Kæra bónda fyrir flutning á dráttarvél Eiður Þór Árnason skrifar 14. ágúst 2023 10:47 Það er í höndum lögreglunnar á Norðurlandi vestra að taka ákvörðun um framhaldið. Ljósmyndin kemur úr safni. Vísir/Arnar Matvælastofnun hefur kært flutning á dráttarvél frá riðusvæði á Norðurlandi vestra til riðulauss svæðis á Vesturlandi fyrr í sumar til lögreglu. Að sögn stofnunarinnar fór flutningurinn fram án lögbundinna þrifa og sótthreinsunar og án samþykkis héraðsdýralæknis. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun en í lok júlí kærði stofnunin tvo bændur á Norðurlandi vestra til lögreglu fyrir að hundsa fyrirmæli yfirdýralæknis. Bændurnir eru sakaðir um að neita að afhenda kindur sem þeir höfðu fengið frá nálægum bæ þar sem búið var að skera niður allt sauðfé vegna riðusmits. „Það fylgir þessu smithætta og það eru alveg skýr fyrirmæli um að það á að þrífa og sótthreinsa vélar. Þarna brást það og það er ólíðandi,“ segir Einar Örn Thorlacius, lögfræðingur hjá Matvælastofnun, um dráttarvélamálið í samtali við fréttastofu. Sækja þurfi um leyfi til stofnunarinnar þegar tækjabúnaður sem notaður sé til landbúnaðarstarfa er fluttur milli sóttvarnarhólfa, einkum frá áhættusvæðum eða sýktum svæðum. Leyfið sé yfirleitt veitt ef sótthreinsun fer fram undir eftirliti Matvælastofnunar. Einar vildi ekki tjá sig um málið að öðru leyti. Lögreglan á Norðurlandi vestra staðfestir að fyrri málin sem kærð voru í júlí séu komin inn á borð embættisins og nú til meðferðar. Smitefnið talið geta lifað í yfir áratug Á síðustu árum hafa bæði komið upp riðutilfelli í Skagafirði og Húnaþingi vestra. Hefur bændum á þeim bæjum verið gert lóga kindum sínum til að hefta útbreiðslu sjúkdómsins. Bændurnir eru kærðir á grundvelli laga um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim. Þar er kveðið á um að brot gegn fyrirmælum gefnum samkvæmt dýrasjúkdómalögunum varði sektum eða allt að tveggja ára fangelsi. Riðuveiki er langvinnur og ólæknandi smitsjúkdómur í sauðfé sem getur leitt kindur til dauða, að því er segir á vef Matvælastofnunar. Hún veldur hrörnunarskemmdum í heila og mænu dýranna en smitefnið er hvorki baktería né veira heldur aflagað prótín. Smitefnið er talið geta lifað í umhverfi í meira en áratug og komið upp á sama bæ oftar en einu sinni. Fréttin hefur verið uppfærð. Matvælaframleiðsla Lögreglumál Dýraheilbrigði Landbúnaður Tengdar fréttir Kæra tvo bændur fyrir að neita að afhenda kindur af bæ með riðusmit Matvælastofnun hefur kært tvo bændur á Norðurlandi vestra til lögreglu fyrir að hundsa fyrirmæli yfirdýralæknis. Bændurnir eru sakaðir um að neita að afhenda kindur sem þeir höfðu fengið frá nálægum bæ þar sem búið var að skera niður allt sauðfé vegna riðusmits. 26. júlí 2023 09:21 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun en í lok júlí kærði stofnunin tvo bændur á Norðurlandi vestra til lögreglu fyrir að hundsa fyrirmæli yfirdýralæknis. Bændurnir eru sakaðir um að neita að afhenda kindur sem þeir höfðu fengið frá nálægum bæ þar sem búið var að skera niður allt sauðfé vegna riðusmits. „Það fylgir þessu smithætta og það eru alveg skýr fyrirmæli um að það á að þrífa og sótthreinsa vélar. Þarna brást það og það er ólíðandi,“ segir Einar Örn Thorlacius, lögfræðingur hjá Matvælastofnun, um dráttarvélamálið í samtali við fréttastofu. Sækja þurfi um leyfi til stofnunarinnar þegar tækjabúnaður sem notaður sé til landbúnaðarstarfa er fluttur milli sóttvarnarhólfa, einkum frá áhættusvæðum eða sýktum svæðum. Leyfið sé yfirleitt veitt ef sótthreinsun fer fram undir eftirliti Matvælastofnunar. Einar vildi ekki tjá sig um málið að öðru leyti. Lögreglan á Norðurlandi vestra staðfestir að fyrri málin sem kærð voru í júlí séu komin inn á borð embættisins og nú til meðferðar. Smitefnið talið geta lifað í yfir áratug Á síðustu árum hafa bæði komið upp riðutilfelli í Skagafirði og Húnaþingi vestra. Hefur bændum á þeim bæjum verið gert lóga kindum sínum til að hefta útbreiðslu sjúkdómsins. Bændurnir eru kærðir á grundvelli laga um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim. Þar er kveðið á um að brot gegn fyrirmælum gefnum samkvæmt dýrasjúkdómalögunum varði sektum eða allt að tveggja ára fangelsi. Riðuveiki er langvinnur og ólæknandi smitsjúkdómur í sauðfé sem getur leitt kindur til dauða, að því er segir á vef Matvælastofnunar. Hún veldur hrörnunarskemmdum í heila og mænu dýranna en smitefnið er hvorki baktería né veira heldur aflagað prótín. Smitefnið er talið geta lifað í umhverfi í meira en áratug og komið upp á sama bæ oftar en einu sinni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Matvælaframleiðsla Lögreglumál Dýraheilbrigði Landbúnaður Tengdar fréttir Kæra tvo bændur fyrir að neita að afhenda kindur af bæ með riðusmit Matvælastofnun hefur kært tvo bændur á Norðurlandi vestra til lögreglu fyrir að hundsa fyrirmæli yfirdýralæknis. Bændurnir eru sakaðir um að neita að afhenda kindur sem þeir höfðu fengið frá nálægum bæ þar sem búið var að skera niður allt sauðfé vegna riðusmits. 26. júlí 2023 09:21 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Kæra tvo bændur fyrir að neita að afhenda kindur af bæ með riðusmit Matvælastofnun hefur kært tvo bændur á Norðurlandi vestra til lögreglu fyrir að hundsa fyrirmæli yfirdýralæknis. Bændurnir eru sakaðir um að neita að afhenda kindur sem þeir höfðu fengið frá nálægum bæ þar sem búið var að skera niður allt sauðfé vegna riðusmits. 26. júlí 2023 09:21