Máttu ekki synja barni um hjálpartæki Magnús Jochum Pálsson skrifar 10. ágúst 2023 10:40 Úrskurðarnefnd velferðarmála staðfesti ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að óheimilt væri að styrkja kaup á þríhjóli þar sem fyrirhuguð notkun þess uppfyllti ekki skilyrði reglugerðar um styrki vegna hjálpartækja og laga um sjúkratryggingar. Umboðsmaður segir niðurstöðu nefndarinnar ekki í samræmi við lög. Vísir/Vilhelm Umboðsmaður Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að bann við styrkjum vegna hjálpartækja sem börnum með fötlun eru nauðsynleg eða hentug til tómstunda eigi sér ekki fullnægjandi stoð í lögum um sjúkratryggingar. Þetta kemur fram á vefsíðu umboðsmanns Alþingis. Þar segir að úrskurðarnefnd velferðarmála hafi staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að óheimilt væri að styrkja kaup á þríhjóli þar sem fyrirhuguð notkun þess uppfyllti ekki skilyrði reglugerðar um styrki vegna hjálpartækja og laga um sjúkratryggingar. Umboðsmaður Alþingis segir niðurstöðu úrskurðarnefndar velferðarmála hafi verið byggða á röngum grundvelli og úrskurður hennar sé í ósamræmi við lög. Því er mælst til þess að málið verði tekið aftur til meðferðar ef eftir því er leitað. Þó segir að þar sem heilbrigðisráðuneytið hafði upplýst að unnið væri að breytingum á reglugerðarákvæðinu væri ekki ástæða til sérstakra tilmæla þar að lútandi. Tryggja verði að börn njóti réttinda til leiks og tómstunda Niðurstaða umboðsmanns var byggð á því að ákvæði reglugerðarinnar ætti sér ekki fullnægjandi stoð í lögum um sjúkratryggingar. „Við setningu reglugerðarinnar hefði ráðherra borið að stuðla að því eftir föngum að fólk með fötlun gæti notið þeirra réttinda sem þeim ber að tryggja, þ. á m. að fötluð börn nytu réttinda til leiks og tómstunda,“ segir í tilkynningu umboðsmanns. Ekki sé hægt að fallast á að hjálpartæki sem eru nauðsynleg eða hentug til tómstunda barna með fötlun falli utan laganna heldur þvert á móti verði að ganga út frá því að „vilji löggjafans hefði staðið til þess að stutt væri við þessa möguleika þeirra til jafns við önnur börn eftir því sem fært væri.“ Ráðherra hefði sömuleiðis borið að gæta þess að ekki væri þrengt um of að svigrúmi úrskurðarnefndar til að leggja mat á hvort hjálpartæki teldist nauðsynlegt eða hentugt til að auðvelda athafnir daglegs lífs. Jafnréttismál Málefni fatlaðs fólks Sjúkratryggingar Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira
Þetta kemur fram á vefsíðu umboðsmanns Alþingis. Þar segir að úrskurðarnefnd velferðarmála hafi staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að óheimilt væri að styrkja kaup á þríhjóli þar sem fyrirhuguð notkun þess uppfyllti ekki skilyrði reglugerðar um styrki vegna hjálpartækja og laga um sjúkratryggingar. Umboðsmaður Alþingis segir niðurstöðu úrskurðarnefndar velferðarmála hafi verið byggða á röngum grundvelli og úrskurður hennar sé í ósamræmi við lög. Því er mælst til þess að málið verði tekið aftur til meðferðar ef eftir því er leitað. Þó segir að þar sem heilbrigðisráðuneytið hafði upplýst að unnið væri að breytingum á reglugerðarákvæðinu væri ekki ástæða til sérstakra tilmæla þar að lútandi. Tryggja verði að börn njóti réttinda til leiks og tómstunda Niðurstaða umboðsmanns var byggð á því að ákvæði reglugerðarinnar ætti sér ekki fullnægjandi stoð í lögum um sjúkratryggingar. „Við setningu reglugerðarinnar hefði ráðherra borið að stuðla að því eftir föngum að fólk með fötlun gæti notið þeirra réttinda sem þeim ber að tryggja, þ. á m. að fötluð börn nytu réttinda til leiks og tómstunda,“ segir í tilkynningu umboðsmanns. Ekki sé hægt að fallast á að hjálpartæki sem eru nauðsynleg eða hentug til tómstunda barna með fötlun falli utan laganna heldur þvert á móti verði að ganga út frá því að „vilji löggjafans hefði staðið til þess að stutt væri við þessa möguleika þeirra til jafns við önnur börn eftir því sem fært væri.“ Ráðherra hefði sömuleiðis borið að gæta þess að ekki væri þrengt um of að svigrúmi úrskurðarnefndar til að leggja mat á hvort hjálpartæki teldist nauðsynlegt eða hentugt til að auðvelda athafnir daglegs lífs.
Jafnréttismál Málefni fatlaðs fólks Sjúkratryggingar Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira