Stungu tekjum kvenna í eigin vasa og töluðu um að hneppa þær í þrældóm Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. ágúst 2023 12:22 Andrew Tate, fyrir utan dómshúsið í Búkarest. AP/Andreea Alexandru BBC hefur undir höndum afrit af samskiptum bræðranna Andrew og Tristan Tate, þar sem þeir kalla konur hórur, hafa í hótunum við þær og tala um að „hneppa tíkur í þrældóm“. Um er að ræða gögn í máli ákæruvaldsins í Rúmeníu gegn bræðrunum, sem hafa verið ákærðir fyrir mansal og önnur brot. Andrew Tate hefur einnig verið ákærður fyrir nauðgun. Meðal gagna málsins er meðal annars vitnisburður kvenna sem saksóknarar segja hafa búið saman í húsi nærri heimili Tate-bræðra í Búkarest. Konurnar segja bræðurna hafa haldið utan um aðganga á Only Fans og Tik Tok, þar sem þær voru neyddar til að koma fram en ágóðinn er sagður hafa runnið í vasa bræðranna. Georgiana Naghel, sem einnig er ákærð í málinu, er sögð hafa séð um fjármál í tengslum við rekstur síðanna og hafa greitt konunum ákveðna uppæð án þess að upplýsa þær um heildartekjur rekstursins. Konurnar segja bræðurna hafa eignað sér helming teknanna. Naghel er sögð hafa haft í hótunum við konurnar, hótað þeim ofbeldi og jafnvel lífláti. Bæði hún og bræðurnir neita sök. Konurnar eru sagðar hafa verið neyddar til að greiða sektir fyrir ýmis „brot“, til að mynda að gráta í beinni eða þurrka sér um nefnið. Þannig hafi þær jafnvel endað í skuld við bræðurna. „Ég vil ekki að þær séu með aðgangsorðin. Ég vil ekki að þær séu með neitt,“ segir Tristan í einum skilaboðum. „Ég vil ekki segja þeim að þær séu með OnlyFans, ég vil að ég og þú fáum þennan pening...,“ í öðrum. „Aðallega ætla ég að hneppa þessar tíkur í þrældóm. [...] Ég ætla að láta þær vinna fleiri og fleiri tíma. [...] ÞRÆLA vinnu. Lágmark 10 eða 12 tíma á dag.“ Sjálfur segir Andrew í skilaboðum að Tristan og Georgiana sjái um reksturinn en hann sé sá sem stjórnar. Þá er í gögnunum að finna samtal milli hans og konu sem neitar því í fyrstu að verða við kröfum um hópkynlíf. Síðar segir hún: Elskan, ég verð að drekka. Ég get ekki gert þetta án þess að drekka.“ „Ekki vera leiðinleg,“ svarar Andrew. „Ég vil sjá þig undirgefna mér. [...] Haltu kjafti hóran þín og gerðu eins og ég segi.“ Þess ber að geta að svörin hafa mögulega verið þýdd úr ensku yfir á rúmensku og svo aftur yfir á ensku. Hér má finna ítarlega umfjöllun BBC. Mál Andrew Tate Jafnréttismál Rúmenía Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Fleiri fréttir „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sjá meira
Um er að ræða gögn í máli ákæruvaldsins í Rúmeníu gegn bræðrunum, sem hafa verið ákærðir fyrir mansal og önnur brot. Andrew Tate hefur einnig verið ákærður fyrir nauðgun. Meðal gagna málsins er meðal annars vitnisburður kvenna sem saksóknarar segja hafa búið saman í húsi nærri heimili Tate-bræðra í Búkarest. Konurnar segja bræðurna hafa haldið utan um aðganga á Only Fans og Tik Tok, þar sem þær voru neyddar til að koma fram en ágóðinn er sagður hafa runnið í vasa bræðranna. Georgiana Naghel, sem einnig er ákærð í málinu, er sögð hafa séð um fjármál í tengslum við rekstur síðanna og hafa greitt konunum ákveðna uppæð án þess að upplýsa þær um heildartekjur rekstursins. Konurnar segja bræðurna hafa eignað sér helming teknanna. Naghel er sögð hafa haft í hótunum við konurnar, hótað þeim ofbeldi og jafnvel lífláti. Bæði hún og bræðurnir neita sök. Konurnar eru sagðar hafa verið neyddar til að greiða sektir fyrir ýmis „brot“, til að mynda að gráta í beinni eða þurrka sér um nefnið. Þannig hafi þær jafnvel endað í skuld við bræðurna. „Ég vil ekki að þær séu með aðgangsorðin. Ég vil ekki að þær séu með neitt,“ segir Tristan í einum skilaboðum. „Ég vil ekki segja þeim að þær séu með OnlyFans, ég vil að ég og þú fáum þennan pening...,“ í öðrum. „Aðallega ætla ég að hneppa þessar tíkur í þrældóm. [...] Ég ætla að láta þær vinna fleiri og fleiri tíma. [...] ÞRÆLA vinnu. Lágmark 10 eða 12 tíma á dag.“ Sjálfur segir Andrew í skilaboðum að Tristan og Georgiana sjái um reksturinn en hann sé sá sem stjórnar. Þá er í gögnunum að finna samtal milli hans og konu sem neitar því í fyrstu að verða við kröfum um hópkynlíf. Síðar segir hún: Elskan, ég verð að drekka. Ég get ekki gert þetta án þess að drekka.“ „Ekki vera leiðinleg,“ svarar Andrew. „Ég vil sjá þig undirgefna mér. [...] Haltu kjafti hóran þín og gerðu eins og ég segi.“ Þess ber að geta að svörin hafa mögulega verið þýdd úr ensku yfir á rúmensku og svo aftur yfir á ensku. Hér má finna ítarlega umfjöllun BBC.
Mál Andrew Tate Jafnréttismál Rúmenía Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Fleiri fréttir „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sjá meira