Ekki bjartsýnn á að hvalveiðar muni hefjast á ný Helena Rós Sturludóttir skrifar 10. ágúst 2023 23:03 Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, er ekki bjartsýnn á að ráðherra heimili veiðarnar á ný. Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir matvælaráðherra verða að gefa það út sem allra fyrst hvort bann við hvalveiðum haldi áfram þann fyrsta september. Hvernig sem fer telur hann að málið muni enda fyrir dómstólum. Tímabundin stöðvun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra vegna veiða á langreyðum rennur út í lok mánaðar en enn er ekki ljóst hvort veiðar verði heimilaðar á ný. Ákvörðun ráðherra er umdeild og þá sér í lagi tímasetning hennar þar sem greint var frá ákvörðuninni degi áður en vertíðin átti að hefjast í júní. Fyrr í vikunni var greint frá því að engum starfsmanni Hvals hafi verið sagt upp störfum í kjölfar ákvörðunarinnar og að fyrirtækið væri að gera sig klárt til að hefja veiðarnar þann 1. september næstkomandi. Formaður Verkalýðsfélags Akraness er ekki bjartsýnn á að Svandís komi til með að leyfa veiðarnar á ný. „Því að það virðist skeyta hana engu hvort hún fari eftir þeim lögum og reglum sem gilda um eðlilega stjórnsýsluhætti og hvernig eigi að standa að svona málum ég verð að segja það bara alveg eins og er,“ segir Vilhjálmur. Ráðherra þurfi að fara svara Hvali hf varðandi framhaldið. „Það liggur alveg ljóst fyrir að þetta mál mun á endanum enda fyrir dómstólum því ég held það liggi alveg fyrir að Hvalur er að hlaða hér í stóra skaðabótakröfu gagnvart íslenska ríkinu vegna þessara ólöglegu aðgerða matvælaráðherra. Það er æðimargt sem bendir til þess að þessi ákvörðun ráðherra standist ekki skoðun,“ segir hann. Ráðherrar þurfi að fara eftir þeim lögum og reglum sem gilda við ákvörðunartöku líkt og þessa. Ákvörðunin sé bakstunga í ríkisstjórnarsamstarfið og því hljóti samstarfinu að vera sjálfhætt taki ráðherra ákvörðun um að stöðva veiðarnar áfram 1. september. Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hyggjast ná augum og eyrum þjóðarleiðtoganna við mótmæli gegn hvalveiðum Boðað hefur verið til mótmæla í miðbæ Reykjavíkur síðdegis í dag vegna hvalveiða og er þess krafist að veiðar verði stöðvaðar. Skipuleggjandi segir vel hægt að afturkalla hvalveiðileyfi þar sem ljóst sé að dýravelferðarlög hafi verið brotin. 16. maí 2023 13:01 Krefur ráðherra svara um hvalveiðibann Umboðsmaður Alþingis hefur sent Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, bréf þar sem hann óskar eftir svörum um það hvort reglugerð sem bannar hvalveiðar tímabundið hafi verið gefin út og send til birtingar í Stjórnartíðindum áður en ríkisstjórnin var upplýst um setningu hennar. 26. júlí 2023 07:42 Starfsmenn Hvals halda allir vinnunni Engum starfsmanni Hvals, sem ráðinn var til fyrirtækisins vegna hvalveiðivertíðar í sumar, hefur verið sagt upp störfum í kjölfar ákvörðunar matvælaráðherra frá í júní að banna veiðar á langreyðum út ágústmánuð. 8. ágúst 2023 08:09 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Fleiri fréttir Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Sjá meira
Tímabundin stöðvun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra vegna veiða á langreyðum rennur út í lok mánaðar en enn er ekki ljóst hvort veiðar verði heimilaðar á ný. Ákvörðun ráðherra er umdeild og þá sér í lagi tímasetning hennar þar sem greint var frá ákvörðuninni degi áður en vertíðin átti að hefjast í júní. Fyrr í vikunni var greint frá því að engum starfsmanni Hvals hafi verið sagt upp störfum í kjölfar ákvörðunarinnar og að fyrirtækið væri að gera sig klárt til að hefja veiðarnar þann 1. september næstkomandi. Formaður Verkalýðsfélags Akraness er ekki bjartsýnn á að Svandís komi til með að leyfa veiðarnar á ný. „Því að það virðist skeyta hana engu hvort hún fari eftir þeim lögum og reglum sem gilda um eðlilega stjórnsýsluhætti og hvernig eigi að standa að svona málum ég verð að segja það bara alveg eins og er,“ segir Vilhjálmur. Ráðherra þurfi að fara svara Hvali hf varðandi framhaldið. „Það liggur alveg ljóst fyrir að þetta mál mun á endanum enda fyrir dómstólum því ég held það liggi alveg fyrir að Hvalur er að hlaða hér í stóra skaðabótakröfu gagnvart íslenska ríkinu vegna þessara ólöglegu aðgerða matvælaráðherra. Það er æðimargt sem bendir til þess að þessi ákvörðun ráðherra standist ekki skoðun,“ segir hann. Ráðherrar þurfi að fara eftir þeim lögum og reglum sem gilda við ákvörðunartöku líkt og þessa. Ákvörðunin sé bakstunga í ríkisstjórnarsamstarfið og því hljóti samstarfinu að vera sjálfhætt taki ráðherra ákvörðun um að stöðva veiðarnar áfram 1. september.
Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hyggjast ná augum og eyrum þjóðarleiðtoganna við mótmæli gegn hvalveiðum Boðað hefur verið til mótmæla í miðbæ Reykjavíkur síðdegis í dag vegna hvalveiða og er þess krafist að veiðar verði stöðvaðar. Skipuleggjandi segir vel hægt að afturkalla hvalveiðileyfi þar sem ljóst sé að dýravelferðarlög hafi verið brotin. 16. maí 2023 13:01 Krefur ráðherra svara um hvalveiðibann Umboðsmaður Alþingis hefur sent Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, bréf þar sem hann óskar eftir svörum um það hvort reglugerð sem bannar hvalveiðar tímabundið hafi verið gefin út og send til birtingar í Stjórnartíðindum áður en ríkisstjórnin var upplýst um setningu hennar. 26. júlí 2023 07:42 Starfsmenn Hvals halda allir vinnunni Engum starfsmanni Hvals, sem ráðinn var til fyrirtækisins vegna hvalveiðivertíðar í sumar, hefur verið sagt upp störfum í kjölfar ákvörðunar matvælaráðherra frá í júní að banna veiðar á langreyðum út ágústmánuð. 8. ágúst 2023 08:09 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Fleiri fréttir Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Sjá meira
Hyggjast ná augum og eyrum þjóðarleiðtoganna við mótmæli gegn hvalveiðum Boðað hefur verið til mótmæla í miðbæ Reykjavíkur síðdegis í dag vegna hvalveiða og er þess krafist að veiðar verði stöðvaðar. Skipuleggjandi segir vel hægt að afturkalla hvalveiðileyfi þar sem ljóst sé að dýravelferðarlög hafi verið brotin. 16. maí 2023 13:01
Krefur ráðherra svara um hvalveiðibann Umboðsmaður Alþingis hefur sent Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, bréf þar sem hann óskar eftir svörum um það hvort reglugerð sem bannar hvalveiðar tímabundið hafi verið gefin út og send til birtingar í Stjórnartíðindum áður en ríkisstjórnin var upplýst um setningu hennar. 26. júlí 2023 07:42
Starfsmenn Hvals halda allir vinnunni Engum starfsmanni Hvals, sem ráðinn var til fyrirtækisins vegna hvalveiðivertíðar í sumar, hefur verið sagt upp störfum í kjölfar ákvörðunar matvælaráðherra frá í júní að banna veiðar á langreyðum út ágústmánuð. 8. ágúst 2023 08:09