Víða leynast gersemar í geymslum Eyjólfur Pálsson skrifar 8. september 2023 11:01 Við Íslendingar höfum löngum þótt nýjungagjarnir og á stundum jafnvel fram úr hófi. Það hefur til dæmis átt við þegar kemur að innanhússhönnun og húsbúnaði. Þá hefur öllu verið hent út og byrjað upp á nýtt, hvort sem um er að ræða fyrirtæki, stofnanir eða heimili. Þessi nýjungagirni er sem betur fer á undanhaldi og fólk gerir sér æ betur grein fyrir mikilvægi vandaðrar hönnunar og sjálfbærni. Það á ekki bara við um kaup á vönduðum vörum sem endast vel heldur ekki síður um að nýta betur eldri húsmuni sem fyrirfinnast. Það leynast víða gersemar í geymslum! Sjálfbærni og virðing Loftslagsváin er stóra áskorun samtímans og við þurfum öll að huga að sjálfbærni. Framleiðslu á nýjum húsgögnum fylgir drjúgt kolefnisspor en með því að nýta eldri húsmuni drögum við úr eftirspurn eftir nýjum efnum, verndum náttúruauðlindir og drögum úr kolefnisspori, bæði þegar kemur að framleiðslu og flutningum. Það er einnig mikilvægt að varðveita og heiðra menningu okkar og við eigum að bera virðingu fyrir fallegri hönnun og vönduðu handverki. Það er góð leið til að heiðra og halda tengslum við menningarsöguna að nýta eldri húsmuni sem margir hverjir hafa mikla sögu að geyma. Vönduð og vel hönnuð húsgögn eru gulls ígildi og mikilvægt að bera virðingu fyrir þeim og helst að nýta. Hagkvæmni til framtíðar Hagkvæmni er af hinu góða og vert er að hafa í huga að ódýrasta varan er ekki alltaf ódýrust þegar gæði og líftími vöru eru tekin með í reikninginn. Rammasamningar eru til þess fallnir að hvetja opinberar stofnanir til að velja ódýrasta tilboðið þegar kemur að innréttingum. Léleg og illa smíðuð húsgögn geta því orðið fyrir valinu og afleiðingin sú að endurnýja þarf flest húsgögnin innan örfárra ára. Ég veit því miður um nokkur slík tilvik. Við verðum að gera kröfu um gæði og lágmarks líftíma og huga að hagkvæmni til framtíðar. Alþingi og Landsbanki til fyrirmyndar Að innrétta opinberar byggingar getur verið kostnaðarsamt. Það getur því verið afar hagkvæmt að velja að nýta vandaða eldri muni auk þess sem það styður við iðnað og handverk í landinu, ef þeir þarfnast lagfæringa. Það gladdi hjarta mitt að frétta af tveimur nýlegum og umfangsmiklum verkefnum þar sem ráðdeild og virðing fyrir sígildri og vandaðri hönnun var höfð að leiðarljósi. Við val á húsbúnaði fyrir nýbyggingu Alþingis var byrjað á að líta í geymslur og þar fundust 160 vel smíðaðir og góðir íslenskir stólar. Nú stendur yfir vinna við að endurbólstra þá og munu þeir eflaust eiga gott framhaldslíf! Hið sama var upp á teningnum þegar kom að innréttingum í nýjum höfuðstöðvum Landsbankans. Þar var einnig hugað að sjálfbærni og klassískri hönnun og gæðahúsgögn og eldri hönnunarmunir frá aflögðum útibúum bankans nýttir til að prýða nýja húsnæðið. Látum þessi tvö ánægjulegu dæmi verða okkur hvatning til að skoða hvað leynist í geymslum, hvort sem það er heima við eða á vinnustað, og endurnýta eða gera upp vandaðar hönnunarvörur í stað þess að kaupa nýtt, ef þess er nokkur kostur. Auk þess að vera hagkvæmir og sjálfbærir, skapa eldri gripir oft einstök og skemmtileg tækifæri í hönnun og samsetningu. Það eykur virðingu fyrir hönnun og vönduðu handverki, og tryggir varðveislu menningarminja. Höfundur er stofnandi Epal. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tíska og hönnun Landsbankinn Alþingi Mest lesið Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar höfum löngum þótt nýjungagjarnir og á stundum jafnvel fram úr hófi. Það hefur til dæmis átt við þegar kemur að innanhússhönnun og húsbúnaði. Þá hefur öllu verið hent út og byrjað upp á nýtt, hvort sem um er að ræða fyrirtæki, stofnanir eða heimili. Þessi nýjungagirni er sem betur fer á undanhaldi og fólk gerir sér æ betur grein fyrir mikilvægi vandaðrar hönnunar og sjálfbærni. Það á ekki bara við um kaup á vönduðum vörum sem endast vel heldur ekki síður um að nýta betur eldri húsmuni sem fyrirfinnast. Það leynast víða gersemar í geymslum! Sjálfbærni og virðing Loftslagsváin er stóra áskorun samtímans og við þurfum öll að huga að sjálfbærni. Framleiðslu á nýjum húsgögnum fylgir drjúgt kolefnisspor en með því að nýta eldri húsmuni drögum við úr eftirspurn eftir nýjum efnum, verndum náttúruauðlindir og drögum úr kolefnisspori, bæði þegar kemur að framleiðslu og flutningum. Það er einnig mikilvægt að varðveita og heiðra menningu okkar og við eigum að bera virðingu fyrir fallegri hönnun og vönduðu handverki. Það er góð leið til að heiðra og halda tengslum við menningarsöguna að nýta eldri húsmuni sem margir hverjir hafa mikla sögu að geyma. Vönduð og vel hönnuð húsgögn eru gulls ígildi og mikilvægt að bera virðingu fyrir þeim og helst að nýta. Hagkvæmni til framtíðar Hagkvæmni er af hinu góða og vert er að hafa í huga að ódýrasta varan er ekki alltaf ódýrust þegar gæði og líftími vöru eru tekin með í reikninginn. Rammasamningar eru til þess fallnir að hvetja opinberar stofnanir til að velja ódýrasta tilboðið þegar kemur að innréttingum. Léleg og illa smíðuð húsgögn geta því orðið fyrir valinu og afleiðingin sú að endurnýja þarf flest húsgögnin innan örfárra ára. Ég veit því miður um nokkur slík tilvik. Við verðum að gera kröfu um gæði og lágmarks líftíma og huga að hagkvæmni til framtíðar. Alþingi og Landsbanki til fyrirmyndar Að innrétta opinberar byggingar getur verið kostnaðarsamt. Það getur því verið afar hagkvæmt að velja að nýta vandaða eldri muni auk þess sem það styður við iðnað og handverk í landinu, ef þeir þarfnast lagfæringa. Það gladdi hjarta mitt að frétta af tveimur nýlegum og umfangsmiklum verkefnum þar sem ráðdeild og virðing fyrir sígildri og vandaðri hönnun var höfð að leiðarljósi. Við val á húsbúnaði fyrir nýbyggingu Alþingis var byrjað á að líta í geymslur og þar fundust 160 vel smíðaðir og góðir íslenskir stólar. Nú stendur yfir vinna við að endurbólstra þá og munu þeir eflaust eiga gott framhaldslíf! Hið sama var upp á teningnum þegar kom að innréttingum í nýjum höfuðstöðvum Landsbankans. Þar var einnig hugað að sjálfbærni og klassískri hönnun og gæðahúsgögn og eldri hönnunarmunir frá aflögðum útibúum bankans nýttir til að prýða nýja húsnæðið. Látum þessi tvö ánægjulegu dæmi verða okkur hvatning til að skoða hvað leynist í geymslum, hvort sem það er heima við eða á vinnustað, og endurnýta eða gera upp vandaðar hönnunarvörur í stað þess að kaupa nýtt, ef þess er nokkur kostur. Auk þess að vera hagkvæmir og sjálfbærir, skapa eldri gripir oft einstök og skemmtileg tækifæri í hönnun og samsetningu. Það eykur virðingu fyrir hönnun og vönduðu handverki, og tryggir varðveislu menningarminja. Höfundur er stofnandi Epal.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun