Kanada sendi Doncic og félaga heim og Þjóðverjar mörðu Letta Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. september 2023 14:27 Luka Doncic og félagar hans í slóvenska landsliðinu eru úr leik. Yong Teck Lim/Getty Images Kanada og Þýskaland urðu í dag síðustu tvær þjóðirnar til að tryggja sér sæti í undanúrslitum heimsmeistaramóts karla í körfubolta. Kanadamenn sendu Slóvena heim og Þjóðverjar þurftu að hafa fyrir hlutunum gegn Lettum. Luka Doncic, ein stærsta stjarna NBA-deildarinnar, var eins og svo oft áður atkvæðamestur í liði Slóvena í dag. Hann skilaði 26 stigum, tók fjöfur fráköst og gaf fimm stoðsendingar, en var sendur snemma í sturtu þegar hann nældi sér í sína aðra tæknivillu þegar enn var nóg eftir af fjórða leikhluta. Dillon Brooks (taunting) and Luka Dončić (2 technical fouls) have both been ejected from Canada vs. Slovenia pic.twitter.com/VfuYyUkIxs— Bleacher Report (@BleacherReport) September 6, 2023 Það var lítið sem skildi liðin að í leik dagsins og þegar flautað var til hálfleiks að tveimur leikhlutum loknum var staðan jöfn, 50-50. Í þriðja leikhluta dró þó í sundur með liðunum og Kanada náði mest 16 stiga forskoti í stöðunni 77-61 og aftur í 80-64. Slóvenar klóruðu í bakkann fyrr lok þriðja leikhluta, en Kanadamenn reyndust sterkari á lokasprettinum og unnu að lokum ellefu stiga sigur, 100-89. Þá vann Þýskaland nauman tveggja stiga sigur gegn Lettum fyrr í morgun og tryggðu sér um leið sæti í undanúrslitum. Lettar fengu tækifæri til að stela sigrinum með þriggja stiga skoti þegar leiktíminn var í þann mund að renna út, en af hringnum fór boltinn og 81-79 sigur Þjóðverja því í höfn. Þjóðverjar mæta Bandaríkjamönnum í undanúrslitum, en í hinum undanúrslitaleiknum mætast Kanada og Serbía. HM 2023 í körfubolta Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Sjá meira
Luka Doncic, ein stærsta stjarna NBA-deildarinnar, var eins og svo oft áður atkvæðamestur í liði Slóvena í dag. Hann skilaði 26 stigum, tók fjöfur fráköst og gaf fimm stoðsendingar, en var sendur snemma í sturtu þegar hann nældi sér í sína aðra tæknivillu þegar enn var nóg eftir af fjórða leikhluta. Dillon Brooks (taunting) and Luka Dončić (2 technical fouls) have both been ejected from Canada vs. Slovenia pic.twitter.com/VfuYyUkIxs— Bleacher Report (@BleacherReport) September 6, 2023 Það var lítið sem skildi liðin að í leik dagsins og þegar flautað var til hálfleiks að tveimur leikhlutum loknum var staðan jöfn, 50-50. Í þriðja leikhluta dró þó í sundur með liðunum og Kanada náði mest 16 stiga forskoti í stöðunni 77-61 og aftur í 80-64. Slóvenar klóruðu í bakkann fyrr lok þriðja leikhluta, en Kanadamenn reyndust sterkari á lokasprettinum og unnu að lokum ellefu stiga sigur, 100-89. Þá vann Þýskaland nauman tveggja stiga sigur gegn Lettum fyrr í morgun og tryggðu sér um leið sæti í undanúrslitum. Lettar fengu tækifæri til að stela sigrinum með þriggja stiga skoti þegar leiktíminn var í þann mund að renna út, en af hringnum fór boltinn og 81-79 sigur Þjóðverja því í höfn. Þjóðverjar mæta Bandaríkjamönnum í undanúrslitum, en í hinum undanúrslitaleiknum mætast Kanada og Serbía.
HM 2023 í körfubolta Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Sjá meira