„Banna hótelbyggingar? Hættu að bulla“ Oddur Ævar Gunnarsson og Hólmfríður Gísladóttir skrifa 6. september 2023 16:36 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Jón Gunnarsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir voru sammála um að verðbólgan yrði fyrirferðarmikil á Alþingi í haust. Vísir/Arnar Efnahagsmál og verðbólga verða meðal þess sem verður meðal fyrirferðarmestu viðfangsefna á Alþingi á þeim þingvetri sem er framundan. Þing kemur saman í næstu viku. Þetta er meðal þess sem fram kom í Pallborðinu á Vísi. Þar mættu þau Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður þingflokks Pírata. Deilt um ábyrgð á verðbólgu „Hitamálið ætti að vera hvernig við bregðumst við þessari gríðarlegu verðbólgu sem er að leika landsmenn mjög grátt og hvernig við tökum í taumana þannig að lífskjör verði bærilegri en þau eru akkúrat núna,“ sagði Þórhildur Sunna. Hún sagði Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, hafa setið sem slíkur í tíu ár og eigi þannig stóran þátt í því efnahagsástandi sem nú ríki. Hann hafi hins vegar sagt að það sé ekki sitt hlutverk að bregðast við verðbólgu, heldur Seðlabankans. „Á ég að svara þessu skítkasti?“ svaraði Jón þegar hann var spurður hver yrðu stærstu málin á þingi í haust. Hann sagði það af og frá að ríkisstjórnin væri að bregðast skyldum sínum í að vinna gegn verðbólgu. „Það verður stóra verkefnið í vetur. Fjármálaráðherra hefur þar verið í broddi fylkingar og kynnt samdrátt í ríkisrekstri, þar er um að ræða samtals 25 milljarða þar sem menn ætla að draga úr umsvifum. Það er gert því hér er gríðarleg þensla á vinnumarkaði og í hagkerfi, vegna góðs gengis í atvinnulífinu, sérstaklega ferðaþjónustunni.“ Þorgerður tók í svipaðan streng og Þórhildur og Jón. Baráttan gegn verðbólgunni yrði eitt af stærstu málunum í haust. Áhyggjuefni sé að heimilin standi nú í þungum róðri þar sem margar nauðsynjavörur hafi hækkað um tugi prósenta í verði. „Við erum að tala um fjórtán stýrihækkanir í röð. Allt er það eitthvað sem bitnar á heimilum og litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Við þurfum líka að ræða halla ríkissjóðs,“ sagði Þorgerður Katrín. Hún sagði áhyggjuefni að ríkisstjórnin hefði ekki getað veitt ríkissáttasemjara auknar heimildir til að stíga inn í kjaradeilur í aðdraganda veturs. Jón sagði að sér hefði fundist ræða Þórhildar Sunnu ein sú ruglingslegast sem hann hefur setið undir.Vísir/Arnar Vanti alla samstöðu í ríkisstjórnina Þær Þórhildur Sunna og Þorgerður voru sammála um það að ekki væri næg samstaða í ríkisstjórninni til þess að takast á við erfiðar áskoranir í efnahagsmálum. Þórhildur Sunna sagði verðbólguna vera heimatilbúinn vanda. „Það þarf til dæmis að fara í mjög skipulagða og targetaða skattlagningu til þess að takast á við þessa þenslu. Mikið til af þessari verðbólgu hefur með verðhækkanir að gera sem eiga ekkert endilega innistæðu. Mjög mikið af þessu er líka út af aðgerðum sem ríkisstjórnin fór sjálf í Covid, þar sem hún er að dæla peningum inn í eftrspurnarhliðina á húsnæðismarkaðnum en gerði ekki neitt til þess að hjálpa til við framboðið, allavega sem nokkru nemi.“ Jón sagði þetta hafa verið ruglingslegustu ræðu sem hann hafi þurft að sitja undir. Mikilvægt væri að átta sig á því að sú staða sem uppi væri í efnahagsmálum væri rakin til þess að hér væri allt á fullu. Hagvöxtur mikill, atvinnuleysi ekkert og meiri kaupmáttar aukning heldur en hefði þekkst nokkurs staðar annars staðar og vanskil ekki minni í áratug. „Svo koma hér einhverjar dómdagsspár eins og Þórhildur Sunna var hér með um að allt væri að fara til fjandans. Hún vill svara þessu með skattahækkunum og með því að banna hótelbyggingar.“ Skaut þá Þórhildur Sunna inn í: „Banna hótelbyggingar? Hættu að bulla svona, í alvöru talað.“ Sagðist Jón mögulega hafa misskilið hana en hún sagði hann einfaldlega hafa ætlað sér að búa til strámann. Alþingi Efnahagsmál Píratar Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Byggingariðnaður Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom í Pallborðinu á Vísi. Þar mættu þau Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður þingflokks Pírata. Deilt um ábyrgð á verðbólgu „Hitamálið ætti að vera hvernig við bregðumst við þessari gríðarlegu verðbólgu sem er að leika landsmenn mjög grátt og hvernig við tökum í taumana þannig að lífskjör verði bærilegri en þau eru akkúrat núna,“ sagði Þórhildur Sunna. Hún sagði Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, hafa setið sem slíkur í tíu ár og eigi þannig stóran þátt í því efnahagsástandi sem nú ríki. Hann hafi hins vegar sagt að það sé ekki sitt hlutverk að bregðast við verðbólgu, heldur Seðlabankans. „Á ég að svara þessu skítkasti?“ svaraði Jón þegar hann var spurður hver yrðu stærstu málin á þingi í haust. Hann sagði það af og frá að ríkisstjórnin væri að bregðast skyldum sínum í að vinna gegn verðbólgu. „Það verður stóra verkefnið í vetur. Fjármálaráðherra hefur þar verið í broddi fylkingar og kynnt samdrátt í ríkisrekstri, þar er um að ræða samtals 25 milljarða þar sem menn ætla að draga úr umsvifum. Það er gert því hér er gríðarleg þensla á vinnumarkaði og í hagkerfi, vegna góðs gengis í atvinnulífinu, sérstaklega ferðaþjónustunni.“ Þorgerður tók í svipaðan streng og Þórhildur og Jón. Baráttan gegn verðbólgunni yrði eitt af stærstu málunum í haust. Áhyggjuefni sé að heimilin standi nú í þungum róðri þar sem margar nauðsynjavörur hafi hækkað um tugi prósenta í verði. „Við erum að tala um fjórtán stýrihækkanir í röð. Allt er það eitthvað sem bitnar á heimilum og litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Við þurfum líka að ræða halla ríkissjóðs,“ sagði Þorgerður Katrín. Hún sagði áhyggjuefni að ríkisstjórnin hefði ekki getað veitt ríkissáttasemjara auknar heimildir til að stíga inn í kjaradeilur í aðdraganda veturs. Jón sagði að sér hefði fundist ræða Þórhildar Sunnu ein sú ruglingslegast sem hann hefur setið undir.Vísir/Arnar Vanti alla samstöðu í ríkisstjórnina Þær Þórhildur Sunna og Þorgerður voru sammála um það að ekki væri næg samstaða í ríkisstjórninni til þess að takast á við erfiðar áskoranir í efnahagsmálum. Þórhildur Sunna sagði verðbólguna vera heimatilbúinn vanda. „Það þarf til dæmis að fara í mjög skipulagða og targetaða skattlagningu til þess að takast á við þessa þenslu. Mikið til af þessari verðbólgu hefur með verðhækkanir að gera sem eiga ekkert endilega innistæðu. Mjög mikið af þessu er líka út af aðgerðum sem ríkisstjórnin fór sjálf í Covid, þar sem hún er að dæla peningum inn í eftrspurnarhliðina á húsnæðismarkaðnum en gerði ekki neitt til þess að hjálpa til við framboðið, allavega sem nokkru nemi.“ Jón sagði þetta hafa verið ruglingslegustu ræðu sem hann hafi þurft að sitja undir. Mikilvægt væri að átta sig á því að sú staða sem uppi væri í efnahagsmálum væri rakin til þess að hér væri allt á fullu. Hagvöxtur mikill, atvinnuleysi ekkert og meiri kaupmáttar aukning heldur en hefði þekkst nokkurs staðar annars staðar og vanskil ekki minni í áratug. „Svo koma hér einhverjar dómdagsspár eins og Þórhildur Sunna var hér með um að allt væri að fara til fjandans. Hún vill svara þessu með skattahækkunum og með því að banna hótelbyggingar.“ Skaut þá Þórhildur Sunna inn í: „Banna hótelbyggingar? Hættu að bulla svona, í alvöru talað.“ Sagðist Jón mögulega hafa misskilið hana en hún sagði hann einfaldlega hafa ætlað sér að búa til strámann.
Alþingi Efnahagsmál Píratar Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Byggingariðnaður Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Sjá meira