Hinsegin par hafði betur gegn hægriflokki vegna fæðingarmyndar Magnús Jochum Pálsson skrifar 15. ágúst 2023 12:08 Kanadíska parið BJ Barone og Frankie Nelson höfðu betur gegn ítalska stjórnarflokknum Fratelli d'Italia, sem Giorgia Meloni fer fyrir, vegna óleyfilegrar notkunar flokksins á myndinni. Twitter/AP Stjórnarflokknum Bræðrum Ítalíu hefur verið gert að borga hinsegin pari skaðabætur fyrir að nota mynd af parinu með nýfæddum syni þeirra í leyfisleysi. Flokkurinn notaði myndina fyrir auglýsingaherferð gegn staðgöngumæðrun. Kanadíska parið BJ Barone og Frankie Nelson tóku á móti syni sínum Milo með hjálp staðgöngumóður árið 2014. Mynd af nýbökuðum feðrunum haldandi á syninum í fyrsta skipti fór á flug um netheima í kjölfarið. Tveimur árum síðar notaði ítalski hægriflokkurinn Bræður Ítalíu (Fratelli d'Italia) myndina af fjölskyldunni í leyfisleysi fyrir kosningaherferð sína þar sem þau töluðu gegn staðgöngumæðrun. Við myndina stóð „Hann mun aldrei geta sagt mamma. Það eru réttindi barna að vera varin.“ Hinsegin lögmannsstofa kom til bjargar Ítalska lögmannsstofan Gay Lex, sem sérhæfir sig í hinsegin málefnum, frétti af málinu og bauðst til að veita parinu lögfræðiaðstoð þeim að endurgjaldslausu. Barone og Nelson, sem eru báðir menntaskólakennarar í Toronto, tóku því boði. BJ Barone og Frankie Nelson með syni sínum, Milo, í gegnum árin.Instagram Parið lögsótti Bræður ítalíu með fulltingi Gay Lex og eftir sjö ára dómsmeðferð unnu þeir málið. Hægriflokknum hefur verið gert að greiða báðum mönnunum tíu þúsund evrur (tæplega ein og hálf milljón íslenskra króna) fyrir „særandi notkun á mynd þeirra“. Parið fékk fregnir af dómssigrinum í júní en bíða enn eftir skaðabótunum þar sem Bræður Ítalíu hafa áfrýjað ákvörðuninni. „Í hreinskilni sagt bjuggumst við ekki við að það kæmi neitt út úr þessu. Við vorum búnir að vera fastir í ítalska dómskerfinu í svo langan tíma að við veltum því fyrir okkur hvort þetta myndi nokkuð gerast,“ sagði Barone í samtali við kanadísku fréttastofuna CP24. Bræður Ítalíu grafið undan réttindum hinsegin fólks Þess ber að geta að Bræður Ítalíu eru stærsti stjórnmálaflokkur Ítalíu og komst í ríkisstjórn í fyrsta skipti eftir kosningasigur þeirra í þingkosningum í fyrra. Þá er Giorgia Meloni, umdeildur formaður flokksins, forsætisráðherra Ítalíu. Bræður Ítalíu er pólitískur afkomandi Ítölsku þjóðfélagshreyfingarinnar (MSI) sem var stofnaður af fyrrverandi meðlimum Fasistaflokks Mussolinis eftir Seinni heimsstyrjöldina. Flokkurinn hefur verið harðlega gagnrýndur vegna afstöðu sinnar gagnvart hinsegin fólki. Í mars skipaði flokkurinn ríkisstofnunum að hætta skráningu barna hinsegin para. Ríkissaksóknari í norðurhluta Ítalíu gekk skrefinu lengra í júní og skipaði ógildingu á 33 fæðingarvottorðum barna lesbískra para sem ógnar sjúkratryggingum og menntun barnanna. „Þetta er lítill sigur fyrir okkur, en risastór sigur fyrir LGBTQ+ samfélagið á Ítalíu og annars staðar. Fyrir okkur táknar fæðingarmyndin allt sem við stöndum fyrir; fjölskyldu, samþykki og skilyrðislausa ást,“ sagði parið í samtali við BBC. Írski stjórnmálamaðurinn Mary Fitzgibbons notaði myndina líka í leyfisleysi í kosningaherferð sinni í írsku kosningunum árið 2016. Hún notaði myndina til að vekja athygli á afstöðu sinni gegn staðgöngumæðrun fyrir hinsegin pör á samfélagsmiðlum. Hún hefur nú fjarlægt hana af öllum miðlum sínum. Ítalía Jafnréttismál Hinsegin Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Sjá meira
Kanadíska parið BJ Barone og Frankie Nelson tóku á móti syni sínum Milo með hjálp staðgöngumóður árið 2014. Mynd af nýbökuðum feðrunum haldandi á syninum í fyrsta skipti fór á flug um netheima í kjölfarið. Tveimur árum síðar notaði ítalski hægriflokkurinn Bræður Ítalíu (Fratelli d'Italia) myndina af fjölskyldunni í leyfisleysi fyrir kosningaherferð sína þar sem þau töluðu gegn staðgöngumæðrun. Við myndina stóð „Hann mun aldrei geta sagt mamma. Það eru réttindi barna að vera varin.“ Hinsegin lögmannsstofa kom til bjargar Ítalska lögmannsstofan Gay Lex, sem sérhæfir sig í hinsegin málefnum, frétti af málinu og bauðst til að veita parinu lögfræðiaðstoð þeim að endurgjaldslausu. Barone og Nelson, sem eru báðir menntaskólakennarar í Toronto, tóku því boði. BJ Barone og Frankie Nelson með syni sínum, Milo, í gegnum árin.Instagram Parið lögsótti Bræður ítalíu með fulltingi Gay Lex og eftir sjö ára dómsmeðferð unnu þeir málið. Hægriflokknum hefur verið gert að greiða báðum mönnunum tíu þúsund evrur (tæplega ein og hálf milljón íslenskra króna) fyrir „særandi notkun á mynd þeirra“. Parið fékk fregnir af dómssigrinum í júní en bíða enn eftir skaðabótunum þar sem Bræður Ítalíu hafa áfrýjað ákvörðuninni. „Í hreinskilni sagt bjuggumst við ekki við að það kæmi neitt út úr þessu. Við vorum búnir að vera fastir í ítalska dómskerfinu í svo langan tíma að við veltum því fyrir okkur hvort þetta myndi nokkuð gerast,“ sagði Barone í samtali við kanadísku fréttastofuna CP24. Bræður Ítalíu grafið undan réttindum hinsegin fólks Þess ber að geta að Bræður Ítalíu eru stærsti stjórnmálaflokkur Ítalíu og komst í ríkisstjórn í fyrsta skipti eftir kosningasigur þeirra í þingkosningum í fyrra. Þá er Giorgia Meloni, umdeildur formaður flokksins, forsætisráðherra Ítalíu. Bræður Ítalíu er pólitískur afkomandi Ítölsku þjóðfélagshreyfingarinnar (MSI) sem var stofnaður af fyrrverandi meðlimum Fasistaflokks Mussolinis eftir Seinni heimsstyrjöldina. Flokkurinn hefur verið harðlega gagnrýndur vegna afstöðu sinnar gagnvart hinsegin fólki. Í mars skipaði flokkurinn ríkisstofnunum að hætta skráningu barna hinsegin para. Ríkissaksóknari í norðurhluta Ítalíu gekk skrefinu lengra í júní og skipaði ógildingu á 33 fæðingarvottorðum barna lesbískra para sem ógnar sjúkratryggingum og menntun barnanna. „Þetta er lítill sigur fyrir okkur, en risastór sigur fyrir LGBTQ+ samfélagið á Ítalíu og annars staðar. Fyrir okkur táknar fæðingarmyndin allt sem við stöndum fyrir; fjölskyldu, samþykki og skilyrðislausa ást,“ sagði parið í samtali við BBC. Írski stjórnmálamaðurinn Mary Fitzgibbons notaði myndina líka í leyfisleysi í kosningaherferð sinni í írsku kosningunum árið 2016. Hún notaði myndina til að vekja athygli á afstöðu sinni gegn staðgöngumæðrun fyrir hinsegin pör á samfélagsmiðlum. Hún hefur nú fjarlægt hana af öllum miðlum sínum.
Ítalía Jafnréttismál Hinsegin Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“