Slæmir stjórnendur slátra gagnsæi Sigurður Ragnarsson skrifar 4. september 2023 11:30 Undanfarið hef ég lesið margar góðar bækur á sviði stjórnunar og forystu, eins og „The Trillion Dollar Coach“ um Bill Campbell, „The Subtle Art of Not Giving a f*ck“, „Winning" eftir Jack Welch“, „The Ride of a Lifetime“ eftir Robert Iger, forstjóra Disney, og „No Rules Rules: Netflix and the Culture of Reinvention.“ Margt kemur upp í hugann eftir lesturinn en eitt stendur þó upp úr og það er mikilvægi gagnsæis (e. transparency) í vinnunni, og auðvitað í lífinu almennt. Gagnsæi vísar m.a. til opinna, hreinskilinna og heiðarlegra samskipta á meðal alls starfsfólks þar sem víðsýni og tillitsemi er í hávegum höfð ásamt því að hafa hugrekki til að tjá sig. Það er auðvelt að gera ráð fyrir því að við séum tilbúin að tjá okkur opinskátt og vera óhrædd að viðra skoðanir okkar, þar á meðal að hafa hugrekki til að vera ósammála. En hugsaðu um núverandi vinnustað þinn eða þau störf sem þú hefur gegnt. Er eða var fólk hvatt til að vera opið og hreinskilið og leggja sitt af mörkum með því að opinbera ólíkar hugmyndir sínar og mismunandi skoðanir? Mig grunar að svarið sé ,,Nei... því miður." Þá spyr ég: Hvers vegna ekki? Ýmsir framúrskarandi stjórnendur, sérfræðingar ásamt fræðifólki leggja áherslu á mikilvægi gagnsæis og telja það vera eina af meginstoðunum fyrir langtíma velgengni, bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Ástæðan er sú að gagnsæi skapar t.d. traust, leiðir til betri ákvörðunartöku, hefur jákvæð áhrif á teymisvinnu sem og virkni starfsfólks, sköpun, hamingju o.s.frv. Það má segja að gagnsæi sé lykilþáttur í að byggja upp og viðhalda jákvæðri og heilbrigðri vinnustaðamenningu. Þetta snýst í raun um að veita faglega forystu. Eða ætti ég að segja að hjá slæmum stjórnendum snýst þetta um skort á faglegri forystu? Einstaklingar sem veita forystu, hvort sem um er að ræða forstjóra, framkvæmdastjóra, deildarstjóra eða hvað við köllum þennan einstakling á að vera fyrirmynd og leiðtogi. En það undarlega er að margir sem gegna þessum hlutverkum koma í veg fyrir gagnsæi eða hreinlega drepa það niður. Þessir einstaklingar halda að þeir hafi yfirleitt eða alltaf bestu hugmyndirnar og að þeir eigi að ákveða hvað sé skynsamlegast að gera. Þegar þetta er viðhorfið, hvers vegna að hlusta á aðra? En hvernig veistu hvort að þú hafir svona stjórnanda eða stjórnendur? Líklega þarf ég ekki að útskýra því það fer ekki á milli mála, en ég ætla að leyfa mér að koma með nokkur dæmi: Slæmir stjórnendur bregðast t.d. við hugmyndum annarra með eftirfarandi hætti: ,,Við höfum ekki tíma fyrir þetta, við gerum þetta eins og við höfum gert áður. Mér finnst það hafa virkað vel og af hverju að breyta?" Slæmir stjórnendur leita ekki eftir eða biðja um skoðanir eða hugmyndir annarra heldur segja fólki frekar hvað það á að gera: „Gerðu þetta...“ eða „gerðu eins og ég segi þér...“ Jafnvel þótt slæmir stjórnendur segist óska eftir skoðunum hlusta þeir ekki og segja fólki hvað það á að gera. Það versta er að sumir slæmir stjórnendur refsa fólki sem tjáir skoðanir sínar og hugmyndir, sérstaklega ef það er ekki í samræmi við skoðanir stjórnendanna sjálfra. Hverjar eru afleiðingarnar? Það má segja að það slokkni á starfsfólki því auðvitað veldur þetta vanlíðan og margir yfirgefa fyrirtækið eins fljótt og hægt er, sem kemur auðvitað ekki á óvart. Við þurfum að leggja áherslu á og verðlauna gagnsæi og viðhalda heilbrigðri vinnustaðamenningu þar sem fólk getur og er hvatt til að tjá mismunandi skoðanir sínar og hugmyndir. Hins vegar, ef slæmur stjórnandi eða ef slæmir stjórnendur eru alls ráðandi í fyrirtækinu þá er mjög ólíklegt að þar ríki gagnsæi. Í þessu samhengi hugsa ég oft til félaga míns Ben Lichtenwalner hjá „Modern Servant Leader“ sem heldur því fram að í mörgum tilfellum þurfum við að bjarga fyrirtækjum okkar frá slæmum stjórnendum! Höfundur er lektor við Háskólann á Akureyri og Heartstyles forystuþjálfari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Byggjum undir velferð með nýjum verkfærum Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Velferð fyrir alla í Garðabæ Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hef ég lesið margar góðar bækur á sviði stjórnunar og forystu, eins og „The Trillion Dollar Coach“ um Bill Campbell, „The Subtle Art of Not Giving a f*ck“, „Winning" eftir Jack Welch“, „The Ride of a Lifetime“ eftir Robert Iger, forstjóra Disney, og „No Rules Rules: Netflix and the Culture of Reinvention.“ Margt kemur upp í hugann eftir lesturinn en eitt stendur þó upp úr og það er mikilvægi gagnsæis (e. transparency) í vinnunni, og auðvitað í lífinu almennt. Gagnsæi vísar m.a. til opinna, hreinskilinna og heiðarlegra samskipta á meðal alls starfsfólks þar sem víðsýni og tillitsemi er í hávegum höfð ásamt því að hafa hugrekki til að tjá sig. Það er auðvelt að gera ráð fyrir því að við séum tilbúin að tjá okkur opinskátt og vera óhrædd að viðra skoðanir okkar, þar á meðal að hafa hugrekki til að vera ósammála. En hugsaðu um núverandi vinnustað þinn eða þau störf sem þú hefur gegnt. Er eða var fólk hvatt til að vera opið og hreinskilið og leggja sitt af mörkum með því að opinbera ólíkar hugmyndir sínar og mismunandi skoðanir? Mig grunar að svarið sé ,,Nei... því miður." Þá spyr ég: Hvers vegna ekki? Ýmsir framúrskarandi stjórnendur, sérfræðingar ásamt fræðifólki leggja áherslu á mikilvægi gagnsæis og telja það vera eina af meginstoðunum fyrir langtíma velgengni, bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Ástæðan er sú að gagnsæi skapar t.d. traust, leiðir til betri ákvörðunartöku, hefur jákvæð áhrif á teymisvinnu sem og virkni starfsfólks, sköpun, hamingju o.s.frv. Það má segja að gagnsæi sé lykilþáttur í að byggja upp og viðhalda jákvæðri og heilbrigðri vinnustaðamenningu. Þetta snýst í raun um að veita faglega forystu. Eða ætti ég að segja að hjá slæmum stjórnendum snýst þetta um skort á faglegri forystu? Einstaklingar sem veita forystu, hvort sem um er að ræða forstjóra, framkvæmdastjóra, deildarstjóra eða hvað við köllum þennan einstakling á að vera fyrirmynd og leiðtogi. En það undarlega er að margir sem gegna þessum hlutverkum koma í veg fyrir gagnsæi eða hreinlega drepa það niður. Þessir einstaklingar halda að þeir hafi yfirleitt eða alltaf bestu hugmyndirnar og að þeir eigi að ákveða hvað sé skynsamlegast að gera. Þegar þetta er viðhorfið, hvers vegna að hlusta á aðra? En hvernig veistu hvort að þú hafir svona stjórnanda eða stjórnendur? Líklega þarf ég ekki að útskýra því það fer ekki á milli mála, en ég ætla að leyfa mér að koma með nokkur dæmi: Slæmir stjórnendur bregðast t.d. við hugmyndum annarra með eftirfarandi hætti: ,,Við höfum ekki tíma fyrir þetta, við gerum þetta eins og við höfum gert áður. Mér finnst það hafa virkað vel og af hverju að breyta?" Slæmir stjórnendur leita ekki eftir eða biðja um skoðanir eða hugmyndir annarra heldur segja fólki frekar hvað það á að gera: „Gerðu þetta...“ eða „gerðu eins og ég segi þér...“ Jafnvel þótt slæmir stjórnendur segist óska eftir skoðunum hlusta þeir ekki og segja fólki hvað það á að gera. Það versta er að sumir slæmir stjórnendur refsa fólki sem tjáir skoðanir sínar og hugmyndir, sérstaklega ef það er ekki í samræmi við skoðanir stjórnendanna sjálfra. Hverjar eru afleiðingarnar? Það má segja að það slokkni á starfsfólki því auðvitað veldur þetta vanlíðan og margir yfirgefa fyrirtækið eins fljótt og hægt er, sem kemur auðvitað ekki á óvart. Við þurfum að leggja áherslu á og verðlauna gagnsæi og viðhalda heilbrigðri vinnustaðamenningu þar sem fólk getur og er hvatt til að tjá mismunandi skoðanir sínar og hugmyndir. Hins vegar, ef slæmur stjórnandi eða ef slæmir stjórnendur eru alls ráðandi í fyrirtækinu þá er mjög ólíklegt að þar ríki gagnsæi. Í þessu samhengi hugsa ég oft til félaga míns Ben Lichtenwalner hjá „Modern Servant Leader“ sem heldur því fram að í mörgum tilfellum þurfum við að bjarga fyrirtækjum okkar frá slæmum stjórnendum! Höfundur er lektor við Háskólann á Akureyri og Heartstyles forystuþjálfari.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun