Ræða um stofnun brugghúss í sögufrægu húsi á Djúpavogi Kristinn Haukur Guðnason skrifar 22. ágúst 2023 15:25 Óvíst hefur verið hvers konar starfsemi verður í Faktorshúsi í langan tíma. Múlaþing Eigendur útgerðarinnar Goðaborgar vilja koma á fót brugghúsi og ölstofu í sögufrægu húsi á Djúpavogi. Húsið kallast Faktorshús og er hátt í tvö hundruð ára gamalt. Goðaborg, sem er tíu ára gamalt fyrirtæki, rekur fimm báta, fiskvinnslu, kaupfélag og harðfiskverkun á Breiðdalsvík en eigendurnir eiga einnig hluta í brugghúsinu og ölstofunni Beljanda, einnig á Breiðdalsvík. Að sögn Gauta Jóhannessonar, starfsmanns heimastjórnar Djúpavogs, er málið enn þá á umræðustigi. „Það barst inn erindi þess efni að rekstraraðili hefði áhuga á að skoða þetta. Það var tekið vel í að taka upp viðræður um það,“ segir Gauti. Bæði heimastjórnin og byggðarráð Múlaþings hafa lýst jákvæðni í garð verkefnisins. „Félagið hefur verið að leita að hentugum stað á Djúpavogi til þess að setja upp lítið brugghús og ölstofu með það fyrir augum að auka á framleiðslugetu og aðgengi að markaði og einnig til þess að auka á þá afþreyingu sem í boði er á Djúpavogi fyrir gesti og ferðamenn og gefa þeim kost á að kaupa vöru framleidda á staðnum beint frá framleiðanda,“ segir í bókun heimastjórnar. 175 ára hús Að sögn Gauta hefur nokkuð hægt gengið að finna Faktorshúsinu framtíðarhlutverk en sveitarfélagið auglýsti eftir samstarfsaðilum fyrir all nokkru síðan. Faktorshúsið er 175 ára gamalt og unnið hefur verið að endurbótum á því. Eins og greint var frá í frétt Austurfréttar í maí síðastliðnum er allt að mestu frágengið utandyra en innandyra hafa endurbætur verið flóknari. Það stendur við hlið Löngubúðar, en þetta eru tvö elstu húsin á Djúpavogi. Langabúð var byggð fyrir danska verslunarfélagið Ørum & Wulff en Faktorshúsið fyrir verslunarstjórann. Múlaþing Áfengi og tóbak Skipulag Veitingastaðir Húsavernd Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Goðaborg, sem er tíu ára gamalt fyrirtæki, rekur fimm báta, fiskvinnslu, kaupfélag og harðfiskverkun á Breiðdalsvík en eigendurnir eiga einnig hluta í brugghúsinu og ölstofunni Beljanda, einnig á Breiðdalsvík. Að sögn Gauta Jóhannessonar, starfsmanns heimastjórnar Djúpavogs, er málið enn þá á umræðustigi. „Það barst inn erindi þess efni að rekstraraðili hefði áhuga á að skoða þetta. Það var tekið vel í að taka upp viðræður um það,“ segir Gauti. Bæði heimastjórnin og byggðarráð Múlaþings hafa lýst jákvæðni í garð verkefnisins. „Félagið hefur verið að leita að hentugum stað á Djúpavogi til þess að setja upp lítið brugghús og ölstofu með það fyrir augum að auka á framleiðslugetu og aðgengi að markaði og einnig til þess að auka á þá afþreyingu sem í boði er á Djúpavogi fyrir gesti og ferðamenn og gefa þeim kost á að kaupa vöru framleidda á staðnum beint frá framleiðanda,“ segir í bókun heimastjórnar. 175 ára hús Að sögn Gauta hefur nokkuð hægt gengið að finna Faktorshúsinu framtíðarhlutverk en sveitarfélagið auglýsti eftir samstarfsaðilum fyrir all nokkru síðan. Faktorshúsið er 175 ára gamalt og unnið hefur verið að endurbótum á því. Eins og greint var frá í frétt Austurfréttar í maí síðastliðnum er allt að mestu frágengið utandyra en innandyra hafa endurbætur verið flóknari. Það stendur við hlið Löngubúðar, en þetta eru tvö elstu húsin á Djúpavogi. Langabúð var byggð fyrir danska verslunarfélagið Ørum & Wulff en Faktorshúsið fyrir verslunarstjórann.
Múlaþing Áfengi og tóbak Skipulag Veitingastaðir Húsavernd Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira