Húsleit gerð hjá stuðningsfólki Rússa vegna stríðsvopna Kjartan Kjartansson skrifar 21. ágúst 2023 14:55 Mótmæli gegn stríðinu í Úkraínu og stuðningi Þýskalands við Úkraínumenn í Berlín fyrr á þessu ári. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/EPA Þýskir saksóknarar greindu frá því að þeir hefðu gert húsleit hjá pari sem hefur staðið fyrir mótmælum gegn stuðningi þýskra stjórnvalda við Úkraínu í dag. Rannsóknin á parinu er sögð snúast um brot á lögum um framleiðslu og flutnings á stríðsvopnum. Húsleit var gerð hjá Max Schlund og Elenu Kolbansnikovu, aðgerðasinnum sem styðja rússnesk stjórnvöld, í framhaldi af fréttum Reuters-fréttastofunnar um að parið hefði safnað fé til að styðja rússneska herdeild í Donbas í Úkraínu í mars. Féð hafi verið notað til þess að festa kaup á talstöðvum, heyrnartólum og símum. Talsmaður saksóknara í Köln segir Reuters að húsleitin í dag tengist grun um brot á lögum um eftirlit með stríðsvopnum. Þau ná utan um framleiðslu og flutning á öllu frá handsprengjum til orrustuþotna. Talsmaðurinn sagði rannsóknina ekki tengjast stuðningi parsins við Rússa í Donbas. Lögmaður parsins, sem hefur einnig tekið þátt í mótmælum þeirra, segir að íbúð þeirra hafi skemmst í húsleitinni og að Schlund hafi orðið fyrir meiðslum. Talsmaður saksóknara sagðist ekki vita af meiðslum hans. Kolbansnikova hefur áður sakað þýsk stjórnvöld um „lögleysu“ og að reyna að þagga niður í pólitískum andstæðingum sínum. Evrópskar leyniþjónustustofnanar telja sig hafa heimildir fyrir því að stjórnvöld í Kreml hafi markvisst unnið að því að grafa undan stuðningi við Úkraínumenn í Þýskalandi. Í því skyni hafi þeir meðal annars reynt að leiða saman ysta hægrið og ysta vinstrið í þýskum stjórnmálum. Þýskaland Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Innlent Fleiri fréttir Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Sjá meira
Húsleit var gerð hjá Max Schlund og Elenu Kolbansnikovu, aðgerðasinnum sem styðja rússnesk stjórnvöld, í framhaldi af fréttum Reuters-fréttastofunnar um að parið hefði safnað fé til að styðja rússneska herdeild í Donbas í Úkraínu í mars. Féð hafi verið notað til þess að festa kaup á talstöðvum, heyrnartólum og símum. Talsmaður saksóknara í Köln segir Reuters að húsleitin í dag tengist grun um brot á lögum um eftirlit með stríðsvopnum. Þau ná utan um framleiðslu og flutning á öllu frá handsprengjum til orrustuþotna. Talsmaðurinn sagði rannsóknina ekki tengjast stuðningi parsins við Rússa í Donbas. Lögmaður parsins, sem hefur einnig tekið þátt í mótmælum þeirra, segir að íbúð þeirra hafi skemmst í húsleitinni og að Schlund hafi orðið fyrir meiðslum. Talsmaður saksóknara sagðist ekki vita af meiðslum hans. Kolbansnikova hefur áður sakað þýsk stjórnvöld um „lögleysu“ og að reyna að þagga niður í pólitískum andstæðingum sínum. Evrópskar leyniþjónustustofnanar telja sig hafa heimildir fyrir því að stjórnvöld í Kreml hafi markvisst unnið að því að grafa undan stuðningi við Úkraínumenn í Þýskalandi. Í því skyni hafi þeir meðal annars reynt að leiða saman ysta hægrið og ysta vinstrið í þýskum stjórnmálum.
Þýskaland Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Innlent Fleiri fréttir Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Sjá meira