. Hann hefur samt ekki hækkað jafn mikið og víðast annars staðar.“ Skattkerfið sé fyrirsjáanlegt til að auka áhuga fjárfesta Sama staða sé ekki uppi hér á Íslandi og Ítalíu, sem dæmi. Þegar hagnaður bankanna sé skoðaður verði að gera það í samhengi við það eigið fé sem sé búið að binda í bankakerfinu. „Þegar við skoðum það í því ljósi er arðsemin af því fjármagni sem er bundið í íslenska fjármálakerfinu ekki umfram það sem gildir annar staðar,“ segir Bjarni. Það skipti máli að skattkerfið sé fyrirsjáanlegt til þess að auka áhuga á því að fjárfesta í íslenska bankakerfinu. „Nú höfum við verið sammála um að losa um hlut ríkisins í Íslandsbanka og klára þá sölu þegar fram í sækir. Hugmyndir um að breyta skattaumhverfinu eru held ég ekki góðar til að auka áhuga manna. Sérstaklega þegar þær hugmyndir bætast ofan á aðra sérstaka skatta. Ég sé ekki þörfina eða að tilgangurinn sé nægur með þessum hugmyndum.“ Frekar skuli stjórnvöld einbeita sér að því að missa ekki stjórn á útgjöldum og standa með heimilunum þegar „þess gerist þörf.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skattar og tollar Alþingi Íslenskir bankar Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira