Stjórnarflokkarnir undirbúa hrókeringar í fastanefndum þingsins Atli Ísleifsson skrifar 31. ágúst 2023 16:38 Bjarni, Bjarkey og Bryndís hafa farið með formennsku í nefndum þingsins það sem af er kjörtímabili. Nú verður stokkað upp. Vísir/Vilhelm Hrist verður upp í fastanefndum Alþingis fljótlega eftir að þing kemur saman þann 12. september þar sem nefndarformennska í einstaka nefndum mun flytjast á milli stjórnarflokka. Þannig mun formennska í fjárlaganefnd samkvæmt heimildum fréttastofu færast til Framsóknarmanna og Sjálfstæðismenn taka við formennsku í utanríkismálanefnd. Við endurnýjun stjórnarsamstarfs Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar árið 2021 var ákveðið að á miðju kjörtímabili yrðu gerðar breytingar á nefndarsetu og hefur undirbúningur þess staðið yfir á stjórnarheimilinu síðustu vikurnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu mun formennska í fjárlaganefnd færast til Framsóknarflokksins en Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur farið með formennsku í nefndinni það sem af er kjörtímabili. Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, mun láta af nefndarformennsku í utanríkismálanefnd, en formennska í nefndinni mun færast til þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Þingmenn Vinstri grænna munu á móti taka við formennsku í velferðarnefnd, þar sem Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknar, hefur farið með formennsku, og sömuleiðis í umhverfis- og samgöngunefnd þar sem Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokki, hefur farið með formennsku. Formennska í allsherjar- og menntamálanefnd og efnahags- og viðskiptanefnd verður áfram á hendi Sjálfstæðismanna, en Bryndís Haraldsdóttir hefur farið með formennsku í þeirri fyrrnefndu og Guðrún Hafsteinsdóttir í þeirri síðarnefndu. Guðrún lét af formennsku í nefndinni þegar hún tók við embætti dómsmálaráðherra af Jóni Gunnarssyni í sumar. Formennska í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd verður áfram á könnu þingmanns úr stjórnarandstöðunni, en Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingar, hefur farið þar með formennsku. Alþingi verður sett þriðjudaginn 12. september og fer stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana fram miðvikudagskvöldið 13. september. Fyrsta umræða um fjárlagafrumvarp fyrir árið 2024 fer fram fimmtudaginn 14. september og heldur áfram föstudaginn 15. september. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Sjá meira
Við endurnýjun stjórnarsamstarfs Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar árið 2021 var ákveðið að á miðju kjörtímabili yrðu gerðar breytingar á nefndarsetu og hefur undirbúningur þess staðið yfir á stjórnarheimilinu síðustu vikurnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu mun formennska í fjárlaganefnd færast til Framsóknarflokksins en Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur farið með formennsku í nefndinni það sem af er kjörtímabili. Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, mun láta af nefndarformennsku í utanríkismálanefnd, en formennska í nefndinni mun færast til þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Þingmenn Vinstri grænna munu á móti taka við formennsku í velferðarnefnd, þar sem Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknar, hefur farið með formennsku, og sömuleiðis í umhverfis- og samgöngunefnd þar sem Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokki, hefur farið með formennsku. Formennska í allsherjar- og menntamálanefnd og efnahags- og viðskiptanefnd verður áfram á hendi Sjálfstæðismanna, en Bryndís Haraldsdóttir hefur farið með formennsku í þeirri fyrrnefndu og Guðrún Hafsteinsdóttir í þeirri síðarnefndu. Guðrún lét af formennsku í nefndinni þegar hún tók við embætti dómsmálaráðherra af Jóni Gunnarssyni í sumar. Formennska í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd verður áfram á könnu þingmanns úr stjórnarandstöðunni, en Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingar, hefur farið þar með formennsku. Alþingi verður sett þriðjudaginn 12. september og fer stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana fram miðvikudagskvöldið 13. september. Fyrsta umræða um fjárlagafrumvarp fyrir árið 2024 fer fram fimmtudaginn 14. september og heldur áfram föstudaginn 15. september.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Sjá meira