Ójafnt er gefið Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar 9. september 2023 08:01 Á Vesturlandi er 14% alls vegakerfisins á landinu eða 1.845 kílómetrar af 12.901 kílómetrum ef stuðst er við tölur frá því árið 2020 en í landshlutanum búa 5% landsmanna. Ef rýnt er í samanburð á fjárframlögum til stofnvega utan höfuðborgarsvæðisins og Reykjaness, auk einstakra tengivega, kemur í ljós að í fyrirliggjandi drögum að Samgönguáætlun er á árunum 2024 til 2028 áætlaðar einungis 700 milljónir króna til framkvæmda á fyrrgreindum vegum á Vesturlandi af 44,4 milljörðum sem áætlað er að verja í stofnvegi á landsbyggðinni, já, segi og skrifa, 700 milljónir af 44,4 milljörðum eða um 1,6% af heildinni. Það er heldur betur ójafnt gefið og mætti halda að hér væri um prentvillu að ræða en svo er ekki. Það er og verður aldeilis verk að vinna hjá Alþingismönnum kjördæmisins á næstu vikum og mánuðum við að fá fram leiðréttingu hvað Vesturland varðar í tillögu að Samgönguáætlun og mikilvægt að sveitarfélög og landshlutasamtökin okkar góðu standi þétt að baki þeim í þeirri mikilvægu vinnu. Við í Dalabyggð höfum kynnt okkar tillögur að forgangsröðun vegaframkvæmda því ástand vega í Dalabyggð verður að bæta eins fljótt og auðið er. Bæði hvað varðar stofnvegi líkt og við á um Skógarstrandarveg og í gegnum Miðdali og svo hvað tengivegina okkar varðar sem eru að miklu leiti enn malarvegir sem skólabörn og fólk á leið til vinnu hristist um með tilheyrandi óþægindum og óheyrilegu sliti á ökutækjum og dekkjum. Góðir vegir bæta lífsskilyrði þeirra íbúa sem við þá búa sem og atvinnubílstjóra og þeirra ferðamanna sem um vegina aka. Dalirnir og við íbúar á Vesturlandi allir eigum mikið inni hjá stjórnvöldum og vegayfirvöldum til að geta talist jafnokar annarra landshluta. Það er verk að vinna til þess að fá jafnt gefið hvað gæði vega varðar á Vesturlandi í samanburði við flesta aðra landshluta og því mikilvægt að við íbúar landshlutans séum samtaka í okkar áherslum og þrýstingi á þá sem stjórna hvert fjármagn fer. Höfundur er sveitarstjóri í Dalabyggð Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Bjarki Þorsteinsson Dalabyggð Samgöngur Byggðamál Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Á Vesturlandi er 14% alls vegakerfisins á landinu eða 1.845 kílómetrar af 12.901 kílómetrum ef stuðst er við tölur frá því árið 2020 en í landshlutanum búa 5% landsmanna. Ef rýnt er í samanburð á fjárframlögum til stofnvega utan höfuðborgarsvæðisins og Reykjaness, auk einstakra tengivega, kemur í ljós að í fyrirliggjandi drögum að Samgönguáætlun er á árunum 2024 til 2028 áætlaðar einungis 700 milljónir króna til framkvæmda á fyrrgreindum vegum á Vesturlandi af 44,4 milljörðum sem áætlað er að verja í stofnvegi á landsbyggðinni, já, segi og skrifa, 700 milljónir af 44,4 milljörðum eða um 1,6% af heildinni. Það er heldur betur ójafnt gefið og mætti halda að hér væri um prentvillu að ræða en svo er ekki. Það er og verður aldeilis verk að vinna hjá Alþingismönnum kjördæmisins á næstu vikum og mánuðum við að fá fram leiðréttingu hvað Vesturland varðar í tillögu að Samgönguáætlun og mikilvægt að sveitarfélög og landshlutasamtökin okkar góðu standi þétt að baki þeim í þeirri mikilvægu vinnu. Við í Dalabyggð höfum kynnt okkar tillögur að forgangsröðun vegaframkvæmda því ástand vega í Dalabyggð verður að bæta eins fljótt og auðið er. Bæði hvað varðar stofnvegi líkt og við á um Skógarstrandarveg og í gegnum Miðdali og svo hvað tengivegina okkar varðar sem eru að miklu leiti enn malarvegir sem skólabörn og fólk á leið til vinnu hristist um með tilheyrandi óþægindum og óheyrilegu sliti á ökutækjum og dekkjum. Góðir vegir bæta lífsskilyrði þeirra íbúa sem við þá búa sem og atvinnubílstjóra og þeirra ferðamanna sem um vegina aka. Dalirnir og við íbúar á Vesturlandi allir eigum mikið inni hjá stjórnvöldum og vegayfirvöldum til að geta talist jafnokar annarra landshluta. Það er verk að vinna til þess að fá jafnt gefið hvað gæði vega varðar á Vesturlandi í samanburði við flesta aðra landshluta og því mikilvægt að við íbúar landshlutans séum samtaka í okkar áherslum og þrýstingi á þá sem stjórna hvert fjármagn fer. Höfundur er sveitarstjóri í Dalabyggð
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar