Drögum vagninn í mark Hildur Hauksdóttir skrifar 25. ágúst 2023 11:30 Loftlagsmálin hafa verið í brennidepli undanfarin ár og snerta í raun alla anga samfélagsins á einn eða annan hátt. Öll erum við til dæmis látin flokka heimilissorpið með ítarlegri hætti en áður og atvinnulífið vinnur af miklum móð til að mæta metnaðarfullum og lögfestum markmiðum stjórnvalda um kolefnishlutlaust Ísland árið 2040. Stjórnvöld settu sér einnig markmið um 55% samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030. Verkefnið er því ærið. Sjávarútvegurinn hefur ekki látið sitt eftir liggja í þessum málum og hefur náð markverðum árangri á síðustu árum þegar kemur að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Mikill samdráttur hefur orðið í olíunotkun fiskiskipa og flestar fiskimjölsverksmiðjur eru nú rafvæddar. Olíunotkun hefur undan farin ár verið um 40% minni en hún var að jafnaði á fyrsta áratug þessarar aldar. Á meðan hefur olíunotkun í heild vaxið á Íslandi. Þetta hefur sjávarútveginum tekist án þess að draga úr framleiðslu eða verðmætasköpun - þvert á móti hefur greininni tekist að búa til meiri verðmæti en áður á sama tíma og hún hefur minnkað kolefnisspor sitt. Þriðjungur af kolefnisgjaldi Stjórnvöld leggja einnig margvísleg gjöld á atvinnulífið til að knýja á um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda og er kolefnisgjaldið eitt þeirra. Kolefnisgjald greiðist af notkun eldsneytis sem inniheldur kolefni af jarðefnauppruna en við notkun þess losnar koltvísýringur út í andrúmsloftið. Gjaldið hefur hækkað um 348% frá árinu 2010 en stendur í dag í 13 kr. á lítrann af gas- og dísilolíu. Sjávarútvegurinn greiðir kolefnisgjald líkt og aðrar atvinnugreinar á Íslandi að undanskildu flugi og stóriðju sem falla undir viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir. Frá árinu 2010 hefur íslenski fiskiskipaflotinn greitt um 18 milljarða í kolefnisgjald en samtals hafa tekjur ríkissjóðs af gjaldinu numið 57 milljörðum króna, hvort tveggja á verðlagi ársins 2022. Með öðrum orðum hefur íslenski fiskiskipaflotinn greitt um þriðjung af kolefnisgjaldinu. Kolefnisgjaldið, sem rennur í ríkissjóð, er ekki markað til sérstakrar notkunar - enda hefur mörkun skatttekna að mestu verið aflögð. Markmið gjaldsins er að hvetja til orkusparnaðar, notkunar á vistvænni ökutækjum, samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda og aukinnar notkunar á innlendum orkugjöfum. Hófleg gjaldtaka er þó lykillinn því of íþyngjandi gjöld draga úr samkeppnishæfni fyrirtækjanna og eyða því svigrúmi sem fyrirtækin hafa til fjárfestinga. Fyrir dyrum stendur að skipta út eldri skipum í flotanum og fjárfesta í nýrri, sparneytnari og afkastameiri skipum eða vistvænni búnaði. Of íþyngjandi kolefnisgjald getur því á endanum gert fyrirtækjunum erfiðara fyrir að draga úr losun koltvísýrings og þá sérstaklega hjá atvinnugreinum þar sem innviðir og lausnir til orkuskipta eru ekki til reiðu. Einnig mættu stjórnvöld huga að því að þeir fjármunir sem fást með innheimtu kolefnisgjaldsins rynnu beint til uppbyggingu innviða sem styðja umhverfisvænar lausnir. Til dæmis þarf að treysta innviði raforku um land allt, einnig tryggja sterkari landtengingar í höfnum landsins svo hægt sé aðnýta rafmagn í stað olíu við löndun á stærri skipum. Þá þarf einnig að tryggja að raforka sé til staðar til að knýja fiskimjölsverksmiðjur hér á landi því þær eru nær allar rafvæddar en gátu ekki sagt skilið við olíuna árið 2022 því raforkuna einfaldlega þvarr. Vísum veginn Fyrr í sumar gaf sjávarútvegurinn ásamt tíu öðrum greinum atvinnulífsins út Loftlagsvegvísi. Vegvísirinn kveður á um fjölmargar tillögur til úrbóta þegar kemur að auknum samdræti í losun gróðurhúsalofttegunda. Þá er jafnframt farið yfir þann mikla árangur sem sjávartúvegurinn hefur náð í þeim efnum. Til þess að áfram megi draga úr olíunotkun þarf að tryggja svigrúm til fjárfestinga í nýjum skipum svo endurnýja megi flota sem kominn er á aldur með bætta orkunýtingu að leiðarljósi. Tryggja þarf orku og innviði og mikil tækifæri felast einnig í því að styrkja stoðir hafrannsókna svo vakta megi með öflugum hætti helstu nytjastofnana. Þá hefur fiskveiðistjórnunarkerfið, sem veiðar Íslendinga byggja á, leitt til framþróunar í sjávarútvegi og haft mikil áhrif á samdrátt í eldsneytisnotkun flotans. Það dylst engum sem á horfir að sjávarútvegurinn hefur dregið vagninn þegar kemur að samdrætti í kolefnislosun og mun halda því áfram. Nauðsynlegt er að ekki sé þrengt að fyrirtækjum og fyrirsjáanleiki í rekstrarumhverfi sé tryggður. Það er hlutverk stjórnvalda að skapa umgjörð og jarðveg til að fyrirtæki geti vaxið og dafnað – það er lykilforsenda þess að fyrirtæki séu í færum til að fjárfesta í umhverfisvænni lausnum og orkuskiptum. Frekari gjaldheimta, dregur úr því svigrúmi og minnkar möguleikann á því að sjávarútvegurinn dragi vagninn í mark þegar kemur að háleitum lofstlagsmarkmiðum stjórnvalda fyrir næstu árin. Höfundur er sérfræðingur í umhverfismálum hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Loftslagsmál Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Loftlagsmálin hafa verið í brennidepli undanfarin ár og snerta í raun alla anga samfélagsins á einn eða annan hátt. Öll erum við til dæmis látin flokka heimilissorpið með ítarlegri hætti en áður og atvinnulífið vinnur af miklum móð til að mæta metnaðarfullum og lögfestum markmiðum stjórnvalda um kolefnishlutlaust Ísland árið 2040. Stjórnvöld settu sér einnig markmið um 55% samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030. Verkefnið er því ærið. Sjávarútvegurinn hefur ekki látið sitt eftir liggja í þessum málum og hefur náð markverðum árangri á síðustu árum þegar kemur að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Mikill samdráttur hefur orðið í olíunotkun fiskiskipa og flestar fiskimjölsverksmiðjur eru nú rafvæddar. Olíunotkun hefur undan farin ár verið um 40% minni en hún var að jafnaði á fyrsta áratug þessarar aldar. Á meðan hefur olíunotkun í heild vaxið á Íslandi. Þetta hefur sjávarútveginum tekist án þess að draga úr framleiðslu eða verðmætasköpun - þvert á móti hefur greininni tekist að búa til meiri verðmæti en áður á sama tíma og hún hefur minnkað kolefnisspor sitt. Þriðjungur af kolefnisgjaldi Stjórnvöld leggja einnig margvísleg gjöld á atvinnulífið til að knýja á um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda og er kolefnisgjaldið eitt þeirra. Kolefnisgjald greiðist af notkun eldsneytis sem inniheldur kolefni af jarðefnauppruna en við notkun þess losnar koltvísýringur út í andrúmsloftið. Gjaldið hefur hækkað um 348% frá árinu 2010 en stendur í dag í 13 kr. á lítrann af gas- og dísilolíu. Sjávarútvegurinn greiðir kolefnisgjald líkt og aðrar atvinnugreinar á Íslandi að undanskildu flugi og stóriðju sem falla undir viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir. Frá árinu 2010 hefur íslenski fiskiskipaflotinn greitt um 18 milljarða í kolefnisgjald en samtals hafa tekjur ríkissjóðs af gjaldinu numið 57 milljörðum króna, hvort tveggja á verðlagi ársins 2022. Með öðrum orðum hefur íslenski fiskiskipaflotinn greitt um þriðjung af kolefnisgjaldinu. Kolefnisgjaldið, sem rennur í ríkissjóð, er ekki markað til sérstakrar notkunar - enda hefur mörkun skatttekna að mestu verið aflögð. Markmið gjaldsins er að hvetja til orkusparnaðar, notkunar á vistvænni ökutækjum, samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda og aukinnar notkunar á innlendum orkugjöfum. Hófleg gjaldtaka er þó lykillinn því of íþyngjandi gjöld draga úr samkeppnishæfni fyrirtækjanna og eyða því svigrúmi sem fyrirtækin hafa til fjárfestinga. Fyrir dyrum stendur að skipta út eldri skipum í flotanum og fjárfesta í nýrri, sparneytnari og afkastameiri skipum eða vistvænni búnaði. Of íþyngjandi kolefnisgjald getur því á endanum gert fyrirtækjunum erfiðara fyrir að draga úr losun koltvísýrings og þá sérstaklega hjá atvinnugreinum þar sem innviðir og lausnir til orkuskipta eru ekki til reiðu. Einnig mættu stjórnvöld huga að því að þeir fjármunir sem fást með innheimtu kolefnisgjaldsins rynnu beint til uppbyggingu innviða sem styðja umhverfisvænar lausnir. Til dæmis þarf að treysta innviði raforku um land allt, einnig tryggja sterkari landtengingar í höfnum landsins svo hægt sé aðnýta rafmagn í stað olíu við löndun á stærri skipum. Þá þarf einnig að tryggja að raforka sé til staðar til að knýja fiskimjölsverksmiðjur hér á landi því þær eru nær allar rafvæddar en gátu ekki sagt skilið við olíuna árið 2022 því raforkuna einfaldlega þvarr. Vísum veginn Fyrr í sumar gaf sjávarútvegurinn ásamt tíu öðrum greinum atvinnulífsins út Loftlagsvegvísi. Vegvísirinn kveður á um fjölmargar tillögur til úrbóta þegar kemur að auknum samdræti í losun gróðurhúsalofttegunda. Þá er jafnframt farið yfir þann mikla árangur sem sjávartúvegurinn hefur náð í þeim efnum. Til þess að áfram megi draga úr olíunotkun þarf að tryggja svigrúm til fjárfestinga í nýjum skipum svo endurnýja megi flota sem kominn er á aldur með bætta orkunýtingu að leiðarljósi. Tryggja þarf orku og innviði og mikil tækifæri felast einnig í því að styrkja stoðir hafrannsókna svo vakta megi með öflugum hætti helstu nytjastofnana. Þá hefur fiskveiðistjórnunarkerfið, sem veiðar Íslendinga byggja á, leitt til framþróunar í sjávarútvegi og haft mikil áhrif á samdrátt í eldsneytisnotkun flotans. Það dylst engum sem á horfir að sjávarútvegurinn hefur dregið vagninn þegar kemur að samdrætti í kolefnislosun og mun halda því áfram. Nauðsynlegt er að ekki sé þrengt að fyrirtækjum og fyrirsjáanleiki í rekstrarumhverfi sé tryggður. Það er hlutverk stjórnvalda að skapa umgjörð og jarðveg til að fyrirtæki geti vaxið og dafnað – það er lykilforsenda þess að fyrirtæki séu í færum til að fjárfesta í umhverfisvænni lausnum og orkuskiptum. Frekari gjaldheimta, dregur úr því svigrúmi og minnkar möguleikann á því að sjávarútvegurinn dragi vagninn í mark þegar kemur að háleitum lofstlagsmarkmiðum stjórnvalda fyrir næstu árin. Höfundur er sérfræðingur í umhverfismálum hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS).
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar