Hafa komið öllum út úr húsinu sem vitað var um Oddur Ævar Gunnarsson og Kristinn Haukur Guðnason skrifa 20. ágúst 2023 12:49 Gríðarlegan reyk liggur upp frá svæðinu þegar rúmur klukkutími er síðan að slökkvistörf hófust. Vísir/Bjarki Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út rétt fyrir klukkan eitt í dag vegna eldsvoða í iðnaðarhúsi á Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði. Slökkvilið hefur komið öllum út sem vitað var að voru í húsinu. Ekki er ljóst hvort einhverjir séu enn þar. Gríðarlegan reyk leggur upp af svæðinu og hafa slökkvistörf staðið yfir í rúma klukkustund. Íbúar eru beðnir um að loka gluggum. Slökkvilið segir mikinn eldsmat í húsinu og slökkvistörf munu taka tíma. Töluverðan reyk lagði í upphafi frá brunanum og liggur reyndar enn, tæpum tveimur tímum eftir að hann hófst. Hefur fréttastofu borist myndir og myndbönd frá íbúum vegna þessa. Hann er enn mikill í næsta nágrenni og leggur yfir íbúablokkir skammt frá. Að sögn Guðjóns Ingasonar, aðstoðarvarðstjóra hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, er eldsvoðinn í húsnæði við Hvaleyrarbraut 22. Bílum hefur meðal annars verið bjargað úr húsinu, líkt og má sjá á myndum neðar í fréttinni. Klippa: Svipmyndir frá slökkvistarfi Tekur töluverðan tíma Um er að ræða timburhús með klæðningu og bárujárnsþaki sem hýsir iðnaðarstarfsemi. Guðjón segir að tilkynning um brunann hafi komið frá sjónarvotti í næsta húsi. Jóhann Viggó Jónsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að slökkvilið sé búið að koma öllum út úr húsinu sem vitað var um. Þó sé ekki hægt að fullyrða að enginn hafi verið eftir inni í húsinu á þessum tímapunkti. Hann segist ekki hafa upplýsingar um það hve margir voru í húsinu. Jóhann segir ljóst að slökkvistörf muni taka töluverðan tíma. Húsið sé stórt, þar séu allskonar geymslur, sem fullar séu af allskonar dóti. Eins og fram hefur komið var bílum komið þaðan út fyrr í dag. Áður hafði slökkvilið veitt fréttastofu þær upplýsingar að ekki væri ljóst hvort einhver hefði verið í húsinu. Útlit er fyrir að búið sé í húsinu sem skilgreint er sem iðnaðarhúsnæði. Klippa: Mikill reykur frá eldsvoða í Hafnarfirði Reyk leggur yfir nágrennið og sést úr mikilli fjarlægð Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að viðbragsaðilar kljáist nú við eld í húsnæði við Hvaleyrarbraut 22. Segir þar að reyk leggi frá húsinu. Er fólki í nágrenninu bent á að loka gluggum. Fréttastofa er á staðnum og er enn gríðarlegur reykur á svæðinu, rúmri klukkustund eftir að slökkvistörf hófust. Gríðarlegan reyk leggur upp af svæðinu og yfir íbúablokkir í nágrenninu. Vísir/Helena Mikinn reyk liggur yfir íbúablokkir í nágrenninu. Reykurinn var í upphafi svartur en varð svo ljósari að lit en er að dökkna aftur þegar klukkan er að ganga þrjú. Reykurinn sést úr mikilli fjarlægð frá húsinu. Fréttastofu hefur meðal annars fengið myndir af Kársnesi í Kópavogi, þar sem sést vel í reykinn frá Hvaleyrarbraut. Fólk er einnig beðið um að halda sig fjarri Hvaleyrarbraut og nágrenni til að gefa slökkviliði og lögreglu vinnufrið á vettvangi og til að tryggja aðkomu viðbragsaðila til og frá staðnum, að því er segir í tilkynningunni. Fréttastofu barst mynd af reyknum sem tekin var af Kársnesi á fjórða tímanum í dag. Aðsend/Pétur Bjarki Þá virðist slökkvilið nú vinna að því að bjarga bílum sem geymdir voru í húsnæðinu. Auk þess virðast hjólbarðar hafa verið geymdir í húsinu. Svo virðist vera sem bílar og hjólbarðar hafi verið geymdir á neðri hæð hússins.Vísir Reykurinn sést enn úr gríðarlegri fjarlægð. Vísir/Kristín Gríðarlegan, svartan reyk leggur upp frá húsnæðinu. Vísir/Kristín Töluverður fjöldi fólks fylgist með slökkviliði að störfum. Vísir/Kristín Um er að ræða eldsvoða í iðnaðarhúsnæði á Hvaleyrarbraut. Mikill viðbúnaður er á staðnum. Vísir/Helena Eins og sjá má náði reykurinn langt upp í loft. Vel sást í reykinn frá norðurbæ Hafnarfjarðar. Fréttastofu hefur borist myndir af reyk frá svæðinu. Fréttin verður uppfærð. Slökkvilið Hafnarfjörður Bruni á Hvaleyrarbraut Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Sjá meira
Gríðarlegan reyk leggur upp af svæðinu og hafa slökkvistörf staðið yfir í rúma klukkustund. Íbúar eru beðnir um að loka gluggum. Slökkvilið segir mikinn eldsmat í húsinu og slökkvistörf munu taka tíma. Töluverðan reyk lagði í upphafi frá brunanum og liggur reyndar enn, tæpum tveimur tímum eftir að hann hófst. Hefur fréttastofu borist myndir og myndbönd frá íbúum vegna þessa. Hann er enn mikill í næsta nágrenni og leggur yfir íbúablokkir skammt frá. Að sögn Guðjóns Ingasonar, aðstoðarvarðstjóra hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, er eldsvoðinn í húsnæði við Hvaleyrarbraut 22. Bílum hefur meðal annars verið bjargað úr húsinu, líkt og má sjá á myndum neðar í fréttinni. Klippa: Svipmyndir frá slökkvistarfi Tekur töluverðan tíma Um er að ræða timburhús með klæðningu og bárujárnsþaki sem hýsir iðnaðarstarfsemi. Guðjón segir að tilkynning um brunann hafi komið frá sjónarvotti í næsta húsi. Jóhann Viggó Jónsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að slökkvilið sé búið að koma öllum út úr húsinu sem vitað var um. Þó sé ekki hægt að fullyrða að enginn hafi verið eftir inni í húsinu á þessum tímapunkti. Hann segist ekki hafa upplýsingar um það hve margir voru í húsinu. Jóhann segir ljóst að slökkvistörf muni taka töluverðan tíma. Húsið sé stórt, þar séu allskonar geymslur, sem fullar séu af allskonar dóti. Eins og fram hefur komið var bílum komið þaðan út fyrr í dag. Áður hafði slökkvilið veitt fréttastofu þær upplýsingar að ekki væri ljóst hvort einhver hefði verið í húsinu. Útlit er fyrir að búið sé í húsinu sem skilgreint er sem iðnaðarhúsnæði. Klippa: Mikill reykur frá eldsvoða í Hafnarfirði Reyk leggur yfir nágrennið og sést úr mikilli fjarlægð Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að viðbragsaðilar kljáist nú við eld í húsnæði við Hvaleyrarbraut 22. Segir þar að reyk leggi frá húsinu. Er fólki í nágrenninu bent á að loka gluggum. Fréttastofa er á staðnum og er enn gríðarlegur reykur á svæðinu, rúmri klukkustund eftir að slökkvistörf hófust. Gríðarlegan reyk leggur upp af svæðinu og yfir íbúablokkir í nágrenninu. Vísir/Helena Mikinn reyk liggur yfir íbúablokkir í nágrenninu. Reykurinn var í upphafi svartur en varð svo ljósari að lit en er að dökkna aftur þegar klukkan er að ganga þrjú. Reykurinn sést úr mikilli fjarlægð frá húsinu. Fréttastofu hefur meðal annars fengið myndir af Kársnesi í Kópavogi, þar sem sést vel í reykinn frá Hvaleyrarbraut. Fólk er einnig beðið um að halda sig fjarri Hvaleyrarbraut og nágrenni til að gefa slökkviliði og lögreglu vinnufrið á vettvangi og til að tryggja aðkomu viðbragsaðila til og frá staðnum, að því er segir í tilkynningunni. Fréttastofu barst mynd af reyknum sem tekin var af Kársnesi á fjórða tímanum í dag. Aðsend/Pétur Bjarki Þá virðist slökkvilið nú vinna að því að bjarga bílum sem geymdir voru í húsnæðinu. Auk þess virðast hjólbarðar hafa verið geymdir í húsinu. Svo virðist vera sem bílar og hjólbarðar hafi verið geymdir á neðri hæð hússins.Vísir Reykurinn sést enn úr gríðarlegri fjarlægð. Vísir/Kristín Gríðarlegan, svartan reyk leggur upp frá húsnæðinu. Vísir/Kristín Töluverður fjöldi fólks fylgist með slökkviliði að störfum. Vísir/Kristín Um er að ræða eldsvoða í iðnaðarhúsnæði á Hvaleyrarbraut. Mikill viðbúnaður er á staðnum. Vísir/Helena Eins og sjá má náði reykurinn langt upp í loft. Vel sást í reykinn frá norðurbæ Hafnarfjarðar. Fréttastofu hefur borist myndir af reyk frá svæðinu. Fréttin verður uppfærð.
Slökkvilið Hafnarfjörður Bruni á Hvaleyrarbraut Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent