Amalía Ósk keppir í Sádi-Arabíu á heimsmeistaramóti í ólympískum lyftingum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. ágúst 2023 07:31 Amalía Ósk segir að það skipti mig miklu máli að vera góð fyrirmynd, sérstaklega fyrir ungar stelpur sem vilja verða sterkar. Aðsend Þrjár konur frá Íslandi eru nú að undirbúa sig að fara til Saudi Arabíu þar sem þær munu keppa á heimsmeistaramótinu í ólympískum lyftingum fyrir íslenska landsliðið. Amalía Ósk Sigurðardóttir, sem er 26 ára gömul er ein af konunum. „Ég er ein af þeim bestu á landinu, hef slegið mörg Íslandsmetin í íþróttinni síðan ég keppti á mínu fyrsta móti fyrir 6 árum og hef keppt á stórmótum víðs vegar um heim. Ásamt því að æfa ólympískar lyftingar þjálfa ég og sé um allt starf í Boot Camp í Sporthúsinu. Allur minn grunnur fyrir lyftingarnar koma úr Boot Camp en ég stundaði Boot Camp af fullum krafti fyrir þær,” segir Amalía. Flýgur út 5. september „Ég er á leiðinni á mitt annað heimsmeistaramót í ólympískum lyftingum. Mótið er haldið í borginni Riyadh í Saudi Arabíu og flýg ég út 5.september. Þetta er lang stærsta mótið en það eru rúmlega 800 skráðir þátttakendur úr nánast öllum löndum í heiminum. Þú þarft að ná ákveðnum lágmörkum til þess að mega keppa á mótinu svo allir keppendur eru háklassa. Við erum þrjár stelpur frá Íslandi að keppa á mótinu og fáum flott teymi með okkur út,” segir Amalía. Áætlaður heildarkostnaður fyrir ferðina er á bilinu 600-700 þúsund, sem Amalía þarf að greiða meira og minna sjálf.Aðsend Mest lyft 103 kílóum í jafnhendingu Amalía Ósk hefur mest lyft 103 kg í jafnhendingu og 84 kg í snörun. „Það er keppt í þyngdarflokkum í ólympískum lyftingum og hef ég alltaf keppt í undir 64 kg flokknum. Ég er fyrst og fremst að keppa á þessu móti til að koma mér aftur á pallinn og er markmiðið mitt að ná lyftunum mínum, hafa gaman og njóta þess að keppa aftur eftir erfitt tímabil, finna eldmóðinn minn aftur.” Þarf að greiða allan kostnað sjálf Íslensku keppendurnir á mótinu þurfa að greiða allan sinn kostnað sjálfir við mótið. „Já eins og eflaust margir vita er illa búið að afreksíþróttafólki á Íslandi og þarf ég að greiða allan kostnað sjálf fyrir ferðina, bæði fyrir mig og þjálfarann minn sem ég vil hafa með mér úti. Ég hef reynt að hafa samband við mörg fyrirtæki á Íslandi í von um að fá styrki en það gengið illa, það er lítið um svör. En samt sem áður óendanlega þakklát fyrir þau fyrirtæki sem hafa styrkt mig. Svo á morgun, sunnudaginn 20. ágúst ætla ég að halda Boot Camp styrktaræfingu fyrir mig þar sem fólk borgar 2.000 kr fyrir æfinguna, fær að svitna og hafa gaman í klukkutíma og styrkja mig í leiðinni. Ferðin er dýr og mun það hjálpa mér mikið,” segir Amalía. Amalia Ósk er mjög virk á instagram og kemur til með að sýna frá öllum undirbúning og ferðalaginu sjálfu ef fólk hefur áhuga á að fylgjast með henni Sunnudaginn 20. ágúst ætlar Amalía Ósk að halda Boot Camp styrktaræfingu í Sporthúsinu þar sem fólk borgar 2.000 kr fyrir æfinguna og fær að svitna og hafa gaman í klukkutíma eða frá 10:00 til 11:00.Aðsend Lyftingar Sádi-Arabía Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Sjá meira
Amalía Ósk Sigurðardóttir, sem er 26 ára gömul er ein af konunum. „Ég er ein af þeim bestu á landinu, hef slegið mörg Íslandsmetin í íþróttinni síðan ég keppti á mínu fyrsta móti fyrir 6 árum og hef keppt á stórmótum víðs vegar um heim. Ásamt því að æfa ólympískar lyftingar þjálfa ég og sé um allt starf í Boot Camp í Sporthúsinu. Allur minn grunnur fyrir lyftingarnar koma úr Boot Camp en ég stundaði Boot Camp af fullum krafti fyrir þær,” segir Amalía. Flýgur út 5. september „Ég er á leiðinni á mitt annað heimsmeistaramót í ólympískum lyftingum. Mótið er haldið í borginni Riyadh í Saudi Arabíu og flýg ég út 5.september. Þetta er lang stærsta mótið en það eru rúmlega 800 skráðir þátttakendur úr nánast öllum löndum í heiminum. Þú þarft að ná ákveðnum lágmörkum til þess að mega keppa á mótinu svo allir keppendur eru háklassa. Við erum þrjár stelpur frá Íslandi að keppa á mótinu og fáum flott teymi með okkur út,” segir Amalía. Áætlaður heildarkostnaður fyrir ferðina er á bilinu 600-700 þúsund, sem Amalía þarf að greiða meira og minna sjálf.Aðsend Mest lyft 103 kílóum í jafnhendingu Amalía Ósk hefur mest lyft 103 kg í jafnhendingu og 84 kg í snörun. „Það er keppt í þyngdarflokkum í ólympískum lyftingum og hef ég alltaf keppt í undir 64 kg flokknum. Ég er fyrst og fremst að keppa á þessu móti til að koma mér aftur á pallinn og er markmiðið mitt að ná lyftunum mínum, hafa gaman og njóta þess að keppa aftur eftir erfitt tímabil, finna eldmóðinn minn aftur.” Þarf að greiða allan kostnað sjálf Íslensku keppendurnir á mótinu þurfa að greiða allan sinn kostnað sjálfir við mótið. „Já eins og eflaust margir vita er illa búið að afreksíþróttafólki á Íslandi og þarf ég að greiða allan kostnað sjálf fyrir ferðina, bæði fyrir mig og þjálfarann minn sem ég vil hafa með mér úti. Ég hef reynt að hafa samband við mörg fyrirtæki á Íslandi í von um að fá styrki en það gengið illa, það er lítið um svör. En samt sem áður óendanlega þakklát fyrir þau fyrirtæki sem hafa styrkt mig. Svo á morgun, sunnudaginn 20. ágúst ætla ég að halda Boot Camp styrktaræfingu fyrir mig þar sem fólk borgar 2.000 kr fyrir æfinguna, fær að svitna og hafa gaman í klukkutíma og styrkja mig í leiðinni. Ferðin er dýr og mun það hjálpa mér mikið,” segir Amalía. Amalia Ósk er mjög virk á instagram og kemur til með að sýna frá öllum undirbúning og ferðalaginu sjálfu ef fólk hefur áhuga á að fylgjast með henni Sunnudaginn 20. ágúst ætlar Amalía Ósk að halda Boot Camp styrktaræfingu í Sporthúsinu þar sem fólk borgar 2.000 kr fyrir æfinguna og fær að svitna og hafa gaman í klukkutíma eða frá 10:00 til 11:00.Aðsend
Lyftingar Sádi-Arabía Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Sjá meira