Ríkisstjórnin eins og þrír bátar sem stefna í ólíka átt Sunna Sæmundsdóttir skrifar 18. ágúst 2023 20:33 Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. Vísir/Vilhelm Þrjár ríkisstjórnir virðast starfandi í landinu að mati prófessors í stjórnmálafræði. Hann segir óskýrleika í kringum nýju útlendingalögin enn eina birtingarmynd þess að flokkarnir eigi erfitt með að koma sér saman um stór málefni. Fulltrúar sveitarfélaga auk dómsmála- og félagsmálaráðherra funduðu í dag um stöðu flóttafólks sem hefur verið svipt þjónustu eftir að hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Engin eiginleg niðurstaða fékkst í málið og ráðherrar Sjálfstæðisflokks og Vinstri Grænna hafa mismunandi sýn á framkvæmdina. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir þetta birtingarmynd þess að flokkarnir nái ekki saman í stórum málum. „Við erum með flokka í ríkisstjórn sem eru á öndverðum meiði í málinu og þau böggla saman frumvarpi sem hægt er að skilja á ólíkan hátt. Það var margoft bent á það hverjar afleiðingarnar myndu vera af þessum lögum færu þau svona í gegn. Og núna er það einfaldlega að koma í ljós að það skortir á heildarmyndina. Þetta er eins og skref inn á vegferð og svo eru menn algjörlega ósammála um hvert eigi að halda í framhaldinu,“ segir Eiríkur. „Og það er auðvitað ábyrgðarhluti að stjórnarmeirihlutinn samþykki lög sem snúa að örlögum fólks í viðkvæmri stöðu án þess að hafa nokkra sameiginlega sýn á það hvernig umhverfið eigi síðan að líta út í kjölfarið.“ Yfir tuttugu félagasamtök lýstu í kvöld yfir þungum áhyggjum af stöðunni og hafa boðað til samráðsfundar með stjórnvöldum á mánudag en í hópi þeirra sem skrifa undir yfirlýsinguna eru biskup Íslands, Rauði krossinn, Barnaheill og Þroskahjálp. „Þessi lög virðast hafa verið samin þannig að það var verið að reyna ná niðurstöðu í máli sem gríðarlega ólík afstaða er til. Og það er þess vegna sem þau er svona óljós. Ríkisstjórnarflokkarnir komu sér einfaldlega ekki saman um skýrari niðurstöðu heldur einungis óljósa lagasetningu sem þau gátu síðan túlkað hvert fyrir sig í kjölfarið,“ segir Eiríkur. Hvaða augum líturðu stjórnarsamstarfið eins og er? „Þetta eru þrír bátar sem leggja úr höfn en stefna hver í sína áttina. Það er engin heildstæð stefna sem heitið getur í þessum stóru málum núna. Við fórum að sjá þetta í vor og svo eftir sumri, hversu erfitt stjórnin á með að ná saman. Þetta eru eins og þrjár ríkisstjórnir í landinu sem hver um sig fer með sinn hlut ríkisins.“ Hann telur stöðuna viðkvæma. „Þá er spurning hvort menn nái að hökta út kjörtímabilið. Það er í sjálfu sér ekkert sem segir að það eigi ekki að geta tekist. En staðan er orðin það viðkvæm að það þarf ekki stór mál til að velta þessu hlassi. Þúfan gæti þess vegna verið pínulítil sem fer með ríkisstjórnina á hliðina,“ segir Eiríkur. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sjá meira
Fulltrúar sveitarfélaga auk dómsmála- og félagsmálaráðherra funduðu í dag um stöðu flóttafólks sem hefur verið svipt þjónustu eftir að hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Engin eiginleg niðurstaða fékkst í málið og ráðherrar Sjálfstæðisflokks og Vinstri Grænna hafa mismunandi sýn á framkvæmdina. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir þetta birtingarmynd þess að flokkarnir nái ekki saman í stórum málum. „Við erum með flokka í ríkisstjórn sem eru á öndverðum meiði í málinu og þau böggla saman frumvarpi sem hægt er að skilja á ólíkan hátt. Það var margoft bent á það hverjar afleiðingarnar myndu vera af þessum lögum færu þau svona í gegn. Og núna er það einfaldlega að koma í ljós að það skortir á heildarmyndina. Þetta er eins og skref inn á vegferð og svo eru menn algjörlega ósammála um hvert eigi að halda í framhaldinu,“ segir Eiríkur. „Og það er auðvitað ábyrgðarhluti að stjórnarmeirihlutinn samþykki lög sem snúa að örlögum fólks í viðkvæmri stöðu án þess að hafa nokkra sameiginlega sýn á það hvernig umhverfið eigi síðan að líta út í kjölfarið.“ Yfir tuttugu félagasamtök lýstu í kvöld yfir þungum áhyggjum af stöðunni og hafa boðað til samráðsfundar með stjórnvöldum á mánudag en í hópi þeirra sem skrifa undir yfirlýsinguna eru biskup Íslands, Rauði krossinn, Barnaheill og Þroskahjálp. „Þessi lög virðast hafa verið samin þannig að það var verið að reyna ná niðurstöðu í máli sem gríðarlega ólík afstaða er til. Og það er þess vegna sem þau er svona óljós. Ríkisstjórnarflokkarnir komu sér einfaldlega ekki saman um skýrari niðurstöðu heldur einungis óljósa lagasetningu sem þau gátu síðan túlkað hvert fyrir sig í kjölfarið,“ segir Eiríkur. Hvaða augum líturðu stjórnarsamstarfið eins og er? „Þetta eru þrír bátar sem leggja úr höfn en stefna hver í sína áttina. Það er engin heildstæð stefna sem heitið getur í þessum stóru málum núna. Við fórum að sjá þetta í vor og svo eftir sumri, hversu erfitt stjórnin á með að ná saman. Þetta eru eins og þrjár ríkisstjórnir í landinu sem hver um sig fer með sinn hlut ríkisins.“ Hann telur stöðuna viðkvæma. „Þá er spurning hvort menn nái að hökta út kjörtímabilið. Það er í sjálfu sér ekkert sem segir að það eigi ekki að geta tekist. En staðan er orðin það viðkvæm að það þarf ekki stór mál til að velta þessu hlassi. Þúfan gæti þess vegna verið pínulítil sem fer með ríkisstjórnina á hliðina,“ segir Eiríkur.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sjá meira