Umboðsmaður segir heimildir til framsals löggæsluverkefna of rúmar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. ágúst 2023 06:49 Skúli Magnússon umboðsmaður Alþingis og Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra. Umboðsmaður Alþingis hefur sent forseta Alþingis ábendingu þess efnis að orðalag í lögreglulögum um heimildir ríkislögreglustjóra til að fela erlendum ríkisborgurum framkvæmd löggæsluverkefna á Íslandi sé of rúmt. Ábendingunni var komið á framfæri í kjölfar svara frá dómsmálaráðuneytinu vegna fyrirspurna umboðsmanns um erlenda lögreglumenn sem hingað komu í tengslum við leiðtogafund Evrópuráðsins í maí. Í tilkynningu á vef umboðsmanns segir að af svari ráðuneytisins hafi mátt ráða að það teldi orðalag greinar í lögreglulögum sem heimilar framsal verkefna til erlendra aðila ekki of víðtækt en að tekið yrði til athugunar hvort tilefni væri til að setja nánari reglur um samstarf lögreglu við erlend löggæsluyfirvöld og alþjóðastofnanir. „Ekkert kom þó nánar fram um markmið eða efni slíkra reglna né hvort tekið yrði tillit til sjónarmiða í fyrirspurnarbréfi umboðsmanns. Þá er ljóst að ráðuneytið lítur svo á að það hafi verið fyllilega í samræmi við heimildir ríkislögreglustjóra að fela erlendu lögreglumönnunum umrædd verkefni,“ segir á vef umboðsmanns. Umboðsmaður bendir á að heimild ríkislögreglustjóra hvað þetta varðar sé hins vegar ekki ótakmörkuð. Lögregluvald heyri til kjarna framkvæmdavaldsins og því þurfi að gera ríkari kröfur en ella til framsals slíkra heimilda. „Í ljósi túlkunar ráðuneytisins á ákvæðinu hefur umboðsmaður því sent forseta Alþingis ábendingu þar að lútandi. Orðalag ákvæðisins sé of rúmt og til þess fallið að valda misskilningi um markmið þess og önnur atriði sem við eigi. Samkvæmt lögskýringargögnum hafi verið gert ráð fyrir því að heimild ríkislögreglustjóra, að þessu leyti, kynni að verða nánar afmörkuð með frekari reglum dómsmálaráðherra. Svör ráðuneytisins gæfu ekki tilefni til að ætla að með slíkum reglum, ef þær yrðu settar, yrði sérstaklega tekið tillit til þeirra sjónarmiða sem umboðsmaður hefði komið á framfæri við það.“ Lögreglan Lögreglumál Umboðsmaður Alþingis Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Ábendingunni var komið á framfæri í kjölfar svara frá dómsmálaráðuneytinu vegna fyrirspurna umboðsmanns um erlenda lögreglumenn sem hingað komu í tengslum við leiðtogafund Evrópuráðsins í maí. Í tilkynningu á vef umboðsmanns segir að af svari ráðuneytisins hafi mátt ráða að það teldi orðalag greinar í lögreglulögum sem heimilar framsal verkefna til erlendra aðila ekki of víðtækt en að tekið yrði til athugunar hvort tilefni væri til að setja nánari reglur um samstarf lögreglu við erlend löggæsluyfirvöld og alþjóðastofnanir. „Ekkert kom þó nánar fram um markmið eða efni slíkra reglna né hvort tekið yrði tillit til sjónarmiða í fyrirspurnarbréfi umboðsmanns. Þá er ljóst að ráðuneytið lítur svo á að það hafi verið fyllilega í samræmi við heimildir ríkislögreglustjóra að fela erlendu lögreglumönnunum umrædd verkefni,“ segir á vef umboðsmanns. Umboðsmaður bendir á að heimild ríkislögreglustjóra hvað þetta varðar sé hins vegar ekki ótakmörkuð. Lögregluvald heyri til kjarna framkvæmdavaldsins og því þurfi að gera ríkari kröfur en ella til framsals slíkra heimilda. „Í ljósi túlkunar ráðuneytisins á ákvæðinu hefur umboðsmaður því sent forseta Alþingis ábendingu þar að lútandi. Orðalag ákvæðisins sé of rúmt og til þess fallið að valda misskilningi um markmið þess og önnur atriði sem við eigi. Samkvæmt lögskýringargögnum hafi verið gert ráð fyrir því að heimild ríkislögreglustjóra, að þessu leyti, kynni að verða nánar afmörkuð með frekari reglum dómsmálaráðherra. Svör ráðuneytisins gæfu ekki tilefni til að ætla að með slíkum reglum, ef þær yrðu settar, yrði sérstaklega tekið tillit til þeirra sjónarmiða sem umboðsmaður hefði komið á framfæri við það.“
Lögreglan Lögreglumál Umboðsmaður Alþingis Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira