Óttast að biðlisti eftir leikskólaplássi sé lengri en tölur gefi til kynna Helena Rós Sturludóttir skrifar 13. ágúst 2023 13:45 Hildur Björnsdóttir er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni óttast að biðlisti eftir leikskólaplássi geti verið lengri en tölur gefa til kynna. Dæmi séu um að foreldrar hafi fengið boð um vistun en séu algjörri óvissu um hvenær börnin þeirra fái að byrja. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði í kvöldfréttum stöðvar tvö í vikunni að staðan í leikskólamálum borgarinnar væri betri en í flestum öðrum sveitarfélögum, þrátt fyrir að hann teldi stöðuna verða svipaða í ár og undanfarin ár. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, gagnrýndi ummæli borgarstjóra í kjölfarið og sagði fullyrðingar hans um góða stöðu hreinan dónaskap við áhyggjufulla foreldra. Í byrjun sumars hafi um 800 börn verið á biðlista eftir plássi. „Mjög margir foreldrar hafa verið í sambandi við mig. Fólk sem hefur fengið boð um vistun og er ekki lengur á þessum biðlista en er í algjörri óvissu um hvenær börnin þeirra fái að byrja,“ segir Hildur. Fólki hafi verið tilkynnt að barnið geti ekki hafið leikskólavist í ágúst og að ferlið sé að dragast á langinn. „Þannig ég svona tek kannski ekkert alveg mark á þessum listum og hræðist má að þessi listi gæti verið lengri en tölurnar gefa til kynna,“ segir hún. Ummæli borgarstjóra um stöðuna séu ótrúleg. „Ekki síst fyrir þær sakir að tölurnar sína okkur að staðan er að versna ár frá ári. Þannig hún er ekki sú sama og síðasta ár, hún er verri núna. Meðalaldurinn er alltaf að hækka hjá þeim börnum sem eru að hefja inngöngu á leikskóla. Það er eitt, það er ekki heldur rétt hjá borgarstjóra að staðan hér sé betri en í mörgum öðrum sveitarfélögum í kringum okkur, hún er verri og ég hef það eftir ábyrgum heimildum,“ útskýrir Hildur. Vandinn sé ekki viðurkenndur af þeim sem fari með áhrif í borginni um það snúist vandamálið. Í sumar hafi meðalaldur barna sem eru að hefja leikskóla verið kominn upp í 22 mánuði. „Þannig að við erum að sjá að staðan er að versna. Þessi loforð sem við sáum í kosningum um að Samfylking ætlaði að færa þennan aldur niður í tólf mánuði hafa bara alls ekki staðist, þvert á móti,“ segir Hildur. Leikskólar Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Staðan sé að versna í leikskólamálunum Borgarfulltrúi segir allt stefna í enn verra ástand í leikskólamálunum en útlit var fyrir fyrr í sumar. Hún gagnrýnir að meðlimir skóla- og frístundaráðs geti litlar sem engar upplýsingar fengið yfir sumartímann. 2. ágúst 2023 20:01 Dauðadæmt loforð um leikskólapláss Loforð um leikskólapláss fyrir öll tólf mánaða börn í Reykjavík var dauðadæmt frá byrjun, að mati leikskólastjóra sem ekki hefur getað boðið neinu barni fæddu 2021 pláss. Það sé enn fremur ekki endilega börnunum fyrir bestu að byrja á leikskóla 12 mánaða. 16. ágúst 2022 21:01 „Nei mér finnst það ekki boðlegt“ Foreldrar barna í Reykjavík sem ekki hafa fengið leikskólapláss söfnuðust saman í ráðhúsinu í morgun til þess að mótmæla stöðunni. Oddviti Framsóknar í Reykjavík segir stöðuna ekki boðlega. 11. ágúst 2022 23:00 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði í kvöldfréttum stöðvar tvö í vikunni að staðan í leikskólamálum borgarinnar væri betri en í flestum öðrum sveitarfélögum, þrátt fyrir að hann teldi stöðuna verða svipaða í ár og undanfarin ár. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, gagnrýndi ummæli borgarstjóra í kjölfarið og sagði fullyrðingar hans um góða stöðu hreinan dónaskap við áhyggjufulla foreldra. Í byrjun sumars hafi um 800 börn verið á biðlista eftir plássi. „Mjög margir foreldrar hafa verið í sambandi við mig. Fólk sem hefur fengið boð um vistun og er ekki lengur á þessum biðlista en er í algjörri óvissu um hvenær börnin þeirra fái að byrja,“ segir Hildur. Fólki hafi verið tilkynnt að barnið geti ekki hafið leikskólavist í ágúst og að ferlið sé að dragast á langinn. „Þannig ég svona tek kannski ekkert alveg mark á þessum listum og hræðist má að þessi listi gæti verið lengri en tölurnar gefa til kynna,“ segir hún. Ummæli borgarstjóra um stöðuna séu ótrúleg. „Ekki síst fyrir þær sakir að tölurnar sína okkur að staðan er að versna ár frá ári. Þannig hún er ekki sú sama og síðasta ár, hún er verri núna. Meðalaldurinn er alltaf að hækka hjá þeim börnum sem eru að hefja inngöngu á leikskóla. Það er eitt, það er ekki heldur rétt hjá borgarstjóra að staðan hér sé betri en í mörgum öðrum sveitarfélögum í kringum okkur, hún er verri og ég hef það eftir ábyrgum heimildum,“ útskýrir Hildur. Vandinn sé ekki viðurkenndur af þeim sem fari með áhrif í borginni um það snúist vandamálið. Í sumar hafi meðalaldur barna sem eru að hefja leikskóla verið kominn upp í 22 mánuði. „Þannig að við erum að sjá að staðan er að versna. Þessi loforð sem við sáum í kosningum um að Samfylking ætlaði að færa þennan aldur niður í tólf mánuði hafa bara alls ekki staðist, þvert á móti,“ segir Hildur.
Leikskólar Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Staðan sé að versna í leikskólamálunum Borgarfulltrúi segir allt stefna í enn verra ástand í leikskólamálunum en útlit var fyrir fyrr í sumar. Hún gagnrýnir að meðlimir skóla- og frístundaráðs geti litlar sem engar upplýsingar fengið yfir sumartímann. 2. ágúst 2023 20:01 Dauðadæmt loforð um leikskólapláss Loforð um leikskólapláss fyrir öll tólf mánaða börn í Reykjavík var dauðadæmt frá byrjun, að mati leikskólastjóra sem ekki hefur getað boðið neinu barni fæddu 2021 pláss. Það sé enn fremur ekki endilega börnunum fyrir bestu að byrja á leikskóla 12 mánaða. 16. ágúst 2022 21:01 „Nei mér finnst það ekki boðlegt“ Foreldrar barna í Reykjavík sem ekki hafa fengið leikskólapláss söfnuðust saman í ráðhúsinu í morgun til þess að mótmæla stöðunni. Oddviti Framsóknar í Reykjavík segir stöðuna ekki boðlega. 11. ágúst 2022 23:00 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
Staðan sé að versna í leikskólamálunum Borgarfulltrúi segir allt stefna í enn verra ástand í leikskólamálunum en útlit var fyrir fyrr í sumar. Hún gagnrýnir að meðlimir skóla- og frístundaráðs geti litlar sem engar upplýsingar fengið yfir sumartímann. 2. ágúst 2023 20:01
Dauðadæmt loforð um leikskólapláss Loforð um leikskólapláss fyrir öll tólf mánaða börn í Reykjavík var dauðadæmt frá byrjun, að mati leikskólastjóra sem ekki hefur getað boðið neinu barni fæddu 2021 pláss. Það sé enn fremur ekki endilega börnunum fyrir bestu að byrja á leikskóla 12 mánaða. 16. ágúst 2022 21:01
„Nei mér finnst það ekki boðlegt“ Foreldrar barna í Reykjavík sem ekki hafa fengið leikskólapláss söfnuðust saman í ráðhúsinu í morgun til þess að mótmæla stöðunni. Oddviti Framsóknar í Reykjavík segir stöðuna ekki boðlega. 11. ágúst 2022 23:00