„Þau verða bara að tala saman“ Samúel Karl Ólason og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 29. ágúst 2023 14:29 Atvinnuveganefnd Alþingis kemur saman á fundi klukkan ellefu í dag þar sem fjallað verður um ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, um tímabundna stöðvun á veiðum langreyða. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, hefur ekki tekið ákvörðun um það hvort hún ætli að viðhalda veiðibanni á stórhvölum. Hún segist stefna á að taka ákvörðun sem fyrst en starfsmenn ráðuneytis hennar séu að vinna úr skýrslu sem birt var í gær um frávik við veiðar á hvölum. Hún segist eiga von á að fá minnisblað með tillögum á næstu sólarhringum. Eins og frægt er stöðvaði Svandís hvalaveiðar tímabundið í sumar og skipaði hún starfshóp sem meta á leiðir til að bæta aðferðir við veiðar á stórhvölum. Sá hópur skilaði skýrslu sem birt var í gær. Sjá einnig: Tillögur og úrbætur til þess fallnar að hafa áhrif á árangur hvalveiða Ákvörðun ráðherrans féll ekki í kramið hjá mörgum innan Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, sem eru með Vinstri grænum í ríkisstjórn. Meðlimir flokkanna hafa sagt að áframhaldandi hvalveiðibann gæti haft alvarleg áhrif á stjórnarsamstarfið. Svandís segir það ekki hafa áhrif á ákvarðanatöku sína. „Eins og alltaf í þessum málaflokki, og öðrum málaflokkum, byggi ég mínar ákvarðanir á faglegu mati, á lögmætum grunni og góðri stjórnsýslu. Það mun ég gera hér eftir sem hingað til,“ sagði Svandís. Aðspurð um þann málflutning á flokksfundi Sjálfstæðisflokksins um helgina þar sem því var haldið fram að Svandís hefði brotið stjórnsýslulög, sagðist hún ekki ætla að tjá sig um innanflokksmál Sjálfstæðisflokksins. „Þau verða bara að tala saman,“ sagði Svandís um gagnrýnina frá meðlimum Sjálfstæðisflokksins. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Hvalveiðar Tengdar fréttir Hvalveiðimenn reru á miðin Áhöfn hvalveiðiskips Hvals hf. reri á miðin suður, suðvestur og vestur af landinu í morgun. 29. ágúst 2023 13:55 Leggja til auðlindaákvæði í stjórnarskrá og fínpússun á veiðigjaldi Kvótakerfinu verður viðhaldið og veiðigjald verður að miklu leyti óbreytt fari stjórnvöld að tillögum starfshóps sem matvælaráðherra fól að gaumgæfa stöðu sjávarútvegarins. Hópurinn leggur til að sameign þjóðarinnar á fiskveiðiauðlindinni verði lögfest í stjórnarskrá. 29. ágúst 2023 13:16 Þingflokksformaður vill geta horft í spegil Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar virðast ekki útiloka stuðning við vantrauststillögu á hendur matvælaráðherra, komi hún fram. Bæjarstjóri segir hvalveiðibannið risastórt mál í huga Sjálfstæðismanna og gerir fastlega ráð fyrir því að tillagan verði lögð fram ef athugun leiðir í ljós að stjórnsýslulög hafi verið brotin. 29. ágúst 2023 12:21 Segist voða lítið í „ef“ spurningum Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segist ekki ætla að svara „ef“ spurningum um stuðning Framsóknar við Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, komi til þess að vantrausti verði lýst yfir á hendur ráðherranum og sú tillaga mögulega studd af Sjálfstæðismönnum. 29. ágúst 2023 12:18 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Hún segist eiga von á að fá minnisblað með tillögum á næstu sólarhringum. Eins og frægt er stöðvaði Svandís hvalaveiðar tímabundið í sumar og skipaði hún starfshóp sem meta á leiðir til að bæta aðferðir við veiðar á stórhvölum. Sá hópur skilaði skýrslu sem birt var í gær. Sjá einnig: Tillögur og úrbætur til þess fallnar að hafa áhrif á árangur hvalveiða Ákvörðun ráðherrans féll ekki í kramið hjá mörgum innan Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, sem eru með Vinstri grænum í ríkisstjórn. Meðlimir flokkanna hafa sagt að áframhaldandi hvalveiðibann gæti haft alvarleg áhrif á stjórnarsamstarfið. Svandís segir það ekki hafa áhrif á ákvarðanatöku sína. „Eins og alltaf í þessum málaflokki, og öðrum málaflokkum, byggi ég mínar ákvarðanir á faglegu mati, á lögmætum grunni og góðri stjórnsýslu. Það mun ég gera hér eftir sem hingað til,“ sagði Svandís. Aðspurð um þann málflutning á flokksfundi Sjálfstæðisflokksins um helgina þar sem því var haldið fram að Svandís hefði brotið stjórnsýslulög, sagðist hún ekki ætla að tjá sig um innanflokksmál Sjálfstæðisflokksins. „Þau verða bara að tala saman,“ sagði Svandís um gagnrýnina frá meðlimum Sjálfstæðisflokksins.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Hvalveiðar Tengdar fréttir Hvalveiðimenn reru á miðin Áhöfn hvalveiðiskips Hvals hf. reri á miðin suður, suðvestur og vestur af landinu í morgun. 29. ágúst 2023 13:55 Leggja til auðlindaákvæði í stjórnarskrá og fínpússun á veiðigjaldi Kvótakerfinu verður viðhaldið og veiðigjald verður að miklu leyti óbreytt fari stjórnvöld að tillögum starfshóps sem matvælaráðherra fól að gaumgæfa stöðu sjávarútvegarins. Hópurinn leggur til að sameign þjóðarinnar á fiskveiðiauðlindinni verði lögfest í stjórnarskrá. 29. ágúst 2023 13:16 Þingflokksformaður vill geta horft í spegil Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar virðast ekki útiloka stuðning við vantrauststillögu á hendur matvælaráðherra, komi hún fram. Bæjarstjóri segir hvalveiðibannið risastórt mál í huga Sjálfstæðismanna og gerir fastlega ráð fyrir því að tillagan verði lögð fram ef athugun leiðir í ljós að stjórnsýslulög hafi verið brotin. 29. ágúst 2023 12:21 Segist voða lítið í „ef“ spurningum Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segist ekki ætla að svara „ef“ spurningum um stuðning Framsóknar við Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, komi til þess að vantrausti verði lýst yfir á hendur ráðherranum og sú tillaga mögulega studd af Sjálfstæðismönnum. 29. ágúst 2023 12:18 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Hvalveiðimenn reru á miðin Áhöfn hvalveiðiskips Hvals hf. reri á miðin suður, suðvestur og vestur af landinu í morgun. 29. ágúst 2023 13:55
Leggja til auðlindaákvæði í stjórnarskrá og fínpússun á veiðigjaldi Kvótakerfinu verður viðhaldið og veiðigjald verður að miklu leyti óbreytt fari stjórnvöld að tillögum starfshóps sem matvælaráðherra fól að gaumgæfa stöðu sjávarútvegarins. Hópurinn leggur til að sameign þjóðarinnar á fiskveiðiauðlindinni verði lögfest í stjórnarskrá. 29. ágúst 2023 13:16
Þingflokksformaður vill geta horft í spegil Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar virðast ekki útiloka stuðning við vantrauststillögu á hendur matvælaráðherra, komi hún fram. Bæjarstjóri segir hvalveiðibannið risastórt mál í huga Sjálfstæðismanna og gerir fastlega ráð fyrir því að tillagan verði lögð fram ef athugun leiðir í ljós að stjórnsýslulög hafi verið brotin. 29. ágúst 2023 12:21
Segist voða lítið í „ef“ spurningum Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segist ekki ætla að svara „ef“ spurningum um stuðning Framsóknar við Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, komi til þess að vantrausti verði lýst yfir á hendur ráðherranum og sú tillaga mögulega studd af Sjálfstæðismönnum. 29. ágúst 2023 12:18