Af vannýttu húsnæði framhaldsskóla Ásgeir Berg Matthíasson skrifar 12. september 2023 07:01 Við lestur nýbirtrar skýrslu Mennta- og barnamálaráðuneytisins þar sem lagt er til að Verkmenntaskólinn á Akureyri og Menntaskólinn á Akureyri verði sameinaðir er margt sem kemur upp í hugann—og fátt gott. Í stað þess að setja á of langt mál langar mig að beina sjónum að einu atriði, nefnilega forsendum skýrsluhöfunda. Hér má fyrst nefna að snemma í skýrslunni eru markmið stjórnvalda um að auka hlutfall ungmenna á menntaskólaaldri í framhaldsskólum útlistuð. Ástæðurnar fyrir þessu markmiði eru sagðar vera þær að möguleikar á vinnumarkaði aukist við að ljúka prófi og að vera í skóla hafi forvarnargildi af ýmsu tagi. Um þetta er allt gott að segja, en það er meira en lítið eftirtektarvert að við setningu þessara markmiða virðist menntunin sjálf ekki skipta neinu máli—það er eins og innihald námsins leiki lítið hlutverk, bara að fólk hafi eitthvað við að vera á daginn og ljúki prófi, sama hvert innihald þess er. Þessi hugsun skýrir allt sem á eftir kemur, sýnist mér. Meint fækkun bóknámsplássa Fyrsti hluti skýrslunnar fjallar nefnilega almennt um „áskoranir“ framhaldsskólakerfisins og áðurnefnd markmið stjórnvalda. Þessum hluta skýrslunnar er vel lýst með eftirfarandi tilvitnun af blaðsíðu 7: „Framhaldsskólarnir standa frammi fyrir breytingum þar sem gera má ráð fyrir að nemendum í bóknámi fækki á komandi árum, bæði vegna fámennari árganga og vegna aukins hlutar iðn- og starfsnáms. Þetta kallar á breytingar á skipulagi, annars konar nýtingu húsnæðis og tilfærslu fjármuna innan kerfisins til að efla stuðning við nemendur og auka skólaþróun.“ Skýrsluhöfundar nefna þessu til stuðnings að mörgum umsóknum um nám í iðn- og starfsnám hafi verið hafnað á undanförnum árum, samfara minnkandi aðsókn í bóknám, en skýrsluhöfundar nefna raunar að 1.000 pláss séu laus í bóknámsskólum á höfuðborgarsvæðinu (bls. 11). Þetta er svo styrkt með spám um að bóknámsnemum muni halda áfram að fækka en iðnnemum fjölga. Það ætti þó að taka fram hér það eru góðar ástæður fyrir því að halda enginn fótur sé fyrir þessari spá (sjá t.d. grein Gylfa Magnússonar um þetta efni í Heimildinni). En hér skortir á að rökhugsun skýrsluhöfunda sé eins og best yrði á kosið. Hugsunin virðist vera: Það þarf að fækka bóknámsplássum og fjölga plássum í iðnnámi, og þá má vel leggja MA niður. En að draga af þessu þá ályktun að fækka skuli bóknámsplássum á Akureyri er furðulegt, því eins og skýrsluhöfundar benda sjálfir á, þá tekur MA nú þegar við fleiri nemendum en gert er ráð fyrir á fjárlögum (bls. 32). Þessi lausu pláss eru einfaldlega ekki þar! Sligar vannýting húsnæðis menntakerfið? Almennt hafa skýrsluhöfundar miklar áhyggjur af lausu húsnæði í bóknámsskólum, sem þeir meta svo að kosti menntamálaráðuneytið í kringum fimm hundruð milljónir króna á ári. Það kveður svo rammt að þessu að segja má að þetta sé hið raunverulega efni skýrslunnar. Auðvitað er óhagræði af því að nýta ekki húsnæði til fulls, en það ætti að lyftast á manni brúnin þegar maður heyrir að kostnaðurinn sé hálfur milljarður króna á ári og munu vaxa upp í heilan milljarð ef ekkert verði af gert. Á þessu er hins vegar einföld skýring, en hún er sú að ríkið hefur ákveðið að fara hálfgerða fjallabaksleið að því marki að sjá skólum landsins fyrir húsnæði: Í stað þess að skólarnir, sem flestir teljast vera ríkisstofnanir, eigi húsin þar sem starfsemi þeirra fer fram, þá leigja þeir það af annarri ríkisstofnun, Fasteignum ríkisins. Maður skyldi halda að þetta væri bara einfalt bókhaldstrikk: Skólahúsin eru sett inn í Fasteignir ríkisins og leigir skólunum. Ríkið lætur svo skólana fá peninga fyrir leigunni og kemur út á sléttu. Það væri hægt að ímynda sér eitthvað hagræði að þessu fyrirkomulagi og þetta ætti að líklega að teljast meinlaust, en í raun hefur þetta fyrirkomulag grafalvarlegar afleiðingar fyrir það hvernig menntamálayfirvöld hugsa um starf sitt—um það ber þessi skýrsla glöggt vitni. Fyrst má nefna að þessi tala, fimm hundruð milljónir, er algjörlega úr lausu lofti gripin: Ríkið á húsin, lætur menntamálaráðuneytið fá peninga til að leigja það af sér og telur sig nú verða fyrir miklu tapi af því að leigan sem ríkið ákveður sjálft er of há! Með samskonar talnaleikfimi mætti láta tap ríkisins af húsnæði sínu verða hvað sem manni dettur í hug—og af hverju þá ekki að hugsa stórt og meta leiguna upp á hundrað þúsund milljarða? Þá gæti ríkisstjórnin líka stært sig af því í útlöndum að framlög Íslendinga til menntamála nemi hundraðfaldri landsframleiðslu og ekki væri það nú leiðinlegt. En auðvitað er þetta ekki svona. Það er augljóst að raunkostnaður ríkisins við það óhagræði sem felst í því að skólahúsin séu ekki fullnýtt er alls ekki fimm hundruð milljónir í raun og veru, heldur mun minni, því ríkið getur ekki reiknað það sem tap sem það reiknar sem hagnað annars staðar. Þetta er því líkt og húseigandi með eitt aukaherbergi leigði sjálfum sér herbergið háu verði og yrði svo miður sín yfir leigukostnaðinum sem væri nú að sliga hann—og seldi svo húsið til að losna undan byrðunum. Öll hugsun úr lagi færð Í öðru lagi veldur þetta fyrirkomulag því að öll hugsun um menntamál verður öll úr lagi færð. Ef skólarnir ættu sjálfir hús sín og fengu framlög úr ríkissjóði fyrir viðhaldi og öðrum kostnaði við þau, þá myndi það líta út í menntamálaráðuneytinu eins og kostnaður við menntamál væri mun minni en hann er í dag, jafnvel þó að hann væri í raun og veru hinn sami. En af því að þetta er gert svona, þá fara yfirvöldin að eltast við að minnka þennan kostnað sem lítur út fyrir að vera svo mikill, í stað þess að sinna því starfi sem þau ættu að gera, að sjá til þess að menntamál standi með sómasamlegum hætti í landinu. Þessi fáránleiki minnir á söguna frá Sovétríkjunum um fyrirtækið sem framleiddi bara skó í númeri 46 af því að þannig ættu yfirmenn þess hægara með að uppfylla markmið þau sem þeim var gert að ná samkvæmt áætlun. Boðskapur þeirrar sögu—hvort sem hún er sönn eða ekki—er að það sem er mælt er það sem reynt er að hámarka. Með því að ýkja húsnæðiskostnað skólanna upp úr öllu valdi er það því gert að sjálfstæðu markmiði að reyna að lækka hann, fullkomlega að óþörfu. Þegar svo haft er í huga að áhyggjur skýrsluhöfunda af húsnæði eru aðallega sprottnar upp af fækkun nemenda í bóknámi—sjálft afleiðing af annarri arfavitlausri ákvörðun—styttingu náms til stúdentsprófs, þá er furðulegt að það sé einmitt MA sem er fyrstur í sigtinu, því þar eru einmitt fleiri sem sækja um en komast að. Ef hugsunin er að nýta húsnæðið betur, þá ætti að auka framlög til MA, frekar en að leggja skólann niður, því þar er jú nóg af lausu húsnæði og margir sem vilja komast að. Það er í raun leiðarstef í allri skýrslunni að gjörbylta skuli öllu framhaldskólakerfinu á Íslandi vegna þessa meinta vannýtta húsnæðis. En ættum við ekki frekar að hrósa happi yfir því hversu vel við stöndum þegar kemur að húsnæði fyrir skólana okkar, í stað þess að reisa okkur ímyndaðan hurðarás um öxl með því að láta menntamálaráðuneytið greiða ríkinu uppdiktaða húsaleigu fyrir skólahúsin? Þessari aðferð við áætlanagerð er líklega ætlað að líkja eftir verðmyndun á frjálsum markaði og þannig stuðla að betri rekstri ríkisins, meðal annars betri nýtingu húsnæðis, en það er ljóst að áætlunarbúskapurinn hefur farið algjörlega út um þúfur þegar aðferðin gerir ekki annað en að beina sjónum möppudýranna að smáatriðum og láta þau gleyma hvað skiptir virkilega máli—menntunin sjálf. Um menntamál í sjálfu sér hafa skýrsluhöfundar sama og ekkert að segja—en húsaleiguna þarf að borga og það strax. Eru þetta virkilega þær forsendur sem við ættum að leggja til grundvallar við skipun menntamála í landinu? Höfundur er stúdent úr MA og nýdoktor við Heimspekistofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Akureyri Mest lesið Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Við lestur nýbirtrar skýrslu Mennta- og barnamálaráðuneytisins þar sem lagt er til að Verkmenntaskólinn á Akureyri og Menntaskólinn á Akureyri verði sameinaðir er margt sem kemur upp í hugann—og fátt gott. Í stað þess að setja á of langt mál langar mig að beina sjónum að einu atriði, nefnilega forsendum skýrsluhöfunda. Hér má fyrst nefna að snemma í skýrslunni eru markmið stjórnvalda um að auka hlutfall ungmenna á menntaskólaaldri í framhaldsskólum útlistuð. Ástæðurnar fyrir þessu markmiði eru sagðar vera þær að möguleikar á vinnumarkaði aukist við að ljúka prófi og að vera í skóla hafi forvarnargildi af ýmsu tagi. Um þetta er allt gott að segja, en það er meira en lítið eftirtektarvert að við setningu þessara markmiða virðist menntunin sjálf ekki skipta neinu máli—það er eins og innihald námsins leiki lítið hlutverk, bara að fólk hafi eitthvað við að vera á daginn og ljúki prófi, sama hvert innihald þess er. Þessi hugsun skýrir allt sem á eftir kemur, sýnist mér. Meint fækkun bóknámsplássa Fyrsti hluti skýrslunnar fjallar nefnilega almennt um „áskoranir“ framhaldsskólakerfisins og áðurnefnd markmið stjórnvalda. Þessum hluta skýrslunnar er vel lýst með eftirfarandi tilvitnun af blaðsíðu 7: „Framhaldsskólarnir standa frammi fyrir breytingum þar sem gera má ráð fyrir að nemendum í bóknámi fækki á komandi árum, bæði vegna fámennari árganga og vegna aukins hlutar iðn- og starfsnáms. Þetta kallar á breytingar á skipulagi, annars konar nýtingu húsnæðis og tilfærslu fjármuna innan kerfisins til að efla stuðning við nemendur og auka skólaþróun.“ Skýrsluhöfundar nefna þessu til stuðnings að mörgum umsóknum um nám í iðn- og starfsnám hafi verið hafnað á undanförnum árum, samfara minnkandi aðsókn í bóknám, en skýrsluhöfundar nefna raunar að 1.000 pláss séu laus í bóknámsskólum á höfuðborgarsvæðinu (bls. 11). Þetta er svo styrkt með spám um að bóknámsnemum muni halda áfram að fækka en iðnnemum fjölga. Það ætti þó að taka fram hér það eru góðar ástæður fyrir því að halda enginn fótur sé fyrir þessari spá (sjá t.d. grein Gylfa Magnússonar um þetta efni í Heimildinni). En hér skortir á að rökhugsun skýrsluhöfunda sé eins og best yrði á kosið. Hugsunin virðist vera: Það þarf að fækka bóknámsplássum og fjölga plássum í iðnnámi, og þá má vel leggja MA niður. En að draga af þessu þá ályktun að fækka skuli bóknámsplássum á Akureyri er furðulegt, því eins og skýrsluhöfundar benda sjálfir á, þá tekur MA nú þegar við fleiri nemendum en gert er ráð fyrir á fjárlögum (bls. 32). Þessi lausu pláss eru einfaldlega ekki þar! Sligar vannýting húsnæðis menntakerfið? Almennt hafa skýrsluhöfundar miklar áhyggjur af lausu húsnæði í bóknámsskólum, sem þeir meta svo að kosti menntamálaráðuneytið í kringum fimm hundruð milljónir króna á ári. Það kveður svo rammt að þessu að segja má að þetta sé hið raunverulega efni skýrslunnar. Auðvitað er óhagræði af því að nýta ekki húsnæði til fulls, en það ætti að lyftast á manni brúnin þegar maður heyrir að kostnaðurinn sé hálfur milljarður króna á ári og munu vaxa upp í heilan milljarð ef ekkert verði af gert. Á þessu er hins vegar einföld skýring, en hún er sú að ríkið hefur ákveðið að fara hálfgerða fjallabaksleið að því marki að sjá skólum landsins fyrir húsnæði: Í stað þess að skólarnir, sem flestir teljast vera ríkisstofnanir, eigi húsin þar sem starfsemi þeirra fer fram, þá leigja þeir það af annarri ríkisstofnun, Fasteignum ríkisins. Maður skyldi halda að þetta væri bara einfalt bókhaldstrikk: Skólahúsin eru sett inn í Fasteignir ríkisins og leigir skólunum. Ríkið lætur svo skólana fá peninga fyrir leigunni og kemur út á sléttu. Það væri hægt að ímynda sér eitthvað hagræði að þessu fyrirkomulagi og þetta ætti að líklega að teljast meinlaust, en í raun hefur þetta fyrirkomulag grafalvarlegar afleiðingar fyrir það hvernig menntamálayfirvöld hugsa um starf sitt—um það ber þessi skýrsla glöggt vitni. Fyrst má nefna að þessi tala, fimm hundruð milljónir, er algjörlega úr lausu lofti gripin: Ríkið á húsin, lætur menntamálaráðuneytið fá peninga til að leigja það af sér og telur sig nú verða fyrir miklu tapi af því að leigan sem ríkið ákveður sjálft er of há! Með samskonar talnaleikfimi mætti láta tap ríkisins af húsnæði sínu verða hvað sem manni dettur í hug—og af hverju þá ekki að hugsa stórt og meta leiguna upp á hundrað þúsund milljarða? Þá gæti ríkisstjórnin líka stært sig af því í útlöndum að framlög Íslendinga til menntamála nemi hundraðfaldri landsframleiðslu og ekki væri það nú leiðinlegt. En auðvitað er þetta ekki svona. Það er augljóst að raunkostnaður ríkisins við það óhagræði sem felst í því að skólahúsin séu ekki fullnýtt er alls ekki fimm hundruð milljónir í raun og veru, heldur mun minni, því ríkið getur ekki reiknað það sem tap sem það reiknar sem hagnað annars staðar. Þetta er því líkt og húseigandi með eitt aukaherbergi leigði sjálfum sér herbergið háu verði og yrði svo miður sín yfir leigukostnaðinum sem væri nú að sliga hann—og seldi svo húsið til að losna undan byrðunum. Öll hugsun úr lagi færð Í öðru lagi veldur þetta fyrirkomulag því að öll hugsun um menntamál verður öll úr lagi færð. Ef skólarnir ættu sjálfir hús sín og fengu framlög úr ríkissjóði fyrir viðhaldi og öðrum kostnaði við þau, þá myndi það líta út í menntamálaráðuneytinu eins og kostnaður við menntamál væri mun minni en hann er í dag, jafnvel þó að hann væri í raun og veru hinn sami. En af því að þetta er gert svona, þá fara yfirvöldin að eltast við að minnka þennan kostnað sem lítur út fyrir að vera svo mikill, í stað þess að sinna því starfi sem þau ættu að gera, að sjá til þess að menntamál standi með sómasamlegum hætti í landinu. Þessi fáránleiki minnir á söguna frá Sovétríkjunum um fyrirtækið sem framleiddi bara skó í númeri 46 af því að þannig ættu yfirmenn þess hægara með að uppfylla markmið þau sem þeim var gert að ná samkvæmt áætlun. Boðskapur þeirrar sögu—hvort sem hún er sönn eða ekki—er að það sem er mælt er það sem reynt er að hámarka. Með því að ýkja húsnæðiskostnað skólanna upp úr öllu valdi er það því gert að sjálfstæðu markmiði að reyna að lækka hann, fullkomlega að óþörfu. Þegar svo haft er í huga að áhyggjur skýrsluhöfunda af húsnæði eru aðallega sprottnar upp af fækkun nemenda í bóknámi—sjálft afleiðing af annarri arfavitlausri ákvörðun—styttingu náms til stúdentsprófs, þá er furðulegt að það sé einmitt MA sem er fyrstur í sigtinu, því þar eru einmitt fleiri sem sækja um en komast að. Ef hugsunin er að nýta húsnæðið betur, þá ætti að auka framlög til MA, frekar en að leggja skólann niður, því þar er jú nóg af lausu húsnæði og margir sem vilja komast að. Það er í raun leiðarstef í allri skýrslunni að gjörbylta skuli öllu framhaldskólakerfinu á Íslandi vegna þessa meinta vannýtta húsnæðis. En ættum við ekki frekar að hrósa happi yfir því hversu vel við stöndum þegar kemur að húsnæði fyrir skólana okkar, í stað þess að reisa okkur ímyndaðan hurðarás um öxl með því að láta menntamálaráðuneytið greiða ríkinu uppdiktaða húsaleigu fyrir skólahúsin? Þessari aðferð við áætlanagerð er líklega ætlað að líkja eftir verðmyndun á frjálsum markaði og þannig stuðla að betri rekstri ríkisins, meðal annars betri nýtingu húsnæðis, en það er ljóst að áætlunarbúskapurinn hefur farið algjörlega út um þúfur þegar aðferðin gerir ekki annað en að beina sjónum möppudýranna að smáatriðum og láta þau gleyma hvað skiptir virkilega máli—menntunin sjálf. Um menntamál í sjálfu sér hafa skýrsluhöfundar sama og ekkert að segja—en húsaleiguna þarf að borga og það strax. Eru þetta virkilega þær forsendur sem við ættum að leggja til grundvallar við skipun menntamála í landinu? Höfundur er stúdent úr MA og nýdoktor við Heimspekistofnun.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun