Líta aksturinn alvarlegum augum Ólafur Björn Sverrisson skrifar 12. ágúst 2023 10:58 Edda Rut Björnsdóttir markaðs- og samskiptastjóri Eimskips segir fyrirtækið líta aksturinn alvarlegum augum. vísir Eimskip líta glæfralegan framúrakstur bílstjóra á þjóðveginum alvarlegum augum. Myndband af löngum vörubíl Eimskipa í framúrakstri hefur vakið athygli og hneykslan. Rætt verður við bílstjórann í dag. Greint var frá málinu í gær en aksturinn náðist á myndband á fimmtudagskvöld. Þar sést bílstjórinn taka fram úr bíl sem keyrir á um 90 kílómetra hraða á þjóðveginum við Skeiðarársand. Hann rétt nær aftur á sinn vegarhelming áður en hann mætir bílaröð sem kom úr gagnstæðri átt. Edda Rut Björnsdóttir markaðs- og samskiptastjóri Eimskips segir að leitt hafi verið að sjá myndbandið af akstrinum í gærkvöldi. „Fyrir okkur er gríðarlega mikilvægt að bílstjórar séu til fyrirmyndar í umferðinni og fylgi öryggisreglum. Við lítum atvikið alvarlegum augum enda er svona akstur ekki í samræmi við öryggisreglur félagsins. Við þökkum þeim sem létu vita af þessu, það gefur okkur tækifæri til að ræða við bílstjórann sem við munum gera strax í dag,“ segir Edda í samtali við fréttastofu. Stutt er síðan sambærilegt atvik kom upp. Í júlí var bílstjóri Samskipa staðinn að stórhættulegum framúrakstri á hringveginum og var í framhaldinu sagt upp störfum. Edda segir að sem betur fer sé það fátítt að svona mál komi upp hjá félaginu. „En þegar þau koma upp þá tökum við bara almennilega á þeim. Annað slagið kemur þetta upp og það er alvarlegt þegar svo er. Auðvitað eiga bílstjórar bara að keyra í takt við öryggisreglur.“ Eimskip Umferð Umferðaröryggi Samgöngur Sveitarfélagið Hornafjörður Tengdar fréttir Olli stórhættu með glæfralegri framúrkeyrslu Bílstjóri Eimskipa olli mikilli hættu á þjóðveginum við Skeiðarársand með glæfralegri framúrkeyrslu sem náðist á myndband. Stutt er síðan sambærilegt myndband náðist af flutningabíl Samskipa sem varð til þess að bílstjóranum var sagt upp störfum. 11. ágúst 2023 23:15 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Fleiri fréttir Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Sjá meira
Greint var frá málinu í gær en aksturinn náðist á myndband á fimmtudagskvöld. Þar sést bílstjórinn taka fram úr bíl sem keyrir á um 90 kílómetra hraða á þjóðveginum við Skeiðarársand. Hann rétt nær aftur á sinn vegarhelming áður en hann mætir bílaröð sem kom úr gagnstæðri átt. Edda Rut Björnsdóttir markaðs- og samskiptastjóri Eimskips segir að leitt hafi verið að sjá myndbandið af akstrinum í gærkvöldi. „Fyrir okkur er gríðarlega mikilvægt að bílstjórar séu til fyrirmyndar í umferðinni og fylgi öryggisreglum. Við lítum atvikið alvarlegum augum enda er svona akstur ekki í samræmi við öryggisreglur félagsins. Við þökkum þeim sem létu vita af þessu, það gefur okkur tækifæri til að ræða við bílstjórann sem við munum gera strax í dag,“ segir Edda í samtali við fréttastofu. Stutt er síðan sambærilegt atvik kom upp. Í júlí var bílstjóri Samskipa staðinn að stórhættulegum framúrakstri á hringveginum og var í framhaldinu sagt upp störfum. Edda segir að sem betur fer sé það fátítt að svona mál komi upp hjá félaginu. „En þegar þau koma upp þá tökum við bara almennilega á þeim. Annað slagið kemur þetta upp og það er alvarlegt þegar svo er. Auðvitað eiga bílstjórar bara að keyra í takt við öryggisreglur.“
Eimskip Umferð Umferðaröryggi Samgöngur Sveitarfélagið Hornafjörður Tengdar fréttir Olli stórhættu með glæfralegri framúrkeyrslu Bílstjóri Eimskipa olli mikilli hættu á þjóðveginum við Skeiðarársand með glæfralegri framúrkeyrslu sem náðist á myndband. Stutt er síðan sambærilegt myndband náðist af flutningabíl Samskipa sem varð til þess að bílstjóranum var sagt upp störfum. 11. ágúst 2023 23:15 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Fleiri fréttir Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Sjá meira
Olli stórhættu með glæfralegri framúrkeyrslu Bílstjóri Eimskipa olli mikilli hættu á þjóðveginum við Skeiðarársand með glæfralegri framúrkeyrslu sem náðist á myndband. Stutt er síðan sambærilegt myndband náðist af flutningabíl Samskipa sem varð til þess að bílstjóranum var sagt upp störfum. 11. ágúst 2023 23:15