„Það er væntanlega með skert ferðafrelsi“ Árni Sæberg skrifar 15. ágúst 2023 19:54 Guðrún Hafsteinsdóttir er dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Guðrún Hafsteinsdóttir hefur sagt að til skoðunar sé að koma á fót búsetuúrræði með takmörkunum fyrir fólk sem hefur fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd en neitar að yfirgefa landið. Hún segir búsetuúrræði með takmörkunum alls ekki vera fínna orð yfir flóttamannabúðir. Greint var frá því í dag að Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra skoði nú þann möguleika að koma upp nýju búsetuúrræði með takmörkunum fyrir fólk sem hefur fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd og misst rétt á húsnæði eða þjónustu. Hún segir sveitarfélögum ekki bera skylda til að taka við fólki sem sýnir ekki samstarfsvilja og hefur ekki rétt á þjónustu lengur. Guðrún ræddi málið í Reykjavík síðdegis í dag og tók þar fyrir að um væri að ræða fínna orð yfir flóttamannabúðir en sagði þó að íbúar úrræðisins myndu væntanlega búa við skert ferðafrelsi að einhverju leyti. Þekkist alls staðar í nágrannalöndum Guðrún segir að það sé skylda samkvæmt Brussel-samningnum um Schengen-samstarfið, sem Ísland á aðild að, að halda úti lokuðu búsetuúrræði. „Við erum eina landið í þessu samstarfi sem uppfyllir ekki þetta skilyrði. Þar með erum við að veikja samstarfið og þátttöku okkar innan Schengen samstarfsins.“ Fólk dvelji jafnvel í nokkur ár Hún segir að ekki sé búið að útfæra hvernig búsetuúrræðið verður takmarkað en segir þó að væntanlega verði íbúar þess sviptir ferðafrelsi að einhverju leyti. Þar nefnir hún til dæmis hugmyndir um að fólk þurfi að melda sig við brottför á morgnanna og heimkomu á kvöldin. „Það er væntanlega með skert ferðafrelsi, það er hér í ólögmætri dvöl,“ segir Guðrún. En hvað getur fólk verið lengi í slíku úrræði? „Það eru dæmi um það í löndunum í kringum okkur að fólk hefur verið töluvert lengi, jafnvel nokkur ár og nágrannaþjóðir okkar allar eru með svona úrræði. Nágrannaþjóðir okkar allar, og þá er ég að tala um Norðurlöndin, eru sömuleiðis öll með svona þjónustuskerðingar eins og við erum hér að taka upp og við erum ekki að gera neitt annað hér núna, íslensk stjórnvöld, en að samræma okkar útlendingalög því sem er að gerast í nágrannalöndunum og löndunum í kringum okkur.“ Viðtal við Guðrúnu í Reykjavík síðdegis má heyra í spilaranum hér að neðan: Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Tengdar fréttir Hafna því að sveitarfélög beri ábyrgð á hælisleitendunum Samband íslenskra sveitarfélaga hafnar því að sveitarfélög beri ábyrgð á þeim hælisleitendum sem hafi verið sviptir grunnþjónustu í samræmi við ný útlendingalög. Sambandið segist harma þá stöðu sem upp sé komin og að sveitarfélög séu sett í afar erfiða stöðu gagnvart þessum hópi. 14. ágúst 2023 17:00 Heimilisleysi flóttafólks mun aukast mikið á næstunni Heimilisleysi flóttafólks mun aukast töluvert á næstunni vegna nýrra útlendingalaga sem gera það að verkum að fólk missir alla þjónustu þrjátíu dögum eftir endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Þetta segir formaður hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. 11. ágúst 2023 20:19 „Lögin eru að virka sem skyldi“ Dómsmálaráðherra segir ný útlendingalög virka sem skyldi. Fólk sem missi þjónustu 30 dögum eftir endanlega synjun um alþjóðlega vernd verði að sýna samstarfsvilja um að fara úr landi. 11. ágúst 2023 17:13 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent Fleiri fréttir Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Sjá meira
Greint var frá því í dag að Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra skoði nú þann möguleika að koma upp nýju búsetuúrræði með takmörkunum fyrir fólk sem hefur fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd og misst rétt á húsnæði eða þjónustu. Hún segir sveitarfélögum ekki bera skylda til að taka við fólki sem sýnir ekki samstarfsvilja og hefur ekki rétt á þjónustu lengur. Guðrún ræddi málið í Reykjavík síðdegis í dag og tók þar fyrir að um væri að ræða fínna orð yfir flóttamannabúðir en sagði þó að íbúar úrræðisins myndu væntanlega búa við skert ferðafrelsi að einhverju leyti. Þekkist alls staðar í nágrannalöndum Guðrún segir að það sé skylda samkvæmt Brussel-samningnum um Schengen-samstarfið, sem Ísland á aðild að, að halda úti lokuðu búsetuúrræði. „Við erum eina landið í þessu samstarfi sem uppfyllir ekki þetta skilyrði. Þar með erum við að veikja samstarfið og þátttöku okkar innan Schengen samstarfsins.“ Fólk dvelji jafnvel í nokkur ár Hún segir að ekki sé búið að útfæra hvernig búsetuúrræðið verður takmarkað en segir þó að væntanlega verði íbúar þess sviptir ferðafrelsi að einhverju leyti. Þar nefnir hún til dæmis hugmyndir um að fólk þurfi að melda sig við brottför á morgnanna og heimkomu á kvöldin. „Það er væntanlega með skert ferðafrelsi, það er hér í ólögmætri dvöl,“ segir Guðrún. En hvað getur fólk verið lengi í slíku úrræði? „Það eru dæmi um það í löndunum í kringum okkur að fólk hefur verið töluvert lengi, jafnvel nokkur ár og nágrannaþjóðir okkar allar eru með svona úrræði. Nágrannaþjóðir okkar allar, og þá er ég að tala um Norðurlöndin, eru sömuleiðis öll með svona þjónustuskerðingar eins og við erum hér að taka upp og við erum ekki að gera neitt annað hér núna, íslensk stjórnvöld, en að samræma okkar útlendingalög því sem er að gerast í nágrannalöndunum og löndunum í kringum okkur.“ Viðtal við Guðrúnu í Reykjavík síðdegis má heyra í spilaranum hér að neðan:
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Tengdar fréttir Hafna því að sveitarfélög beri ábyrgð á hælisleitendunum Samband íslenskra sveitarfélaga hafnar því að sveitarfélög beri ábyrgð á þeim hælisleitendum sem hafi verið sviptir grunnþjónustu í samræmi við ný útlendingalög. Sambandið segist harma þá stöðu sem upp sé komin og að sveitarfélög séu sett í afar erfiða stöðu gagnvart þessum hópi. 14. ágúst 2023 17:00 Heimilisleysi flóttafólks mun aukast mikið á næstunni Heimilisleysi flóttafólks mun aukast töluvert á næstunni vegna nýrra útlendingalaga sem gera það að verkum að fólk missir alla þjónustu þrjátíu dögum eftir endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Þetta segir formaður hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. 11. ágúst 2023 20:19 „Lögin eru að virka sem skyldi“ Dómsmálaráðherra segir ný útlendingalög virka sem skyldi. Fólk sem missi þjónustu 30 dögum eftir endanlega synjun um alþjóðlega vernd verði að sýna samstarfsvilja um að fara úr landi. 11. ágúst 2023 17:13 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent Fleiri fréttir Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Sjá meira
Hafna því að sveitarfélög beri ábyrgð á hælisleitendunum Samband íslenskra sveitarfélaga hafnar því að sveitarfélög beri ábyrgð á þeim hælisleitendum sem hafi verið sviptir grunnþjónustu í samræmi við ný útlendingalög. Sambandið segist harma þá stöðu sem upp sé komin og að sveitarfélög séu sett í afar erfiða stöðu gagnvart þessum hópi. 14. ágúst 2023 17:00
Heimilisleysi flóttafólks mun aukast mikið á næstunni Heimilisleysi flóttafólks mun aukast töluvert á næstunni vegna nýrra útlendingalaga sem gera það að verkum að fólk missir alla þjónustu þrjátíu dögum eftir endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Þetta segir formaður hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. 11. ágúst 2023 20:19
„Lögin eru að virka sem skyldi“ Dómsmálaráðherra segir ný útlendingalög virka sem skyldi. Fólk sem missi þjónustu 30 dögum eftir endanlega synjun um alþjóðlega vernd verði að sýna samstarfsvilja um að fara úr landi. 11. ágúst 2023 17:13