EncroChat Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar 14. ágúst 2023 08:01 Eftir því sem næst verður komist lagði franska lögreglan í samstarfi við hollensku lögregluna til atlögu við fjarskiptafyrirtækið EncroChat árið 2019 með því brjótast inn í fjarskiptakerfi fyrirtækisins og koma fyrir hugbúnaði sem gerði frönsku lögreglunni kleift að hlaða niður skilaboðum og myndum um 60 þúsunda viðskiptavina EncroChat. Í lok apríl 2020 var franska lögreglan búin að hlaða niður milljónum skilaboða og hundruðum þúsunda mynda frá viðskiptavinum EncroChat óháð því hvort viðkomandi var grunaður um refsiverða háttsemi eða ekki. Aðgerðin fór fram með heimild frá frönskum dómstólum. Enginn slík lagaheimild er í íslenskum lögum. Íslenskir dómstólar hefðu því hafnað kröfunni. Fyrir liggur að framlagning og notkun svokallaðra EncroChat gagna, sem franska lögreglan aflaði og deildi með Europol og síðan öðrum ríkjum, hefur vakið upp áleitnar spurningar um réttaröryggi og réttláta málsmeðferð á rannsóknarstigi og fyrir dómi. Hafa dómstólar í Frakklandi, Ítalíu, Þýskalandi, Svíþjóð og víðar haft uppi efasemdir um lögmæti gagnanna, notkun þeirra og sönnunargildi í sakamálum. Hér má meðal annars benda á dóma Hæstaréttar Frakklands (Cour de Cassation) í máli nr. 21/85148, frá 11 október 2022 og máli nr 21/85763, frá 25. október 2022 og dóms Hæstaréttar Ítalíu (Corte di Cassazione), í máli nr. 32915/2022, frá 15. júlí 2022. Með ákvörðun 19. október 2022, óskaði héraðsdómstóll í Þýskalandi, Landgerith Berlin, eftir ráðgefandi áliti frá Evrópudómstólnum, um það hvort að notkun EncroChat gagnanna stæðist löggjöf Evrópusambandsins. Málið var síðast tekið fyrir, 4. júlí 2023, þar sem saksóknarar frá Frakklandi, Þýskalandi, Hollandi, Spáni, Ungverjalandi, Tékklandi og Svíþjóð gáfu skýrslu í 7 klukkutíma langri fyrirtöku hjá Evrópudómstólnum. Jafnframt hefur mannréttindadómstól Evrópu nú þegar ákveðið að taka tvö EncroChat mál gegn Frakklandi til meðferðar (sjá A.L. gegn Frakklandi nr. 44715/2020 og E.J. gegn Frakklandi nr. 47930/2021). Þessi mikilvægu úrlausnarefni, um réttaröryggi og réttláta málsmeðferð í sakamálum, sem eru til meðferðar hjá æðstu dómstólum í Evrópu, Evrópudómstólnum og mannréttindadómstól Evrópu, hafa ekki valdið íslenskum dómstólum vöku til þessa Í máli Landsréttar nr. 745/2022, var tekist á um lögmæti EncroChat gagnanna, en þar byggðu varnir ákærðu meðal annars á því: 1) Að gögnin væru á Excel formati og algjörlega óvarin. 2) Því gæti hver sem er sem hefði aðgang að gögnunum breytt þeim að vild og því væri áreiðanleiki gagnanna enginn. 3) Að ekkert hefði verið upplýst með hvaða hætti franska lögreglan aflaði gagnanna, s.s. hvaða tölvubúnaður var notaður, hvaða aðferðum var beitt, hvernig gögnin voru vörsluð og öryggi þeirra tryggt m.a. óslitin sönnunarkeðja. 4) Að takmarkaðar upplýsingar lægju fyrir um hvernig gögnin fóru frá frönsku lögreglunni til Europol og þaðan áfram til annarra landa og hvernig gögnin voru vörsluð og öryggi þeirra tryggt í hverju landi fyrir sig. 6) Að ekkert lægi fyrir um það hversu margir hefðu haft aðgang að gögnunum. Þessum mikilvægu spurningum, um grundvallarmannréttindi s.s. réttaröryggi, gagnaöryggi, vörslur og áreiðanleika gagna í sakamálum, sem æðstu dómstólar í Evrópu, Evrópudómstólinn og mannréttindadómstóll Evrópu, hafa fjallað um af fullri alvöru og með gagnrýnum og rökstuddum hætti, ákváðu íslenskir dómstólar að láta að mestu leyti ósvarað sbr. dóm Landsréttar í máli nr. 745/2022. Í dómi héraðsdóms kom fram án þess að það hafi verið rökstutt frekar: ,,Ekkert í málinu bendir til annars en að fyllilega sé hægt að treysta þessum gögnum.” Og í dómi Landsréttar sagði: ,,Að virtum aðdraganda þess að gögnin bárust lögreglu og upplýsingum um vistun þeirra er ekkert fram komið sem gefur tilefni til þess að að ætla að gögnin séu óáreiðanleg þannig að ekki verði á þeim byggt um úrlausn um sakargiftir samkvæmt ákæru. Breytir þar engu þótt verjandi ákærða hafi fengið afrit af gögnunum á Excel-formi og breytt þeim að vild.” Að mínu mati geta gögn, sem ekki liggur fyrir hvernig var aflað, hvernig þau voru vörsluð, hvernig þeim var miðlað og hvernig öryggi þeirra og áreiðanleiki var tryggður og hægt var að breyta að vild, ekki verið lögmætur grundvöllur að útgáfu ákæru og sakfellingu í sakamáli. Höfundur er hæstaréttarlögmaður og var verjandi eins af ákærðu í máli Landsréttar nr. 745/2022 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglumál Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Mest lesið Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Eftir því sem næst verður komist lagði franska lögreglan í samstarfi við hollensku lögregluna til atlögu við fjarskiptafyrirtækið EncroChat árið 2019 með því brjótast inn í fjarskiptakerfi fyrirtækisins og koma fyrir hugbúnaði sem gerði frönsku lögreglunni kleift að hlaða niður skilaboðum og myndum um 60 þúsunda viðskiptavina EncroChat. Í lok apríl 2020 var franska lögreglan búin að hlaða niður milljónum skilaboða og hundruðum þúsunda mynda frá viðskiptavinum EncroChat óháð því hvort viðkomandi var grunaður um refsiverða háttsemi eða ekki. Aðgerðin fór fram með heimild frá frönskum dómstólum. Enginn slík lagaheimild er í íslenskum lögum. Íslenskir dómstólar hefðu því hafnað kröfunni. Fyrir liggur að framlagning og notkun svokallaðra EncroChat gagna, sem franska lögreglan aflaði og deildi með Europol og síðan öðrum ríkjum, hefur vakið upp áleitnar spurningar um réttaröryggi og réttláta málsmeðferð á rannsóknarstigi og fyrir dómi. Hafa dómstólar í Frakklandi, Ítalíu, Þýskalandi, Svíþjóð og víðar haft uppi efasemdir um lögmæti gagnanna, notkun þeirra og sönnunargildi í sakamálum. Hér má meðal annars benda á dóma Hæstaréttar Frakklands (Cour de Cassation) í máli nr. 21/85148, frá 11 október 2022 og máli nr 21/85763, frá 25. október 2022 og dóms Hæstaréttar Ítalíu (Corte di Cassazione), í máli nr. 32915/2022, frá 15. júlí 2022. Með ákvörðun 19. október 2022, óskaði héraðsdómstóll í Þýskalandi, Landgerith Berlin, eftir ráðgefandi áliti frá Evrópudómstólnum, um það hvort að notkun EncroChat gagnanna stæðist löggjöf Evrópusambandsins. Málið var síðast tekið fyrir, 4. júlí 2023, þar sem saksóknarar frá Frakklandi, Þýskalandi, Hollandi, Spáni, Ungverjalandi, Tékklandi og Svíþjóð gáfu skýrslu í 7 klukkutíma langri fyrirtöku hjá Evrópudómstólnum. Jafnframt hefur mannréttindadómstól Evrópu nú þegar ákveðið að taka tvö EncroChat mál gegn Frakklandi til meðferðar (sjá A.L. gegn Frakklandi nr. 44715/2020 og E.J. gegn Frakklandi nr. 47930/2021). Þessi mikilvægu úrlausnarefni, um réttaröryggi og réttláta málsmeðferð í sakamálum, sem eru til meðferðar hjá æðstu dómstólum í Evrópu, Evrópudómstólnum og mannréttindadómstól Evrópu, hafa ekki valdið íslenskum dómstólum vöku til þessa Í máli Landsréttar nr. 745/2022, var tekist á um lögmæti EncroChat gagnanna, en þar byggðu varnir ákærðu meðal annars á því: 1) Að gögnin væru á Excel formati og algjörlega óvarin. 2) Því gæti hver sem er sem hefði aðgang að gögnunum breytt þeim að vild og því væri áreiðanleiki gagnanna enginn. 3) Að ekkert hefði verið upplýst með hvaða hætti franska lögreglan aflaði gagnanna, s.s. hvaða tölvubúnaður var notaður, hvaða aðferðum var beitt, hvernig gögnin voru vörsluð og öryggi þeirra tryggt m.a. óslitin sönnunarkeðja. 4) Að takmarkaðar upplýsingar lægju fyrir um hvernig gögnin fóru frá frönsku lögreglunni til Europol og þaðan áfram til annarra landa og hvernig gögnin voru vörsluð og öryggi þeirra tryggt í hverju landi fyrir sig. 6) Að ekkert lægi fyrir um það hversu margir hefðu haft aðgang að gögnunum. Þessum mikilvægu spurningum, um grundvallarmannréttindi s.s. réttaröryggi, gagnaöryggi, vörslur og áreiðanleika gagna í sakamálum, sem æðstu dómstólar í Evrópu, Evrópudómstólinn og mannréttindadómstóll Evrópu, hafa fjallað um af fullri alvöru og með gagnrýnum og rökstuddum hætti, ákváðu íslenskir dómstólar að láta að mestu leyti ósvarað sbr. dóm Landsréttar í máli nr. 745/2022. Í dómi héraðsdóms kom fram án þess að það hafi verið rökstutt frekar: ,,Ekkert í málinu bendir til annars en að fyllilega sé hægt að treysta þessum gögnum.” Og í dómi Landsréttar sagði: ,,Að virtum aðdraganda þess að gögnin bárust lögreglu og upplýsingum um vistun þeirra er ekkert fram komið sem gefur tilefni til þess að að ætla að gögnin séu óáreiðanleg þannig að ekki verði á þeim byggt um úrlausn um sakargiftir samkvæmt ákæru. Breytir þar engu þótt verjandi ákærða hafi fengið afrit af gögnunum á Excel-formi og breytt þeim að vild.” Að mínu mati geta gögn, sem ekki liggur fyrir hvernig var aflað, hvernig þau voru vörsluð, hvernig þeim var miðlað og hvernig öryggi þeirra og áreiðanleiki var tryggður og hægt var að breyta að vild, ekki verið lögmætur grundvöllur að útgáfu ákæru og sakfellingu í sakamáli. Höfundur er hæstaréttarlögmaður og var verjandi eins af ákærðu í máli Landsréttar nr. 745/2022
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar