Bíómynd um Kristinn Guðnason fjallkóng með meiru Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. september 2023 13:05 Kristinn sem er búin að vera fjallkóngur yfir 40 ár hér staddur í Landmannaréttum með góðu fólki. Aðsend Á sama tíma og göngur og réttir standa nú yfir um allt land verður ný íslensk kvikmynd, „Konungur fjallanna“ frumsýnd annað kvöld i Bíóhúsinu á Selfossi. Myndin fjallar um Kristinn Guðnason, fjallkóng í leitum með gangnamönnum á Landmannaafrétti. Á hverju hausti halda bændur úr Holta- og Landsveit til fjalla í þeim tilgangi að smala saman fé sem gengið hefur frjálst á fjöllum sumarlangt. Markmiðið er bara eitt, að koma fénu til byggða heilu og höldnu. Nú er búið að gera kvikmynd um einn fremsta fjallkóng landsins, Kristinn Guðnason í Skarði eins og hann er oftast kallaður en myndin verður frumsýnt í Bíóhúsinu á Selfossi sunnudagskvöldið 10. september fyrir boðsgesti en fer svo í almenna sýningu í bíóinu og í Laugarásbíói 12. september. Áslaug Pálsdóttir og Guðrún Hergils eru framleiðendur myndarinnar en þær eru með fyrirtækið Hekla Films og Arnar Þórisson fer með leikstjórn og stjórnar kvikmyndatöku. Guðrún segir að nýja myndin gefi raunsanna mynd af leitum og samspili manna, dýra og náttúru með augum fjallkóngsins. Myndin fer í almenna sýningar í Bíóhúsinu á Selfossi og í Laugarásbíói í Reykjavík þriðjudaginn 12. septemberMagnús Hlynur Hreiðarsson „Okkur finnst bara mjög merkilegt að það sé farið í leitir í viku um svona víðfeðmt svæði eins og Landmannaafréttur er og þetta er auðvitað mikið afrek í hvert skipti, sem að komið er til byggða með fé heilu á höldnu eftir að það hefur gengið sumarlangt á fjöllum. Þetta er bara eitthvað, sem við teljum að eigi erindi við alla landsmenn,“ segir Guðrún. Guðrún segir að það hafi bæði verið erfitt og skemmtilegt og ekki síður flókið að skjóta myndina og svo öll eftirvinnslan, sem fylgdi í kjölfarið en hvernig lýsir hún Kristni Guðnasyni? „Kristinn er magnaður maður. Hann hefur verið fjallkóngur í meira en 40 ár og hefur skilað því starfi með glæsibrag og margir myndi segja að hann væri hinn eini sanni íslenski kúreki.“ Guðrún Hergils en hún og Áslaug Pálsdóttir eru framleiðendur myndarinnar.Aðsend En af hverju ætti fólk að fara á þessa mynd en ekki einhverja aðra? „Já, það er góð spurning. Það var nú einhver sem spurði af hverju ætti ég að sjá Kristinn en ekki Tom Cruise? Ég held að Kristinn sé nú bara ansi flottur og gaman fyrir alla að sjá og sjá þessa ótrúlega náttúrufegurð, sem er þarna á þessu svæði,“ segir Guðrún um leið og hún hvetur fólk til að fjölmenna í bíó og sjá myndina „Konungur fjallanna“. Flottur hópur fólks kom að upptöku og framleiðslu myndarinnar.Aðsend Rangárþing ytra Réttir Landbúnaður Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira
Á hverju hausti halda bændur úr Holta- og Landsveit til fjalla í þeim tilgangi að smala saman fé sem gengið hefur frjálst á fjöllum sumarlangt. Markmiðið er bara eitt, að koma fénu til byggða heilu og höldnu. Nú er búið að gera kvikmynd um einn fremsta fjallkóng landsins, Kristinn Guðnason í Skarði eins og hann er oftast kallaður en myndin verður frumsýnt í Bíóhúsinu á Selfossi sunnudagskvöldið 10. september fyrir boðsgesti en fer svo í almenna sýningu í bíóinu og í Laugarásbíói 12. september. Áslaug Pálsdóttir og Guðrún Hergils eru framleiðendur myndarinnar en þær eru með fyrirtækið Hekla Films og Arnar Þórisson fer með leikstjórn og stjórnar kvikmyndatöku. Guðrún segir að nýja myndin gefi raunsanna mynd af leitum og samspili manna, dýra og náttúru með augum fjallkóngsins. Myndin fer í almenna sýningar í Bíóhúsinu á Selfossi og í Laugarásbíói í Reykjavík þriðjudaginn 12. septemberMagnús Hlynur Hreiðarsson „Okkur finnst bara mjög merkilegt að það sé farið í leitir í viku um svona víðfeðmt svæði eins og Landmannaafréttur er og þetta er auðvitað mikið afrek í hvert skipti, sem að komið er til byggða með fé heilu á höldnu eftir að það hefur gengið sumarlangt á fjöllum. Þetta er bara eitthvað, sem við teljum að eigi erindi við alla landsmenn,“ segir Guðrún. Guðrún segir að það hafi bæði verið erfitt og skemmtilegt og ekki síður flókið að skjóta myndina og svo öll eftirvinnslan, sem fylgdi í kjölfarið en hvernig lýsir hún Kristni Guðnasyni? „Kristinn er magnaður maður. Hann hefur verið fjallkóngur í meira en 40 ár og hefur skilað því starfi með glæsibrag og margir myndi segja að hann væri hinn eini sanni íslenski kúreki.“ Guðrún Hergils en hún og Áslaug Pálsdóttir eru framleiðendur myndarinnar.Aðsend En af hverju ætti fólk að fara á þessa mynd en ekki einhverja aðra? „Já, það er góð spurning. Það var nú einhver sem spurði af hverju ætti ég að sjá Kristinn en ekki Tom Cruise? Ég held að Kristinn sé nú bara ansi flottur og gaman fyrir alla að sjá og sjá þessa ótrúlega náttúrufegurð, sem er þarna á þessu svæði,“ segir Guðrún um leið og hún hvetur fólk til að fjölmenna í bíó og sjá myndina „Konungur fjallanna“. Flottur hópur fólks kom að upptöku og framleiðslu myndarinnar.Aðsend
Rangárþing ytra Réttir Landbúnaður Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira