„Pældu í því hvað þú gætir keypt mikið kókaín, dópistinn þinn“ Smári Jökull Jónsson skrifar 16. ágúst 2023 23:31 Logan Paul og Conor McGregor leiðis ekki að komast á forsíður fjölmiðlanna. Vísir/Getty Logan Paul hefur brugðist við orðum Conor McGregor um bardaga Paul gegn Dillon Danis í október. Paul segist vera tilbúinn að veðja milljón dollurum á eigin sigur í bardaganum. Youtube-stjarnan Logan Paul hefur keppt í fjölbragðaglímu síðustu misserin en er á leið í hnefaleikahringinn innan skamms þar sem hann mun keppa í hnefaleikum í fyrsta sinn í um tvö ár. Mótherji hans í hringnum verður Dillon Danis en hann er líklega þekktari fyrir að vera æfingafélagi Conor McGregor heldur en fyrir afrek sín í íþróttinni. Á dögunum tjáði McGregor sig um bardagann sem fer fram þann 14. október. „Ég hef þekkt Dillon í mörg ár og æft með honum lengi. Ég hef leitt hann áfram. Ég mun þjálfa hann og ég ábyrgist að hann mun vinna, vonandi mætir Paul,“ sagði fyrrum UFC-meistarinn við Matchroom Boxing. Vitaskuld ætlar Logan Paul ekki að sitja undir þessum ummælum McGregor án þess að leggja orð í belg. Hann birti innlegg á X þar sem hann skorar á McGregor í veðmáli og segist vera tilbúinn að leggja eina milljón dollara undir á eigin sigur. You guarantee a win? I ll bet you $1,000,000 I beat Dildo Danis on October 14 @TheNotoriousMMA pic.twitter.com/cktDrH6jWa— Logan Paul (@LoganPaul) August 14, 2023 „Sýndu nú hvað þú ert sjálfsöruggur. Pældu í því hvað þú gætir keypt mikið kókaín, dópistinn þinn. Þann 14. október, þá rústa ég ykkur báðum,“ sagði Paul í myndbandi á X en oft á tíðum hefur meint eiturlyfjaneysla McGregor verið til umræðu. Bardagi Paul og Danis fer fram í Manchester áður en KSI mætir Tommy Fury í aðalbardaga kvöldsins. Box Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Sjá meira
Youtube-stjarnan Logan Paul hefur keppt í fjölbragðaglímu síðustu misserin en er á leið í hnefaleikahringinn innan skamms þar sem hann mun keppa í hnefaleikum í fyrsta sinn í um tvö ár. Mótherji hans í hringnum verður Dillon Danis en hann er líklega þekktari fyrir að vera æfingafélagi Conor McGregor heldur en fyrir afrek sín í íþróttinni. Á dögunum tjáði McGregor sig um bardagann sem fer fram þann 14. október. „Ég hef þekkt Dillon í mörg ár og æft með honum lengi. Ég hef leitt hann áfram. Ég mun þjálfa hann og ég ábyrgist að hann mun vinna, vonandi mætir Paul,“ sagði fyrrum UFC-meistarinn við Matchroom Boxing. Vitaskuld ætlar Logan Paul ekki að sitja undir þessum ummælum McGregor án þess að leggja orð í belg. Hann birti innlegg á X þar sem hann skorar á McGregor í veðmáli og segist vera tilbúinn að leggja eina milljón dollara undir á eigin sigur. You guarantee a win? I ll bet you $1,000,000 I beat Dildo Danis on October 14 @TheNotoriousMMA pic.twitter.com/cktDrH6jWa— Logan Paul (@LoganPaul) August 14, 2023 „Sýndu nú hvað þú ert sjálfsöruggur. Pældu í því hvað þú gætir keypt mikið kókaín, dópistinn þinn. Þann 14. október, þá rústa ég ykkur báðum,“ sagði Paul í myndbandi á X en oft á tíðum hefur meint eiturlyfjaneysla McGregor verið til umræðu. Bardagi Paul og Danis fer fram í Manchester áður en KSI mætir Tommy Fury í aðalbardaga kvöldsins.
Box Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Sjá meira